Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Hetjan Maddi­son: Er hérna til að skapa færi og skora mörk

„Það er alltaf erfitt að vera frá vegna meiðsla. Hvort sem það er einn leikur eða tíu, maður getur ekki beðið eftir að snúa aftur. Ég kom inn í leikinn með það hugarfar að ég ætlaði að gera gæfumuninn,“ sagði James Maddison, markaskorari Tottenham Hotspur í 1-0 sigrinum á Manchester United.

Enski boltinn
Fréttamynd

Juventus í Meistara­deildarsæti

Juventus vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Inter í síðasta leik dagsins í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans. Sigurinn þýðir að Juventus er komið í Meistaradeildarsæti á meðan Inter mistókst að komast á topp deildarinnar. 

Fótbolti
Fréttamynd

Mbappé syrgir tíu ára að­dáanda

Franska knattspyrnustjarnan Kylian Mbappé minntist unga aðdáandans Lorenzo, í færslu á samfélagsmiðlum, eftir að þessi 10 ára strákur lést síðasta miðvikudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, var hundóánægður vegna rauða spjaldsins sem enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham fékk í 1-1 jafnteflinu við Osasuna í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Hann segir dómarann ekki hafa skilið ensku nógu vel.

Fótbolti
Fréttamynd

Armstrong til Man United frá PSG

Marc Armstrong mun á næstu vikum ganga til liðs við Manchester United sem viðskiptafulltrúi enska knattspyrnufélagsins. Hann kemur frá París Saint-Germain þar sem hann var í svipuðu hlutverki.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Mundum hverjir við erum“

Pep Guardiola sagði sína menn í Manchester City hafa munað hverjir þeir væru í dag þegar Newcastle United kom í heimsókn. Lærisveinar Pep eru margfaldir Englandsmeistarar en það hefur ekki sést á frammistöðu liðsins til þessa á leiktíðinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Madrídar­liðin sáu rautt í jafn­teflum

Bæði Real og Atlético Madríd fengu rauð spjöld í leikjum sínum í La Liga, spænsku efstu deild karla í knattspyrnu í dag. Jafnframt gerðu bæði lið jafntefli í leikjum sínum. Þá lauk toppslag efstu deildar karla í Þýskalandi með markalausu jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Gott gengi Ever­ton undir stjórn Moyes heldur á­fram

Það virðist hafa verið algjört heillaskref fyrir Everton að ráða David Moyes sem stjóra félagsins á nýjan leik. Liðið vann góðan 2-1 útisigur á Crystal Palace og hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn