Sport

Dag­skráin í dag: Risa­slagir í Meistara­deildinni á­samt Bónus deild kvenna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hvað gera Kylian Mbappé og félagar í Real Madríd gegn Arsenal?
Hvað gera Kylian Mbappé og félagar í Real Madríd gegn Arsenal? Aitor Alcalde/Getty Images

Það er svo sannarlega nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu fara af stað og svo er Bónus deild kvenna í körfubolta á sínum stað.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.20 er leikur Hauka og Grindavíkur í Bónus deild kvenna á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.25 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 18.50 færum við okkur til Þýskalands þar sem Bayern München mætir Inter. Klukkan 21.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá Keflavík þar sem heimakonur mæta Tindastól í Bónus deild kvenna.

Vodafone Sport

Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá Emirates-vellinum í Lundúnum þar sem heimamenn í Arsenal mæta Evrópumeisturum Real Madríd.

Klukkan 23.05 er leikur Sabres og Hurricanes í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×