Útköll vegna tveggja vélsleðamanna og stjórnlauss fiskibáts Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. mars 2025 08:37 Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu tvo menn sem höfðu fest vélsleða sína skammt frá fjallinu Klakka. Björgunarsveitir voru kallaðar út í tvö verkefni skömmu eftir miðnætti í nótt. Annars vegar þurfti að aðstoða tvo menn á vélsleðum á Langjökli og hins vegar þurfti að draga stjórnlausan fiskibát norðan af Hornbjargi til lands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Þar segir að neyðarlínunni hafi borist neyðarboð frá Langjökli, rétt við fjallið Klakka, rétt upp úr miðnætti. Reyndust þar vera tveir menn á vélsleðum sem höfðu fest sleða sína. Mennirnir hafi verið vel búnir og engin hætta á ferðum en þeir óskað eftir aðstoð við að losa sleða sína. Björgunarsveitir voru tæpa þrjá tíma að koma sér á vettvang. Bæði björgunarsveitir suður af Langjökli og björgunarsveit úr Borgarfirði voru boðaðar út. Þannig barst hjálp bæði að norðan og sunnan. Í tilkynningunni segir að ferð björgunarsveita inn að jöklinum hafi gengið ágætlega, fyrstu björgunarmennir komu á sleðum á vettvang klukkan 3 í nótt. „Vel gekk að aðstoða við að losa föstu sleðana og þáðu sleðamennirnir fylgd til byggða, þar sem bensín birgðir voru orðnar af skornum skammti. Björgunarsveitir voru svo að skila sér til baka í bækistöðvar á sjöunda tímanum í morgun,“ segir í tilkynningunni. Stjórnlaus bátur sem draga þarf að landi Rétt upp úr eitt í nótt barst aðstoðarbeiðni frá fiskibát með fjögurra manna áhöfn sem var staddur rétt norður af Hornbjargi á Hornströndum. Olía hafði farið af stýrikerfi bátsins og hann því orðið stjórnlaus. Í tilkynningu segir þó að ekki hafi verið mikil hætta á ferðinni og veður ágætt. Varðskipið Þór, sem var statt í Grundarfirði, var sent af stað vestur og áhöfnin á björgunarskipinu Gísla Jóns á Ísafirði var einnig boðuð út. Bæði skip lögðu úr höfn um hálf tvö í nótt. „Klukkan fimm í morgun kom svo Gísli Jóns að bátnum og rétt um tíu mínútum síðar var búið að koma taug á milli skipanna og skipstjóri Gísla Jóns setti stefnuna inn á Ísafjörð,“ segir í tilkynningunni. Drátturinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Eftir klukkustundar drátt hafði einn þáttur dráttartaugar um borð í fiskibátnum slitnað og þurfti því að stöðva ferð meðan áhöfn bátsins lagaði það. Viðgerðum á dráttartauginni lauk um hálf átta í morgun og var þá hægt að halda ferðinni áfram. „Skipin eru nú á um 6 sjómílna hraða eða 11 km á klukkustund, í vesturátt fyrir norður af Hornvík,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Þá segir einnig að Varðskipið Þór haldi áfram för norður fyrir Vestfjörðum til móts við bátana. Óvíst er hvenær von er á bátunum inn til Ísafjarðar Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Þar segir að neyðarlínunni hafi borist neyðarboð frá Langjökli, rétt við fjallið Klakka, rétt upp úr miðnætti. Reyndust þar vera tveir menn á vélsleðum sem höfðu fest sleða sína. Mennirnir hafi verið vel búnir og engin hætta á ferðum en þeir óskað eftir aðstoð við að losa sleða sína. Björgunarsveitir voru tæpa þrjá tíma að koma sér á vettvang. Bæði björgunarsveitir suður af Langjökli og björgunarsveit úr Borgarfirði voru boðaðar út. Þannig barst hjálp bæði að norðan og sunnan. Í tilkynningunni segir að ferð björgunarsveita inn að jöklinum hafi gengið ágætlega, fyrstu björgunarmennir komu á sleðum á vettvang klukkan 3 í nótt. „Vel gekk að aðstoða við að losa föstu sleðana og þáðu sleðamennirnir fylgd til byggða, þar sem bensín birgðir voru orðnar af skornum skammti. Björgunarsveitir voru svo að skila sér til baka í bækistöðvar á sjöunda tímanum í morgun,“ segir í tilkynningunni. Stjórnlaus bátur sem draga þarf að landi Rétt upp úr eitt í nótt barst aðstoðarbeiðni frá fiskibát með fjögurra manna áhöfn sem var staddur rétt norður af Hornbjargi á Hornströndum. Olía hafði farið af stýrikerfi bátsins og hann því orðið stjórnlaus. Í tilkynningu segir þó að ekki hafi verið mikil hætta á ferðinni og veður ágætt. Varðskipið Þór, sem var statt í Grundarfirði, var sent af stað vestur og áhöfnin á björgunarskipinu Gísla Jóns á Ísafirði var einnig boðuð út. Bæði skip lögðu úr höfn um hálf tvö í nótt. „Klukkan fimm í morgun kom svo Gísli Jóns að bátnum og rétt um tíu mínútum síðar var búið að koma taug á milli skipanna og skipstjóri Gísla Jóns setti stefnuna inn á Ísafjörð,“ segir í tilkynningunni. Drátturinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Eftir klukkustundar drátt hafði einn þáttur dráttartaugar um borð í fiskibátnum slitnað og þurfti því að stöðva ferð meðan áhöfn bátsins lagaði það. Viðgerðum á dráttartauginni lauk um hálf átta í morgun og var þá hægt að halda ferðinni áfram. „Skipin eru nú á um 6 sjómílna hraða eða 11 km á klukkustund, í vesturátt fyrir norður af Hornvík,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Þá segir einnig að Varðskipið Þór haldi áfram för norður fyrir Vestfjörðum til móts við bátana. Óvíst er hvenær von er á bátunum inn til Ísafjarðar
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira