Veður

Hæg­fara lægð yfir landinu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Við erum ekki alveg jafn heppin með veður um helgina og síðustu helgi. Myndin er úr safni. 
Við erum ekki alveg jafn heppin með veður um helgina og síðustu helgi. Myndin er úr safni.  Vísir/Vilhelm

Víðáttumikil og hægfara lægð suðvestur af landinu stjórnar veðrinu næstu daga. Í dag spáir veðurfræðingur sunnan- og suðaustanátt, yfirleitt 5-10 m/s. Skýjað og væta öðru hverju sunnan- og vestanlands, en bjart á norðaustanverðu landinu.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er hita spáð 7-15 stigum, hlýjast norðaustantil. 

Þá verða ekki miklar breytingar á veðrinu á morgun, heldur hægari vindur en í dag og skúrir á víð og dreif, þó síst á Norður- og Austurlandi. Hiti á bilinu 6 til 12 stig yfir daginn.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag og mánudag:

Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og skúrir, en þurrt að kalla á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 6 til 12 stig yfir daginn.

Á þriðjudag:

Sunnan og suðaustan 5-13. Skýjað með köflum og að mestu þurrt, en fer að rigna sunnanlands um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:

Breytileg átt 8-15 og víða rigning. Hiti 2 til 8 stig. Norðlægari um kvöldið með slyddu, en úrkomulítið á sunnanverðu landinu.

Á fimmtudag:

Snýst í vestlæga átt og léttir víða til, en skýjað við vesturströndina. Hiti yfir daginn frá 3 stigum í innsveitum norðaustanlands, upp í 12 stig á Suðausturlandi.

Á föstudag:

Suðvestanátt og rigning, en úrkomulítið á Suðaustur- og Austurlandi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×