Innlent

Öku­menn í tékki á Suður­lands­vegi og Gríms­ey skelfur

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um nokkuð umfangsmikla lögregluaðgerð á Suðurlandsvegi þar sem ökumenn stórra ökutækja voru stöðvaðir og skoðað hvort allir væru með sína pappíra í lagi. 

Auk lögreglu voru fulltrúar frá Skattinum á staðnum.

Einnig verður rætt við íbúa í Grímsey en tveir stærstu skjálftar í áraraðir riðu yfir í grennd við eyjuna í gærnótt og í nótt. Eyjaskeggjar kippa sér þó ekki mikið upp við skjálftana og segja gósentíð í eyjunni nú um stundir.

Einnig fjöllum við áfram um mál lögreglustjórans á Suðurnesjum og heyrum í okkar manni í Basel sem er í skýjunum með VÆB bræður sem flugu inn í úrslit Eurovision í gærkvöldi.

Í sportpakka dagsins verður svo fjallað um körfuboltann en úrslitaeinvígi Tindastóls og Stjörnunar stendur nú sem hæst.

Klippa: Hádegisfréttir 14. maí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×