Fiskifræðingur fullyrðir að veiðiráðgjöf hafi lengi verið röng
Jón Kristjánsson fiskifræðingur um sjávarútveginn. Jón ræðir stöðuna í hafinu í kringum landið í kjölfar viðtals við Þorstein Sigurðsson forstjóra Hafró fyrir viku. Öfugt við Hafró telur Jón að fiskveiðistjórnunin og -ráðgjöfin hafi brugðist algjörlega og henni sé um að kenna hversu nytjastofnar minnka mikið.