Fótbolti

„Þetta er fal­legasti klúbbur í heimi“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Liverpool FC v Tottenham Hotspur FC - Premier League LIVERPOOL, ENGLAND - APRIL 27: Virgil van Dijk of Liverpool celebrates the teams victory and confirmation of winning the Premier League title in the Premier League match between Liverpool FC and Tottenham Hotspur FC at Anfield on April 27, 2025 in Liverpool, England. (Photo by Carl Recine/Getty Images)
Liverpool FC v Tottenham Hotspur FC - Premier League LIVERPOOL, ENGLAND - APRIL 27: Virgil van Dijk of Liverpool celebrates the teams victory and confirmation of winning the Premier League title in the Premier League match between Liverpool FC and Tottenham Hotspur FC at Anfield on April 27, 2025 in Liverpool, England. (Photo by Carl Recine/Getty Images)

Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, sparaði ekki stóru orðin eftir að liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn í dag.

Liverpool þurfti í það minnsta jafntefli gegn Tottenham á Anfield í dag til að tryggja sér titilinn. Liðið gerði miklu meira en það.

Eftir að hafa lent 0-1 undir snemma leiks setti Liverpool í fluggírinn og tryggði sér Englandsmeistaratitilinn með 5-1 sigri á heimavelli gegn lánlausu liði Tottenham.

„Þetta er fallegasti klúbbur í heimi,“ sagði sigurreifur Van Dijk í viðtali í leikslok. 

„Við eigum þetta skilið. Við ætlum að njóta þessa næstu vikurnar og drekka þetta allt í okkur.“

Þetta er í annað skipti sem Liverpool vinnur ensku úrvalsdeildina, en liðið fagnaði titlinum einnig árið 2020. Þá reið kórónufaraldurinn yfir heimsbyggðina og engir áhorfendur voru leyfðir á vellinum.

„Ég vildi vinna þetta fyrir stuðningsmennina á vellinum og um allan heim. Fyrir okkur öll.“

Þrátt fyrir að Liverpool hafi aðeins unnið ensku úrvalsdeildina í tvígang hefur liðið orðið enskur meistari tuttugu sinnum í heildina. Einhverjir hafa þó gert lítið úr því að þetta sé aðeins annar Englandsmeistaratitill liðsins á 35 árum.

„Við erum búnir að vinna ensku úrvalsdeildina tvisvar á fimm árum,“ sagði stuttorður Van Dijk hins vegar að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×