Skoða að setja alla undir eitt þak
Til umræðu er innan ríkisstjórnarflokkanna að endurvekja áætlanir um byggingu húss fyrir alla viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu. Mygla hefur greinst í húsnæði margra viðbragðsaðila á síðustu mánuðum og segir þingmaður að við séum komin aldarfjórðung aftur í tímann.