„Það er eitthvað við það að vera hérna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2025 14:30 Hlíðarfjall trekkir að og Akureyri iðar af lífi. Vísir/Tryggvi Yfir tvö þúsund manns renndu sér niður brekkur Hlíðarfjalls í gær, og búist er við sama fjölda í dag. Rekstrarstjóri segir færið á barmi fullkomnunar. Það styttist í að skíðatímabilinu ljúki. Páskahelgin er venju samkvæmt ein stærsta skíðahelgi ársins í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Þúsundir manna streyma norður úr bænum, margir hverjir til að skíða en skíðatímabilinu í Bláfjöllum er lokið. Það styttist í að brekkur Hlíðarfjalls loki einnig, og því fer hver að verða síðastur til að koma sér á skíði þennan veturinn. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir helgina hafa farið vel af stað. „Ég gæti ekki beðið um meira. Þetta er bara æðislegt. Allar lyftur opnar, allar brekkur opnar, snjór í öllum brekkum, bærir ekki vind á svæðinu, heiðskírt og sól,“ segir Brynjar Helgi. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Skjáskot Þetta er hið fullkomna skíðaveður? „Já, það má alveg segja það. Það er búið að vera frost á næturnar þannig brekkurnar eru að halda sér vel. Þó við séum vön því að vera með meiri snjó þá eru allar brekkur í góðu ásigkomulagi.“ Rúmlega tvö þúsund manns mættu í gær og svipaður fjöldi, ef ekki meiri, verður í brekkunum í dag. Þá verður dagskrá fyrir fjölskyldur. „Það er páskaeggjamót, DJ í fjallinu og svo verður Aron Can með tónleika,“ segir Brynjar Helgi. Hann telur marga ekki hafa búist við sérstaklega góðu færi þessa páskana, svo fólk sé afar ánægt með útkomuna. „Þetta verður bara geggjuð stemning. Þótt fólk sé ekki endilega að koma að skíða, þá er fólk duglegt að koma og fara með barnið á sleða í Töfrateppinu eða bara að vera hérna í kring og njóta stemningarinnar og andrúmsloftið. Það er eitthvað við það að vera hérna í góðu veðri og fólk er komið til að njóta og hafa gaman,“ segir Brynjar Helgi. Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Páskahelgin er venju samkvæmt ein stærsta skíðahelgi ársins í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Þúsundir manna streyma norður úr bænum, margir hverjir til að skíða en skíðatímabilinu í Bláfjöllum er lokið. Það styttist í að brekkur Hlíðarfjalls loki einnig, og því fer hver að verða síðastur til að koma sér á skíði þennan veturinn. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir helgina hafa farið vel af stað. „Ég gæti ekki beðið um meira. Þetta er bara æðislegt. Allar lyftur opnar, allar brekkur opnar, snjór í öllum brekkum, bærir ekki vind á svæðinu, heiðskírt og sól,“ segir Brynjar Helgi. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Skjáskot Þetta er hið fullkomna skíðaveður? „Já, það má alveg segja það. Það er búið að vera frost á næturnar þannig brekkurnar eru að halda sér vel. Þó við séum vön því að vera með meiri snjó þá eru allar brekkur í góðu ásigkomulagi.“ Rúmlega tvö þúsund manns mættu í gær og svipaður fjöldi, ef ekki meiri, verður í brekkunum í dag. Þá verður dagskrá fyrir fjölskyldur. „Það er páskaeggjamót, DJ í fjallinu og svo verður Aron Can með tónleika,“ segir Brynjar Helgi. Hann telur marga ekki hafa búist við sérstaklega góðu færi þessa páskana, svo fólk sé afar ánægt með útkomuna. „Þetta verður bara geggjuð stemning. Þótt fólk sé ekki endilega að koma að skíða, þá er fólk duglegt að koma og fara með barnið á sleða í Töfrateppinu eða bara að vera hérna í kring og njóta stemningarinnar og andrúmsloftið. Það er eitthvað við það að vera hérna í góðu veðri og fólk er komið til að njóta og hafa gaman,“ segir Brynjar Helgi.
Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira