Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Lovísa Arnardóttir skrifar 6. apríl 2025 11:48 Mikill viðbúnaður er á vettvangi. Vísir/Getty Eins karlmanns er nú leitað í smábænum Weitefeld í kjölfar þess að tveir karlmenn og ein kona fundust látin. Lögregla hefur ráðlagt íbúum í Westerfald-héraði að halda sig heima og að taka ekki neinn ókunnugan upp í bíl sinn. Um 2.200 íbúar búa í Weitefeld. Samkvæmt frétt þýska miðilsins Bild hljóp einn út úr húsinu þar sem líkin fundust þegar lögregla kom á vettvang. Ekki er búið að birta neinar upplýsingar um þau látnu en samkvæmt frétt Bild var hringt í neyðarlínu klukkan 3:45 að staðartíma. Lögregla heyrði öskur þegar hringt var í neyðalínuna. „Símtal barst í neyðarlínuna í morgun klukkan 3.45 um að ofbeldisfullur glæpur hefði verið framinn á heimili hér í Weitefeld. Samstarfsfólk okkar fann þrjá einstaklinga látna á vettvangi. Þegar við nálguðumst húsið flúði einn. Það er manneskjan sem við erum að leita að,“ segir Jürgen Fachinger, talsmaður lögreglunnar í Weitefeld, í frétt Bild. Þrjú fundust látin í morgun í smábænum. Ekki liggur fyrir hvort fólkið er tengt fjölskylduböndum. Vísir/Getty Atvikið átti sér stað á heimili einnar fjölskyldu. Ekki hefur verið útilokað að sá sem leitað er að búi á heimilinu. „Fórnarlömbin eru tveir karlmenn og ein kona. Það eru merki um að byssu og eggvopni hafi verið beitt,“ segir Fachinger. Stöðva alla bíla Samkvæmt frétt Bild er lögregla á vettvangi og þyrla lögreglunnar notuð til að leita að einstaklingum sem flúðu húsið. Þá hefur lögregla einnig sett upp tálma og leitar í öllum bílum sem fara inn og út úr bænum. Haft er eftir Karl-Heinz Keßle, bæjarstjóra Weitefeld, í frétt Bild að íbúar séu í áfalli. „Þú átt ekki von á einhverju svona. Við erum mjög sorgmædd.“ Þýskaland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Samkvæmt frétt þýska miðilsins Bild hljóp einn út úr húsinu þar sem líkin fundust þegar lögregla kom á vettvang. Ekki er búið að birta neinar upplýsingar um þau látnu en samkvæmt frétt Bild var hringt í neyðarlínu klukkan 3:45 að staðartíma. Lögregla heyrði öskur þegar hringt var í neyðalínuna. „Símtal barst í neyðarlínuna í morgun klukkan 3.45 um að ofbeldisfullur glæpur hefði verið framinn á heimili hér í Weitefeld. Samstarfsfólk okkar fann þrjá einstaklinga látna á vettvangi. Þegar við nálguðumst húsið flúði einn. Það er manneskjan sem við erum að leita að,“ segir Jürgen Fachinger, talsmaður lögreglunnar í Weitefeld, í frétt Bild. Þrjú fundust látin í morgun í smábænum. Ekki liggur fyrir hvort fólkið er tengt fjölskylduböndum. Vísir/Getty Atvikið átti sér stað á heimili einnar fjölskyldu. Ekki hefur verið útilokað að sá sem leitað er að búi á heimilinu. „Fórnarlömbin eru tveir karlmenn og ein kona. Það eru merki um að byssu og eggvopni hafi verið beitt,“ segir Fachinger. Stöðva alla bíla Samkvæmt frétt Bild er lögregla á vettvangi og þyrla lögreglunnar notuð til að leita að einstaklingum sem flúðu húsið. Þá hefur lögregla einnig sett upp tálma og leitar í öllum bílum sem fara inn og út úr bænum. Haft er eftir Karl-Heinz Keßle, bæjarstjóra Weitefeld, í frétt Bild að íbúar séu í áfalli. „Þú átt ekki von á einhverju svona. Við erum mjög sorgmædd.“
Þýskaland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira