Ljósmyndir verðlaunaðar
Ljósmynd Harðar Sveinssonar var í dag valin ljósmynd ársins 2022 af Blaðaljósmyndarafélagi Íslands sem veitti verðlaun í sjö flokkum. Auk Harðar hlutu Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, Heiða Helgadóttir, ljósmyndari Heimildarinnar og Hallur Karlsson verðlaun á athöfninni. Verðlaunaðar ljósmyndir ársins 2022 verða næstu fjórar vikur til sýnis í Listasafni Reykjavíkur ásamt hundrað annarra valinna mynda blaðaljósmyndara.