Erlent

„Því­lík spenna og því­líkur heiður fyrir landið okkar“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Donald Trump er vægast sagt ánægður með kjör ný páfa, hins bandaríska Robert Francis Prevost.
Donald Trump er vægast sagt ánægður með kjör ný páfa, hins bandaríska Robert Francis Prevost. Getty

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það mikinn heiður að nýr páfi, Leó XIV, sé bandarískur og segist hann hlakka til að hitta hann.

Trump brást við fréttunum á sínum eigin miðli, Truth Social, eins og hann gerir gjarnan.

„Hamingjuóskir til Roberts Francis Prevost kardínála, sem var rétt í þessu gerður páfi. Það er þvílíkur heiður að komast að því að hann sé fyrsti bandaríski páfinn. Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar. Ég hlakka til að hitta Leó XIV páfa. Það verður mjög þýðingarmikið augnablik!“ skrifaði Trump í færslunni.

Vildi gjarnan verða páfi

Trump tjáð sig um páfakjörið í síðustu viku og sagðist hann gjarnan vilja verða næsti páfi. Þá grínaðist hann með að hann sjálfur væri sitt „fyrsta val“. 

Hann sagði líka að í New York væri kardináli sem honum þætti „mjög góður“ og átti þar sennilega við Timothy Dolan, erkibiskup í New York.

Nokkrum dögum síðar, 3. maí, birti hann síðan mynd af sér á samfélagsmiðlum klæddum páfaskrúða. Kaþólikkar sem og aðrir tóku misvel í uppátækið og þótti mörgum hann vanvirða minningu Frans páfa. Á myndinni sat hann í hásæti íklæddur páfaskrúða, með mítur á höfði og gullkross um hálsinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×