Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. apríl 2025 08:54 Vance og fjölskylda vörðu föstudeginum langa í Róm. Páfagarður Varaforseti Bandaríkjanna átti í skoðanaskiptum við ráðuneytisstjóra og hægri hönd páfa í Páfagarði í gær. Þeir ræddu stöðuna í alþjóðamálunum og stefnu Bandaríkjastjórnar í málum innflytjenda og hælisleitenda. J.D. Vance varaforseti fór á fund Pietro Parolin ráðuneytisstjóra og Paul Gallagher erkibiskups og utanríkisráðherra Páfagarðs í gærmorgun. Í tilkynningu frá Páfagarði í tilefni af heimsókninni kemur fram að samtalið hafi verið vinalegt og að fulltrúar Páfagarðs hafi tjáð ánægju sína með gott samband ríkjanna og staðfestu Bandaríkjastjórnar í því að standa vörð um trúfrelsi. „Það voru skoðanaskipti á sviði alþjóðamála, sérstaklega varðandi stríðshrjáð lönd, spennu í stjórnmálunum og alvarlegt mannúðarástand, með sérstaka áherslu á innflytjendur, flóttafólk og fanga,“ segir í tilkynningu frá Páfagarði. „Loks var tjáð von um farsælt samstarf ríkisins og kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum en dýrmæt þjónusta hennar í þágu þeirra sem sárast eiga um að binda var viðurkennd,“ segir svo. Nýkaþólikki sem deilir við páfann J.D. Vance varaforseti snerist til kaþólskrar trúar árið 2019 og er hluti af hópi nýkaþólikka sem er af sumum álitinn afturhaldssamur. Hann hefur átt í deilum bæði í riti og orði kveðnu við sjálfan páfann. Frans páfi gagnrýndi meðal annars áætlanir Bandaríkjastjórnar Donalds Trump um það sem hann kallar umfangsmestu brottvísanir Bandaríkjasögu. Bandaríkjastjórn hefur vísað á annað hundrað Venesúelamönnum úr landi brott á grunni herlaga frá tímum Frelsisstríðsins sem hún telur að séu hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Páfi lýsti því yfir að með aðgerðum sínum svipti Bandaríkjastjórn þessa menn sæmd sinni. Hann vék máli sínu að Vance varaforseta persónulega þar sem hann virtist nota kaþólska trú sína til að réttlæta aðgerðir sínar. Ósammála páfanum um túlkun sína á heilögum Ágústínusi Vance hefur rökstutt stefnu stjórnarinnar í málefnum innflytjenda með því að vísa í kirkjuföðurinn heilagan Ágústínus frá Hippó og hugmynd hans um stigveldi kærleiks eða ordo amoris. Vance virðist af samfélagsmiðlafærslum að dæma skilja hugmyndina sem stigveldi kærleiks frá fjölskyldu og nærsamfélagi og sem fer minnkandi út á við. Í bréfi páfa dagsettu tíunda febrúar virðist hann gagnrýna skilning Vance á ritum kirkjuföðurins. „Kristinn kærleikur er ekki sammiðja útvíkun hagsmuna sem nær smátt og smátt til annarra einstaklinga og hópa. Hið sanna stigveldi kærleiks sem verður að efla er það sem við finnum með því að leiða dæmisöguna um miskunnsama Samverjann stöðugt fyrir okkur, það er að segja með því að hugleiða kærleikann sem byggir upp bræðralag sem opið er öllum, án undantekninga,“ sagði páfinn. J.D. Vance gekkst við því að sem nýkaþólikki sé hann ekki með öll smáatriði trúarinnar á hreinu en stóð fast á sínu. Bandaríkin Páfagarður Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
J.D. Vance varaforseti fór á fund Pietro Parolin ráðuneytisstjóra og Paul Gallagher erkibiskups og utanríkisráðherra Páfagarðs í gærmorgun. Í tilkynningu frá Páfagarði í tilefni af heimsókninni kemur fram að samtalið hafi verið vinalegt og að fulltrúar Páfagarðs hafi tjáð ánægju sína með gott samband ríkjanna og staðfestu Bandaríkjastjórnar í því að standa vörð um trúfrelsi. „Það voru skoðanaskipti á sviði alþjóðamála, sérstaklega varðandi stríðshrjáð lönd, spennu í stjórnmálunum og alvarlegt mannúðarástand, með sérstaka áherslu á innflytjendur, flóttafólk og fanga,“ segir í tilkynningu frá Páfagarði. „Loks var tjáð von um farsælt samstarf ríkisins og kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum en dýrmæt þjónusta hennar í þágu þeirra sem sárast eiga um að binda var viðurkennd,“ segir svo. Nýkaþólikki sem deilir við páfann J.D. Vance varaforseti snerist til kaþólskrar trúar árið 2019 og er hluti af hópi nýkaþólikka sem er af sumum álitinn afturhaldssamur. Hann hefur átt í deilum bæði í riti og orði kveðnu við sjálfan páfann. Frans páfi gagnrýndi meðal annars áætlanir Bandaríkjastjórnar Donalds Trump um það sem hann kallar umfangsmestu brottvísanir Bandaríkjasögu. Bandaríkjastjórn hefur vísað á annað hundrað Venesúelamönnum úr landi brott á grunni herlaga frá tímum Frelsisstríðsins sem hún telur að séu hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Páfi lýsti því yfir að með aðgerðum sínum svipti Bandaríkjastjórn þessa menn sæmd sinni. Hann vék máli sínu að Vance varaforseta persónulega þar sem hann virtist nota kaþólska trú sína til að réttlæta aðgerðir sínar. Ósammála páfanum um túlkun sína á heilögum Ágústínusi Vance hefur rökstutt stefnu stjórnarinnar í málefnum innflytjenda með því að vísa í kirkjuföðurinn heilagan Ágústínus frá Hippó og hugmynd hans um stigveldi kærleiks eða ordo amoris. Vance virðist af samfélagsmiðlafærslum að dæma skilja hugmyndina sem stigveldi kærleiks frá fjölskyldu og nærsamfélagi og sem fer minnkandi út á við. Í bréfi páfa dagsettu tíunda febrúar virðist hann gagnrýna skilning Vance á ritum kirkjuföðurins. „Kristinn kærleikur er ekki sammiðja útvíkun hagsmuna sem nær smátt og smátt til annarra einstaklinga og hópa. Hið sanna stigveldi kærleiks sem verður að efla er það sem við finnum með því að leiða dæmisöguna um miskunnsama Samverjann stöðugt fyrir okkur, það er að segja með því að hugleiða kærleikann sem byggir upp bræðralag sem opið er öllum, án undantekninga,“ sagði páfinn. J.D. Vance gekkst við því að sem nýkaþólikki sé hann ekki með öll smáatriði trúarinnar á hreinu en stóð fast á sínu.
Bandaríkin Páfagarður Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira