Enski boltinn

Hörð keppni um Delap í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liam Delap fagnar marki.
Liam Delap fagnar marki. getty/Bradley Collyer

Þótt allar líkur séu á því að Ipswich Town falli úr ensku úrvalsdeildinni leikur Liam Delap, markahæsti leikmaður liðsins, líklega áfram í henni.

Delap hefur skorað tólf mörk í ensku úrvalsdeildinni og vakið athygli fyrir frammistöðu sína.

Manchester United og Chelsea hafa áhuga á leikmanninum og Everton hefur nú bæst í þann hóp samkvæmt The Sun.

Í samningi Delaps er ákvæði um að félög geti keypt hann fyrir þrjátíu milljónir punda ef Ipswich fellur.

Ipswich keypti Delap frá Manchester City í sumar. Delap lék sex leiki fyrir City en var lánaður til Stoke City, Preston og Hull City á tíma sínum hjá Manchester-liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×