Enski boltinn

Haaland flúði Manchester borg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Braut Haaland meiddist illa á ökkla og verður ekki með Manchester City á næstunni. Hann var líka fljótur koma sér í burtu frá Manchester borg.
Erling Braut Haaland meiddist illa á ökkla og verður ekki með Manchester City á næstunni. Hann var líka fljótur koma sér í burtu frá Manchester borg. Getty/ Charlotte Wilson

Norski framherjinn Erling Braut Haaland er meiddur og verður ekki með liði sínu Manchester City næstu vikurnar. Hann ætlar hins vegar ekki að eyða tíma sínum með liðsfélögum sínum í City því norska stórstjarnan hefur nú flúið Manchester.

Manchester Evening News sagði frá ákvörðun Haaland og sýndi myndir af Haaland og kærustu hans, Isabel Haugseng Johansen, í sólinni á Marbella á Spáni.

Haaland kann greinilega vel að meta Marbella því norska landsliðið var þar í æfingabúðum fyrir aðeins nokkrum dögum.

Hann á einnig lúxusvillu á þessum stað á suður Spáni og er þar oft þegar hann fær frí frá fótboltanum,.

Á myndunum má sjá Haaland ganga um með hækju en hann er ekki lengur í göngugifsinu.

Haaland og Johansen urðu foreldrar í lok síðasta árs en barnið þeirra var hvergi sjáanlegt á þessum myndum.

Haaland meiddist á ökkla í bikarleik á móti Bournemouth um síðustu helgi. Manchester City segir að hann verði frá keppni í fimm til sjö vikur. Hann gæti því náð að spila með norska landsliðinu á móti Ítalíu í júní og með Manchester City í heimsmeistarakeppni félagsliða í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×