Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifar 27. apríl 2025 15:57 Blikar eru komnir á toppinn í Bestu deildinni eftir sigur á Vestra á Ísafirði. Vísir/Diego Breiðablik vann 0-1 sigur á Vestra á Kerecisvellinum í hörkuleik í Bestu deild karla í dag. Leikurinn var nokkuð jafn og spennandi frá fyrstu mínútu og var það ekki fyrr en seint í leiknum sem að Breiðablik skildi sig frá Vestra. Gestirnir frá Kópavogi byrjuðu leikinn með meiri krafti og réðu meira ferðinni í fyrri hálfleik, en Vestramenn voru að vanda vel skipulagðir í vörninni og náðu að halda aftur af sóknarmönnum Breiðabliks. Mikil barátta var í báðum liðum í seinni hálfleik þótt að heilt yfir væri Breiðablik sterkari og Vestramenn í skotgröfunum framan af. Það var svo á 71. mínútu sem að Höskuldur Gunnlaugsson kom boltanum í netið eftir frábæra sendingu frá Viktori Karli sem hafði leikið vel á Duah til að koma sér í góða stöðu fyrir fyrirgjöfina. Eftir markið þurfti Vestri að koma framar á völlinn og reyna sækja mark til að ná að jafna leikinn. Þeim tókst að setja nokkra pressu á Breiðablik sem vörðust vel og þrátt fyrir að eiga nokkur góð upplegg að þá hélt Anton Ari hreinu í dag og fóru því gestirnir heim í Kópavoginn með þrjú stig. Sigurinn tryggir Breiðabliki efsta sæti deildarinnar og Vestri búinn að tapa fyrsta leik tímabilsins. Atvik leiksins Auðvelta að segja markið sem Höskuldur skorar þar sem það skilur liðin að hérna í dag. Góður undirbúningur og vel klárað hjá Höskuldi. Stjörnur og skúrkar Óli Valur var hættulegur í dag. Á hrós skilið fyrir sinn leik hérna á Kerecisvellinum. Dómarar Það voru nokkur atriði í leiknum, t.d. vildu Vestramenn fá víti og rautt á Breiðablik ásamt nokkrum ákvörðunum sem hefðu alveg mátt fara öðruvísi. Heilt yfir ekki hræðilegir en hefðu mátt eiga aðeins betri dag.Arnór Sveinn: „Stoltur af strákunum sem spiluðu gegn frábæru liði“Mynd: BreiðablikArnór Sveinn var sáttur með leik sinna manna í viðtali eftir leik og sagði þá hafa sýnt mikla þolinmæði þegar kom að sóknarleiknum, en Vestramenn voru sterkir og agaðir eins og oft áður í varnarleik sínum. Arnór var þokkalega sáttur við varnarleik sinna manna. „Við vorum góðir í að undirbúa skyndisóknir þeirra sem þeir eru gríðarlega sterkir í.“„Það er óraunhæft í að adnstæðingurinn fái aldrei færi,“ sagði Arnór þegar hann var spurður út í þegar Vestri sóttu á þá og áttu mjög góðar fimm mínútur þar sem þeir lágu á blikum.Davíð Smári: „Bara gríðarlegar gríðarlega gríðarlega svekktur“Davíð Smári fylgist íbygginn með af hliðarlínunni.Vísir/AntonDavíð Smári var gríðarlega svekktur með úrslit leiksins eftir leik og leyndi því ekki.„Við vorum alltaf nálægt þessu, nálægt því að sleppa í gegn, nálægt því að sleppa í gegn og þeir náðu alltaf að rétt koma sér inn í boltana á þessum mómentum,“ sagði Davíð um tækifæri sinna manna í leiknum. Davíð kom svo einnig inn á að þeir hefðu átt að fá víti í fyrri hálfleik en hafði ekki meira um það að segja.„Mér finnst það bara segja ákveðið um okkur að við erum svekktir að tapa á móti Íslandsmeisturunum,“ en Vestramenn voru, eins og áður hefur verið ritað, að tapa sínum fyrsta leik á tímabilinu. Framundan séu leikir við ÍBV og Aftureldingu sem Davíð er spenntur fyrir.„Þessi strákar eru að leggja sig 110% fram fyrir samfélagið hérna fyrir vestan“ sagði Davíð, greinilega sáttur við baráttuna í sínum mönnum, þrátt fyrir úrslit leiksins. Besta deild karla Vestri Breiðablik
Breiðablik vann 0-1 sigur á Vestra á Kerecisvellinum í hörkuleik í Bestu deild karla í dag. Leikurinn var nokkuð jafn og spennandi frá fyrstu mínútu og var það ekki fyrr en seint í leiknum sem að Breiðablik skildi sig frá Vestra. Gestirnir frá Kópavogi byrjuðu leikinn með meiri krafti og réðu meira ferðinni í fyrri hálfleik, en Vestramenn voru að vanda vel skipulagðir í vörninni og náðu að halda aftur af sóknarmönnum Breiðabliks. Mikil barátta var í báðum liðum í seinni hálfleik þótt að heilt yfir væri Breiðablik sterkari og Vestramenn í skotgröfunum framan af. Það var svo á 71. mínútu sem að Höskuldur Gunnlaugsson kom boltanum í netið eftir frábæra sendingu frá Viktori Karli sem hafði leikið vel á Duah til að koma sér í góða stöðu fyrir fyrirgjöfina. Eftir markið þurfti Vestri að koma framar á völlinn og reyna sækja mark til að ná að jafna leikinn. Þeim tókst að setja nokkra pressu á Breiðablik sem vörðust vel og þrátt fyrir að eiga nokkur góð upplegg að þá hélt Anton Ari hreinu í dag og fóru því gestirnir heim í Kópavoginn með þrjú stig. Sigurinn tryggir Breiðabliki efsta sæti deildarinnar og Vestri búinn að tapa fyrsta leik tímabilsins. Atvik leiksins Auðvelta að segja markið sem Höskuldur skorar þar sem það skilur liðin að hérna í dag. Góður undirbúningur og vel klárað hjá Höskuldi. Stjörnur og skúrkar Óli Valur var hættulegur í dag. Á hrós skilið fyrir sinn leik hérna á Kerecisvellinum. Dómarar Það voru nokkur atriði í leiknum, t.d. vildu Vestramenn fá víti og rautt á Breiðablik ásamt nokkrum ákvörðunum sem hefðu alveg mátt fara öðruvísi. Heilt yfir ekki hræðilegir en hefðu mátt eiga aðeins betri dag.Arnór Sveinn: „Stoltur af strákunum sem spiluðu gegn frábæru liði“Mynd: BreiðablikArnór Sveinn var sáttur með leik sinna manna í viðtali eftir leik og sagði þá hafa sýnt mikla þolinmæði þegar kom að sóknarleiknum, en Vestramenn voru sterkir og agaðir eins og oft áður í varnarleik sínum. Arnór var þokkalega sáttur við varnarleik sinna manna. „Við vorum góðir í að undirbúa skyndisóknir þeirra sem þeir eru gríðarlega sterkir í.“„Það er óraunhæft í að adnstæðingurinn fái aldrei færi,“ sagði Arnór þegar hann var spurður út í þegar Vestri sóttu á þá og áttu mjög góðar fimm mínútur þar sem þeir lágu á blikum.Davíð Smári: „Bara gríðarlegar gríðarlega gríðarlega svekktur“Davíð Smári fylgist íbygginn með af hliðarlínunni.Vísir/AntonDavíð Smári var gríðarlega svekktur með úrslit leiksins eftir leik og leyndi því ekki.„Við vorum alltaf nálægt þessu, nálægt því að sleppa í gegn, nálægt því að sleppa í gegn og þeir náðu alltaf að rétt koma sér inn í boltana á þessum mómentum,“ sagði Davíð um tækifæri sinna manna í leiknum. Davíð kom svo einnig inn á að þeir hefðu átt að fá víti í fyrri hálfleik en hafði ekki meira um það að segja.„Mér finnst það bara segja ákveðið um okkur að við erum svekktir að tapa á móti Íslandsmeisturunum,“ en Vestramenn voru, eins og áður hefur verið ritað, að tapa sínum fyrsta leik á tímabilinu. Framundan séu leikir við ÍBV og Aftureldingu sem Davíð er spenntur fyrir.„Þessi strákar eru að leggja sig 110% fram fyrir samfélagið hérna fyrir vestan“ sagði Davíð, greinilega sáttur við baráttuna í sínum mönnum, þrátt fyrir úrslit leiksins.