Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2025 07:32 Gjert Ingebrigtsen er sakaður um að hafa beitt börn sín ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu. Á leynilegri upptöku sakaði norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen syni sína um að eyðileggja mannorð sitt. Réttarhöldin yfir Gjert héldu áfram í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, tvöfalda Ólympíumeistarann Jakob, og dóttur sína, Ingrid, ofbeldi þegar þau voru yngri. Jakob og bræður hans ráku Gjert sem þjálfara sinn og slitu á samskipti við hann eftir að hann sló Ingrid með blautu handklæði fyrir þremur árum. Í gær var innihald leynilegrar upptöku af samtali Gjerts við syni sína til umfjöllunar fyrir rétti. Gjert sakar þar syni sína um fullkomið mannorðsmorð. Samtalið, sem var níutíu mínútna langt, átti sér stað viku eftir að hann átti að hafa slegið Ingrid með handklæðinu. Henrik, sonur Gjerts, tók samtalið upp án vitneskju föður síns. „Þú hefur rekið mig sem þjálfara, afneitað okkur sem foreldrum og ert að framkvæma fullkomið mannorðsmorð í ofanálag. Þú eyðir því sem við höfum unnið að með einu pennastriki. Og þá fer síðasti tekjumöguleiki minn út um gluggann,“ sagði Gjert meðal annars í samtalinu. Gjert var einnig afar ósáttur með að hafa verið tilkynntur til barnaverndar. „Þetta fólk vill draga mig niður til vítis. Það ætlar að rústa mér sem manneskju,“ sagði Gjert en Henrik svaraði að synirnir hefðu ekki átt neinna annarra kosta völ en að grípa til aðgerða eftir að hann sló Ingrid. „Ég hef ekki gert nógu mörg mistök til að eiga skilið að vera rekinn sem þjálfari strákanna minna,“ sagði Gjert einnig og sagðist jafnframt aldrei hafa átt von á því að synir hans myndu gera honum svona lagað. Verði Gjert fundinn sekur gæti hann fengið allt að sex ára fangelsisdóm. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí. Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Rétthöld yfir norska hlaupaþjálfaranum Gjert Ingebrigtsen héldu áfram í dag en börn hans stigu fram árið 2022 og bera hann þungum sökum, að hann hafi um árabil beitt þau bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. mars 2025 19:30 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum með að anda eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín lét Gjert Ingebrigtsen dóttur sína, Ingrid, halda áfram að hlaupa. 28. mars 2025 07:30 Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína í andlitið þegar hún var barn. Þetta var meðal þess sem kom fram á þriðja degi réttarhaldanna yfir Gjert. 27. mars 2025 07:31 Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. 26. mars 2025 07:29 Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið. 25. mars 2025 07:03 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Réttarhöldin yfir Gjert héldu áfram í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, tvöfalda Ólympíumeistarann Jakob, og dóttur sína, Ingrid, ofbeldi þegar þau voru yngri. Jakob og bræður hans ráku Gjert sem þjálfara sinn og slitu á samskipti við hann eftir að hann sló Ingrid með blautu handklæði fyrir þremur árum. Í gær var innihald leynilegrar upptöku af samtali Gjerts við syni sína til umfjöllunar fyrir rétti. Gjert sakar þar syni sína um fullkomið mannorðsmorð. Samtalið, sem var níutíu mínútna langt, átti sér stað viku eftir að hann átti að hafa slegið Ingrid með handklæðinu. Henrik, sonur Gjerts, tók samtalið upp án vitneskju föður síns. „Þú hefur rekið mig sem þjálfara, afneitað okkur sem foreldrum og ert að framkvæma fullkomið mannorðsmorð í ofanálag. Þú eyðir því sem við höfum unnið að með einu pennastriki. Og þá fer síðasti tekjumöguleiki minn út um gluggann,“ sagði Gjert meðal annars í samtalinu. Gjert var einnig afar ósáttur með að hafa verið tilkynntur til barnaverndar. „Þetta fólk vill draga mig niður til vítis. Það ætlar að rústa mér sem manneskju,“ sagði Gjert en Henrik svaraði að synirnir hefðu ekki átt neinna annarra kosta völ en að grípa til aðgerða eftir að hann sló Ingrid. „Ég hef ekki gert nógu mörg mistök til að eiga skilið að vera rekinn sem þjálfari strákanna minna,“ sagði Gjert einnig og sagðist jafnframt aldrei hafa átt von á því að synir hans myndu gera honum svona lagað. Verði Gjert fundinn sekur gæti hann fengið allt að sex ára fangelsisdóm. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí.
Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Rétthöld yfir norska hlaupaþjálfaranum Gjert Ingebrigtsen héldu áfram í dag en börn hans stigu fram árið 2022 og bera hann þungum sökum, að hann hafi um árabil beitt þau bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. mars 2025 19:30 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum með að anda eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín lét Gjert Ingebrigtsen dóttur sína, Ingrid, halda áfram að hlaupa. 28. mars 2025 07:30 Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína í andlitið þegar hún var barn. Þetta var meðal þess sem kom fram á þriðja degi réttarhaldanna yfir Gjert. 27. mars 2025 07:31 Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. 26. mars 2025 07:29 Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið. 25. mars 2025 07:03 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Rétthöld yfir norska hlaupaþjálfaranum Gjert Ingebrigtsen héldu áfram í dag en börn hans stigu fram árið 2022 og bera hann þungum sökum, að hann hafi um árabil beitt þau bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. mars 2025 19:30
Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum með að anda eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín lét Gjert Ingebrigtsen dóttur sína, Ingrid, halda áfram að hlaupa. 28. mars 2025 07:30
Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína í andlitið þegar hún var barn. Þetta var meðal þess sem kom fram á þriðja degi réttarhaldanna yfir Gjert. 27. mars 2025 07:31
Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. 26. mars 2025 07:29
Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið. 25. mars 2025 07:03