Það var snemma ljóst hvort liðið væri tilbúnar í slaginn en gestirnir í Magdeburg leiddu oftar en einu sinni með sjö mörkum í leiknum. Góður endasprettur heimamanna minnkaði muninn niður í fjögur mörk, lokatölur 26-30.
Ómar Ingi var markahæstur í liði Magdeburgar með sex mörk á meðan Gísli Þorgeir skoraði fjögur og gaf eina stoðsendingu. Hjá heimamönnum skoraði Haukur Þrastarson eitt mark og gaf eina stoðsendingu.
Síðari leikur liðanna fer fram í næstu viku. Sigurvegarinn í einvíginu mætir Íslendingaliði Veszprém í 8-liða úrslitum.