Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Hjörvar Ólafsson skrifar 24. apríl 2025 21:04 Ásbjörn Friðriksson stóð svo sannarlega fyrir sínu í þessum leik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT FH er enn á lífi í rimmu sinni við Fram eftir sannfærandi sigur Hafnarfjarðarliðsins í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 36-20 FH í vil og staðan er þar með 2-1 í viðureign liðanna. Frammarar voru 2-0 yfir í einvígi liðanna fyrir þennan leik og FH-ingar, sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar, þar af leiðandi með bakið upp að veggnum. Leikmenn FH voru greinilega staðráðnir í það að fara ekki í snemmbúið sumarfrí á sumardaginn fyrsta. FH fór mun betur af stað í leiknum en staðan var 8-4 heimamönnum í vil eftir rúmlega tíu mínútna leik. Það var fyrirliðinn Ásbjörn Friðriksson sem var í broddi fylkingar hjá FH-liðinu í þessari góðu byrjun en hann skoraði fimm af fyrst átta mörkum liðsins. Ólafi Gústafssyni var vísað af velli með rauðu spjaldi um miðjan fyrri hálfleik fyrir að slá í höfuð Reynir Þórs Stefánssonar. Ólafur hafði verið að spila góða vörn þar til honum var vikið af velli og því var þetta skarð fyrir skildi fyrir FH-liðið. Fjarvera Ólafs hafði þó ekki slæm áhrif áhrif heldur tvíefldust þeir leikmenn sem fylltu skarð hans í hjarta varnarinnar og FH var 14-7 yfir þegar skammt var eftir af fyrri hálfleiknum. Staðan var svo 18-9 fyrir FH í hálfleik og Ásbjörn kominn með átta mörk. Þá var Daníel Freyr Andrésson búinn að verja átta skot fyrir aftan þétta vörn FH-liðsins. Hálfleiksræða Einars Jónssonar og Haraldar Þorvarðarsonar náði ekki blása baráttuanda í brjóst gestanna úr Úlfarsárdalnum né tókst þeim að finna taktískar lausnir á þeim vandamálum sem voru til staðar. FH-ingar héldu áfram að leika við hvurn sinn fingur og auka muninn sem var þegar upp var staðið 16 mörk. Algjört skipbrot hjá Frömmurum sem eru þó enn 2-1 yfir í bardaganum um að tryggja sér farseðil í úrslitaeinvígið gegn Aftureldingu eða Val. Sigursteinn Arndal var sáttur við lærisveina sína. Vísir/Anton Brink Sigursteinn: Náðum að fínpússa sóknarleikinn „Mér fannst við spila sóknarleikinn vel í síðasta leik og það var ekki vandamálið í þeim leik. Við náðum svo að fínpússa ákveðin atriði í þessum leik og það small allt saman. Við náðum til að mynda að opna hlutina betur fyrir Ása og hann og allir þeir leikmenn sem spiluðu að þessu sinni voru frábærir,“ sagið Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, kátur. „Við vorum vel innstilltir frá fyrstu mínútu og náðum að spila hörkuvörn. Það sýndi kannski hversu einbeittir við vorum að það hafði ekki teljandi áhrif á okkur þegar Óli Gúst fær rauða spjaldið. Það stigu bara aðrir upp í hans stað og bættu við þeim auka prósentum sem þurftu í varnarleikinn eftir að hans naut ekki lengur við,“ sagði Sigursteinn enn fremur. „Við hleyptum þeim aldrei inn í leikinn sem er jákvætt og við kláruðum þetta fagmannlega. Þetta er hins vegar bara einn sigur og við megum ekki fara fram úr okkur þrátt fyrir frábæra frammistöðu. Við þurfum tvo sigra í viðbót og við ætlum okkar að sækja þá,“ sagið hann aukinheldur. „Það er alveg ljóst að Frammarar munu ekki eiga annan svona dag á sunnudaginn kemur og við þurfum að mæta af fullum krafti í þann leik til að jafna einvígið. Við þurfum á jafn góðum stuðningi að halda og við fengum í kvöld og ég hvet alla FH-inga til þess að mæta í Dalinn á sunnudaginn,“ sagði Sigursteinn um framhaldið. Einar: Hefðum þurft að spila eins og heimsmeistarar til að vinna „Þetta var leikur fram að lokum fyrri hálfleiks. Þá klúðurum við nokkrum dauðafærum í röð í stöðunni 14-9 og eftir það má segja við höfum kastað inn hvíta handklæðinu. Það var ákveðin andleg þreyt sem gerði vart við sig og það vantaði upp á hugarfarið til þess að koma okkur almennilega inn í leikinn aftur,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir að lokaflautan gall. „Þegar allt kemur til alls er bara einn leikur og það hefði ekkert endilega verið betra að tapa einu eftir hörkuleik. Við bara ýtum þessum leik frá okkur og núlltstillum okkur fyrir leikinn á sunnudaginn kemur. Við erum ennþá 2-1 yfir og þurfum bara einn vinning í viðbót. Staðan er því ennþá björt þrátt fyrir þungt kvöld,“ sagði Einar þar að auki. „Það var raunar þannig að við hefðum þurft að spila eins og heimsmeistarar til þess að hafa betur í þessum leik. Leikmenn FH fengu að komast upp með hluti í varnarleik sínum sem við fengum alls ekki hinu megin. Ég held að Magnús Öder hefði verið kominn með þrjú rauð spjöld ef hann hefði varist eins og FH-ingar gerðu að þessu sinni,“ sagði hann ósáttur. „Mér fannst leikurinn líka illa dæmdur þegar við unnum í síðasta leik þannig að ég er ekki að segja að við séum að vinna eða tapa út af dómgæslu. Ég er bara að kalla eftir því að fá samræmi í dómgæsluna og að við fáum að gæta jafnræðis í því hvernig við verjumst. En nú förum við aftur á móti bara að einbeita okkur að því að búa okkur undir leikinn á sunnudaginn,“ sagði hann um dómarapar leiksins. Einar Jónsson, þjálfari Fram, hafði ýmislegt við dómarapar kvöldsins að athuga. Vísir/Vilhelm Atvik leiksins Ásbjörn setti upp sýningu hér í upphafi leiksins og það var vintage Ásbjörn sem mætti til leiks að þessu sinni. Fyrirliðinn ætlaði ekki að láta sópa sér í sumarfrí á heimavelli sínum og liðsfélagar hans fylgdu fordæmi hans. Stjörnur og skúrkar Téður Ásbjörn var markahæstur hjá FH-liðinu með 10 mörk og Daníel Freyr varði 11 skot. Jón Bjarni Ólafsson var frábær á báðum endum vallarins en hann skoraði fjögur mörk og spilaði fanta góða vörn með Ágústi Birgissyni og þeim sem voru þar í kring. Dómarar leiksins Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svava Ólafur Pétursson dæmdu þennan leik vel og fá þeir sjö í einkunn fyrir störf sín. Stemming og umgjörð Stuðningsmenn FH voru líkt og leikmenn liðsins einbeittir í því að þessi sería myndi ekki klárast í kvöld og studdu lið sitt svo sannarlega vel. Allt frá upphafi til enda voru hvatnignarópin hávær og söngvarnir ómuðu. Olís-deild karla FH Fram
FH er enn á lífi í rimmu sinni við Fram eftir sannfærandi sigur Hafnarfjarðarliðsins í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 36-20 FH í vil og staðan er þar með 2-1 í viðureign liðanna. Frammarar voru 2-0 yfir í einvígi liðanna fyrir þennan leik og FH-ingar, sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar, þar af leiðandi með bakið upp að veggnum. Leikmenn FH voru greinilega staðráðnir í það að fara ekki í snemmbúið sumarfrí á sumardaginn fyrsta. FH fór mun betur af stað í leiknum en staðan var 8-4 heimamönnum í vil eftir rúmlega tíu mínútna leik. Það var fyrirliðinn Ásbjörn Friðriksson sem var í broddi fylkingar hjá FH-liðinu í þessari góðu byrjun en hann skoraði fimm af fyrst átta mörkum liðsins. Ólafi Gústafssyni var vísað af velli með rauðu spjaldi um miðjan fyrri hálfleik fyrir að slá í höfuð Reynir Þórs Stefánssonar. Ólafur hafði verið að spila góða vörn þar til honum var vikið af velli og því var þetta skarð fyrir skildi fyrir FH-liðið. Fjarvera Ólafs hafði þó ekki slæm áhrif áhrif heldur tvíefldust þeir leikmenn sem fylltu skarð hans í hjarta varnarinnar og FH var 14-7 yfir þegar skammt var eftir af fyrri hálfleiknum. Staðan var svo 18-9 fyrir FH í hálfleik og Ásbjörn kominn með átta mörk. Þá var Daníel Freyr Andrésson búinn að verja átta skot fyrir aftan þétta vörn FH-liðsins. Hálfleiksræða Einars Jónssonar og Haraldar Þorvarðarsonar náði ekki blása baráttuanda í brjóst gestanna úr Úlfarsárdalnum né tókst þeim að finna taktískar lausnir á þeim vandamálum sem voru til staðar. FH-ingar héldu áfram að leika við hvurn sinn fingur og auka muninn sem var þegar upp var staðið 16 mörk. Algjört skipbrot hjá Frömmurum sem eru þó enn 2-1 yfir í bardaganum um að tryggja sér farseðil í úrslitaeinvígið gegn Aftureldingu eða Val. Sigursteinn Arndal var sáttur við lærisveina sína. Vísir/Anton Brink Sigursteinn: Náðum að fínpússa sóknarleikinn „Mér fannst við spila sóknarleikinn vel í síðasta leik og það var ekki vandamálið í þeim leik. Við náðum svo að fínpússa ákveðin atriði í þessum leik og það small allt saman. Við náðum til að mynda að opna hlutina betur fyrir Ása og hann og allir þeir leikmenn sem spiluðu að þessu sinni voru frábærir,“ sagið Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, kátur. „Við vorum vel innstilltir frá fyrstu mínútu og náðum að spila hörkuvörn. Það sýndi kannski hversu einbeittir við vorum að það hafði ekki teljandi áhrif á okkur þegar Óli Gúst fær rauða spjaldið. Það stigu bara aðrir upp í hans stað og bættu við þeim auka prósentum sem þurftu í varnarleikinn eftir að hans naut ekki lengur við,“ sagði Sigursteinn enn fremur. „Við hleyptum þeim aldrei inn í leikinn sem er jákvætt og við kláruðum þetta fagmannlega. Þetta er hins vegar bara einn sigur og við megum ekki fara fram úr okkur þrátt fyrir frábæra frammistöðu. Við þurfum tvo sigra í viðbót og við ætlum okkar að sækja þá,“ sagið hann aukinheldur. „Það er alveg ljóst að Frammarar munu ekki eiga annan svona dag á sunnudaginn kemur og við þurfum að mæta af fullum krafti í þann leik til að jafna einvígið. Við þurfum á jafn góðum stuðningi að halda og við fengum í kvöld og ég hvet alla FH-inga til þess að mæta í Dalinn á sunnudaginn,“ sagði Sigursteinn um framhaldið. Einar: Hefðum þurft að spila eins og heimsmeistarar til að vinna „Þetta var leikur fram að lokum fyrri hálfleiks. Þá klúðurum við nokkrum dauðafærum í röð í stöðunni 14-9 og eftir það má segja við höfum kastað inn hvíta handklæðinu. Það var ákveðin andleg þreyt sem gerði vart við sig og það vantaði upp á hugarfarið til þess að koma okkur almennilega inn í leikinn aftur,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir að lokaflautan gall. „Þegar allt kemur til alls er bara einn leikur og það hefði ekkert endilega verið betra að tapa einu eftir hörkuleik. Við bara ýtum þessum leik frá okkur og núlltstillum okkur fyrir leikinn á sunnudaginn kemur. Við erum ennþá 2-1 yfir og þurfum bara einn vinning í viðbót. Staðan er því ennþá björt þrátt fyrir þungt kvöld,“ sagði Einar þar að auki. „Það var raunar þannig að við hefðum þurft að spila eins og heimsmeistarar til þess að hafa betur í þessum leik. Leikmenn FH fengu að komast upp með hluti í varnarleik sínum sem við fengum alls ekki hinu megin. Ég held að Magnús Öder hefði verið kominn með þrjú rauð spjöld ef hann hefði varist eins og FH-ingar gerðu að þessu sinni,“ sagði hann ósáttur. „Mér fannst leikurinn líka illa dæmdur þegar við unnum í síðasta leik þannig að ég er ekki að segja að við séum að vinna eða tapa út af dómgæslu. Ég er bara að kalla eftir því að fá samræmi í dómgæsluna og að við fáum að gæta jafnræðis í því hvernig við verjumst. En nú förum við aftur á móti bara að einbeita okkur að því að búa okkur undir leikinn á sunnudaginn,“ sagði hann um dómarapar leiksins. Einar Jónsson, þjálfari Fram, hafði ýmislegt við dómarapar kvöldsins að athuga. Vísir/Vilhelm Atvik leiksins Ásbjörn setti upp sýningu hér í upphafi leiksins og það var vintage Ásbjörn sem mætti til leiks að þessu sinni. Fyrirliðinn ætlaði ekki að láta sópa sér í sumarfrí á heimavelli sínum og liðsfélagar hans fylgdu fordæmi hans. Stjörnur og skúrkar Téður Ásbjörn var markahæstur hjá FH-liðinu með 10 mörk og Daníel Freyr varði 11 skot. Jón Bjarni Ólafsson var frábær á báðum endum vallarins en hann skoraði fjögur mörk og spilaði fanta góða vörn með Ágústi Birgissyni og þeim sem voru þar í kring. Dómarar leiksins Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svava Ólafur Pétursson dæmdu þennan leik vel og fá þeir sjö í einkunn fyrir störf sín. Stemming og umgjörð Stuðningsmenn FH voru líkt og leikmenn liðsins einbeittir í því að þessi sería myndi ekki klárast í kvöld og studdu lið sitt svo sannarlega vel. Allt frá upphafi til enda voru hvatnignarópin hávær og söngvarnir ómuðu.
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti