Sindri Brjánsson ákærður fyrir tilraun til manndráp
Héraðssaksóknari hefur ákært Sindra Brjánsson fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. Honum er gefið að sök að hafa ítrekað lagt til annars manns með stunguvopni, stungið hann bæði í höfuð og búk, sparkað og slegið í hann, með þeim afleiðingum að hann hlaut samtals tíu stungusár í andlit og líkama og tvö aðskilin höfuðkúpubrot.