Fótbolti

Sjáðu markið sem kom PSG í bíl­stjóra­sætið gegn Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ousmane Dembélé fagnar marki sínu gegn Arsenal.
Ousmane Dembélé fagnar marki sínu gegn Arsenal. getty/Aurelien Meunier

Aðeins eitt mark var skorað í fyrri leik Arsenal og Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Það gerði Ousmane Dembélé.

Leikurinn á Emirates var aðeins fjögurra mínútna gamall þegar PSG náði forystunni. Dembélé sendi boltann út til vinstri á Khvicha Kvaratskhelia sem fann Dembélé aftur við vítateigslínuna. Hann lét vaða og boltinn endaði í netinu.

Klippa: Arsenal 0-1 PSG

Þetta var 33. mark Dembélés fyrir PSG á tímabilinu en 25 þeirra hafa komið á þessu ári.

Bæði lið fengu tækifæri til að bæta við mörkum en allt kom fyrir ekki og lokatölur á Emirates því 0-1, PSG í vil.

PSG sló Liverpool út í sextán liða úrslitunum, Aston Villa í átta liða úrslitunum og getur nú hent þriðja enska liðinu úr keppni. Seinni leikur PSG og Arsenal fer fram á Parc des Princes eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×