Sprungan orðin fjórir kílómetrar að lengd
Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá Almannavörnum fór í þyrluflug yfir eldgosasvæðið. Sprungan var orðin fjórir kílómetrar með miklum kvikustrókum. Hraunið rennur ekki í áttina til Grindavíkur en fylgjast þarf með því hvort sprunga fari að lengjast til suðurs.