Erlent

Sænskur blaða­maður hand­tekinn í Tyrk­landi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Joakim Medin var á leið til Tyrklands til að fjalla um mótmælin sem eru nú í gangi.
Joakim Medin var á leið til Tyrklands til að fjalla um mótmælin sem eru nú í gangi. EPA

Joakim Medin, blaðamaður hjá dagblaðinu Dagens ETC, hefur verið handtekinn í Tyrklandi. Hann ferðaðist til landsins til að fjalla um fjölmenn mótmæli þarlendis.

„Ég hef ekki fengið neinar vísbendingar um lífsmörk,“ segir Andreas Gustavsson, ritstjóri Dagens ETC, í samtali við sænska ríkisútvarpið.

Medin er bæði rithöfundur og blaðamaður en hann hefur fjallað um Tyrkland í mörg ár. Fyrir tíu árum var hann handtekinn í Sýrlandi og var í einangrun í viku.

Einu skilaboðin sem Medin hefur sent á Gustavsson var þegar hann lenti á hádegi í Tyrklandi. Þar stóð að hann væri á leið í yfirheyrslu.

 „Við tökum því alltaf alvarlega þegar blaðamenn eru sviptir frelsi sínu. Okkur er kunnugt að sænskur blaðamaður var sviptur frelsi sínu í tengslum við komuna til Tyrklands. Aðalræðisskrifstofan í Istanbúl á í samskiptum við yfirvöld á svæðinu,“ segir Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svíþjóðar, í umfjöllun SVT.

Mótmælin hófust í Tyrklandi þann 19. mars í kjölfar handtöku Ekrem İmamoğlu, borgarstjóra Istanbúl. İmamoğlu er sagður helsti andstæðingur Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands.  İmamoğlu hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, sakaður um spillingu af yfirvöldum. Yfir 1100 manns hafa verið handteknir vegna mótmælanna og að minnsta kosti tíu blaðamenn. 


Tengdar fréttir

Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi

Yfir 1.100 manns hafa verið handteknir í Tyrklandi frá því að gríðarleg mótmæli brutust út í landinu 19. mars síðastliðinn, í kjölfar handtöku Ekrem İmamoğlu. Að minnsta kosti tíu blaðamann voru handteknir í Istanbul og Izmir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×