„Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. mars 2025 22:47 Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni. vísir Almannavarnir þurfa að vera undir það búnar að gosvirkni færist á milli eldstöðvakerfa á Reykjanesi. Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Hann telur líklegt að séum við í stödd í miðjum lokakaflanum í yfirstandandi eldgosahrinu við Svartsengi. Biðin eftir næsta eldgosi á Reykjanesskaganum – sem verður það áttunda í yfirstandandi goshrinu ef af verður – lengist og lengist. Nú eru liðnir rúmir fjórir mánuðir síðan síðast gaus á svæðinu og segja náttúruvársérfræðingar að fljótlega fari að draga til tíðinda. Verulega hefur hægst á kvikusöfnun undir Svartsengi og er áætlað að hraðinn sé um það bil fjórðungur af því sem hann var við upphaf goshrinunnar. Aukin skjálftavirkni mælist nú við Sundhnúksgíga og Svartsengi. „En einnig virðist vera aðeins meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu öllu sem gæti þá tengst því að aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk. Ég held að við verðum gera ráð fyrir að það geti gosið hvenær sem er.“ Benedikt segir líkur á að virknin muni færast yfir í nærliggjandi goskerfi þegar virknin klárast í Svartsengiskerfinu – sem hann raunar telur að styttist í – og þá þurfi Almannavarnir að vera við öllu búnar. „Mögulega getum við fengið að sjá, eftir einhver misseri, mánuði, ár eða jafnvel áratugi að einhver önnur eldstöð verði virk. Við getum verið að tala um Reykjanes, það er að segja Reykjanestá, gæti verið Eldvörp, Krýsuvík eða einhver önnur jafnvel austar. Við vitum það ekki og við höfum enga leið til að spá fyrir um hvað sé næst eða hvenær.“ Versta sviðsmyndin – þó ólíkleg sé – væri virkni í Krýsuvík því hún er næst höfuðborgarsvæðinu. „Við erum ekki að tala um gos innan höfuðborgarsvæðisins en það geta verið sprunguhreyfingar það eru þekktar spurngur sem liggja í gegnum hluta af því svæði og það eru hraun inni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki líklegt en þetta er samt möguleiki.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Biðin eftir næsta eldgosi á Reykjanesskaganum – sem verður það áttunda í yfirstandandi goshrinu ef af verður – lengist og lengist. Nú eru liðnir rúmir fjórir mánuðir síðan síðast gaus á svæðinu og segja náttúruvársérfræðingar að fljótlega fari að draga til tíðinda. Verulega hefur hægst á kvikusöfnun undir Svartsengi og er áætlað að hraðinn sé um það bil fjórðungur af því sem hann var við upphaf goshrinunnar. Aukin skjálftavirkni mælist nú við Sundhnúksgíga og Svartsengi. „En einnig virðist vera aðeins meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu öllu sem gæti þá tengst því að aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk. Ég held að við verðum gera ráð fyrir að það geti gosið hvenær sem er.“ Benedikt segir líkur á að virknin muni færast yfir í nærliggjandi goskerfi þegar virknin klárast í Svartsengiskerfinu – sem hann raunar telur að styttist í – og þá þurfi Almannavarnir að vera við öllu búnar. „Mögulega getum við fengið að sjá, eftir einhver misseri, mánuði, ár eða jafnvel áratugi að einhver önnur eldstöð verði virk. Við getum verið að tala um Reykjanes, það er að segja Reykjanestá, gæti verið Eldvörp, Krýsuvík eða einhver önnur jafnvel austar. Við vitum það ekki og við höfum enga leið til að spá fyrir um hvað sé næst eða hvenær.“ Versta sviðsmyndin – þó ólíkleg sé – væri virkni í Krýsuvík því hún er næst höfuðborgarsvæðinu. „Við erum ekki að tala um gos innan höfuðborgarsvæðisins en það geta verið sprunguhreyfingar það eru þekktar spurngur sem liggja í gegnum hluta af því svæði og það eru hraun inni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki líklegt en þetta er samt möguleiki.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira