Sport

Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Octavio Dotel er hér í leik með St. Louis Cardinals.
Octavio Dotel er hér í leik með St. Louis Cardinals. vísir/getty

Tæplega 100 manns létust í harmleiknum í Dóminíkanska lýðveldinu í gær er þakið á goðsagnakenndum næturklúbbi hrundi yfir gesti klúbbsins.

Þeirra á meðal voru þeir Octavio Dotel og Tony Blanco en þeir léku báðir í bandarísku hafnaboltadeildinni, MLB, á sínum tíma. Dotel var 51 árs en Blanco 43 ára.

Hátt í 200 eru slasaðir og tala látinna gæti því hækkað. Ekki liggur fyrir hvað olli því að þakið hrundi. Fjöldi þekktra einstaklinga var þar á merengue tónleikum. Íþróttamenn, stjórnmálamenn og tónlistarfólk þar á meðal.

„MLB-deildin er harmi slegin að heyra af andláti þeirra Dotel og Blanco sem og allra annarra sem létu lífið. Við sendum öllum samúðarkveðjur,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Rob Manfred, yfirmanns deildarinnar.

„Tengslin á milli MLB og Dómíníkanska lýðveldisins hefur alltaf verið sterk og við hugsum til allra leikmannanna frá landinu í dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×