Sætur dauði! Vöruframboð í verslunum á Íslandi er allt annað í dag en fyrir tíu árum. Sætindi fá meira pláss í hillum verslananna. Af þessu leiða ýmis vandamál, svo sem mikil aukning áunnninnar sykursýki og sjúkdóma tengdum offitu. Þetta er meðal þess sem við skoðum í kvöld í fróðlegri úttekt Björns Þorlákssonar. Stöð 2 6. febrúar 2008 09:33
Ekkert svigrúm Febrúar er talinn erfiðasti mánuður fólks sem hefur lægstar tekjur í íslensku samfélagi. Margir leita ráða hjá Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna, en þar er stuðst við neyslutölur sem eru þrettán ára gamlar. Síðan í nóvember hefur Kompás fylgst með baráttu Guðrúnar Stellu Gunnarsdóttur öryrkja í baráttu við kerfið. Hún er afar ósátt við neyslutölur ráðgjafastofunnar. Stöð 2 6. febrúar 2008 09:27
Offita að aukast á Íslandi Offita er að verða alvarlegasta heilbrigðisvandamál Íslands. Áunnin sykursýki og ýmsir fleiri lífsstíls- og velmegunarsjúkdómar tengdir offitu, eru að brjóta þjóðina á bak aftur og horfir illa hjá komandi kynslóðum að óbreyttu. Því er spáð að í Bandaríkjunum verði lífslíkur barna bráðlega minni en hjá foreldrum þeirra vegna vandamála sem tengjast offitu. Kompás ræddi við hóp lækna um þyngdaraukningu Íslendinga og mein sem því fylgja. Öllum ber læknunum saman um að offita sé orðin að þjóðarmeini. Kompás er á dagskrá á kl: 21:50 á þriðjudögum á Stöð 2. Stöð 2 31. janúar 2008 16:58
Afhjúpun og eftirskjálftar Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, hefur verið ákærður fyrir kynferðislega misnotkun á fjórum konum. Þær voru allar illa farnar eftir áralanga fíkniefnaneyslu og voru í meðferð í Byrginu þegar meint brot voru framin. Við rifjum upp Byrgismálið og umræðurnar sem sköpuðust í samfélaginu þegar umdeildur Kompásþáttur greindi fyrst frá misnotkuninni og fjármálaóreiðunni. Kaffistofurnar loguðu og salir Alþingis ekki síður. Við ræðum við mæður þriggja stúlkna sem lögðu fram kærur á hendur Guðmundi. Og við skoðum hvernig kerfið aðstoðaði þessar stúlkur og fólkið sem kom úr Byrginu. Loforðin voru skýr, en hverjar voru efndirnar? Stöð 2 30. janúar 2008 09:57
Ábyrgð og efndir Þegar Byrginu var lokað brást fyrir marga síðasta haldreipið í harðvítugri baráttu þeirra við sinn andlega sjúkdóm. Á meðan var þrefað um pólitíska ábyrgð á Alþingi. Ráðherrar stigu loks fram og lofuðu úrræðum fyrir Byrgisfólkið en Kompás heyrir nú vitnisburð um að hið opinbera hafi brugðist hrapalega, ekki síst frá mæðrum þeirra stúlkna sem kærðu forstöðumanninn fyrir kynferðislega misbeitingu. Stöð 2 30. janúar 2008 09:54
Enn í rannsókn Guðmundur Jónsson er grunaður um stórfelld skattalagabrot og fjárdrátt upp á tugmilljónir króna. Þeirri rannsókn lýkur í lok febrúar. Lögreglumenn þurftu að grafa upp bókhaldsgögn Byrgisins úr bakgarði Guðmundar. Svartri skýrslu um bókhald Byrgisins var fleygt á milli pólitíkusa. Það vildi enginn axla ábyrgðina. Stöð 2 30. janúar 2008 09:43
Guðmundur í Byrginu ákærður Guðmundur í Byrginu hefur verið ákærður fyrir brot gagnvart fjórum konum, þar af einni undir lögaldri. Hún segir sögu sína í næsta þætti. Þrjár mæður fórnarlamba stíga fram og tjá sig um málið og eftirleikinn. Kompás rifjar upp eitt athyglisverðasta sakamál seinni tíma. Þrettán mánuðir eru liðnir síðan Kompás greindi frá því að Guðmundur tók ítrekað þátt í kynlífsathöfnum með ungum konum sem voru skjólstæðingar Byrgisins þegar hann var forstöðumaður þess. Tugmilljóna skattsvikamál eru til rannsóknar. Bókhald Byrgisins fannst grafið í bakgarði Guðmundar. Stöð 2 25. janúar 2008 18:26
Hótanir í Vogum Grimmd undirheimanna er ekki bundin við þá eina sem þar lifa og hrærast, fjölskyldurnar þjást og verða jafnvel fórnarlömb ofbeldisverka. Þó unga fólkið losni úr neyslunni sitja skuldirnar eftir, raunskuldir og upplognar. Foreldrunum er hótað af handrukkurum sem svífast einskis. Við segjum frá fimm manna fjölskyldu í Vogum á Vatnsleysuströnd sem sætti sig ekki við ofbeldishótanir og þvinganir. Kompás fylgdist með aðgerðum lögreglu og andrúmsloftinu á heimilinu. Stöð 2 23. janúar 2008 09:42
Ofsögur úr undirheimum Hugrekki Ragnars hefur orðið samfélaginu í Vogum hvatning til að snúa vörn í sókn. Lögreglan hvetur fólk til láta ekki ofsögur af ofbeldi handrukkara hindra sig í því að leita liðsinnis lögreglu. Stöð 2 23. janúar 2008 09:39
Sigur Rögnu Í byrjun nóvember á liðnu ári sögðum við frá baráttu Rögnu Bjarkar Þorvaldsdóttur gegn Tryggingarstofnun en hún þurfti sjálf að bera kostnað af lífsnauðsynlegum lyfjum í áratugi - lyfjum sem ríkið átti alla tíð að borga. Hún þurfti að sækja sinn rétt fyrir dómstólum og Hæstiréttur felldi dóm í málinu í síðustu viku. Stöð 2 23. janúar 2008 09:18
Handrukkarar og fórnarlömb þeirra Grimmd undirheima fíkniefnanna er ekki bundinn við þá eina sem þar lifa og hrærast, fjölskyldurnar þjást og verða jafnvel fórnarlömb ofbeldisverka. Þó börnin losni úr neyslunni sitja skuldirnar eftir, raunskuldir og upplognar. Foreldrunum er hótað af handrukkurum sem svífast einskis, bæði með hótunum og líkamsmeiðingum. Stöð 2 17. janúar 2008 16:59
Í bóli bjarnar Rússland er á ný rísandi veldi. Pútín forseti notar olíupeningana til að styrkja herinn, meðal annars til að senda herskip og flugvélar á gamlar slóðir. Á sama tíma vilja Rússar fá að taka fullan þátt í alþljóðlegu viðskiptakerfi. Þeir vilja meðal annars selja Íslendingum þyrlur, en þykjast mæta undarlegum mótþróa. Þórir Guðmundsson og Ingi R. Ingason fóru til Rússlands, fóru í ból Bjarnarins. Stöð 2 16. janúar 2008 09:31
Olía, hernaður og pólitík Sambúð Rússlands og NATO ríkjanna hefur farið hríðversnandi undanfarið. Ríkin deila um eldflaugar í Austur-Evrópu, uppsögn vígbúnaðarsamninga og margvísleg diplómatísk álitamál. En er það ástæðan fyrir flugi Bjarnarins yfir Norður-Atlantshafi? Við spurðum sérfræðinga í Rússlandi, Noregi og á Íslandi. Stöð 2 16. janúar 2008 09:29
Þyrlur til sölu Á sama tíma og Rússar senda sprengjuflugvélar að ströndum Íslands, þá vilja þeir gjarnan selja Íslendingum þyrlur. Framundan er útboð í samstarfi við Norðmenn vegna kaupa á björgunarþyrlum fyrir Landhelgisgæsluna. Rússar óttast að það eigi að ganga framhjá rússneskum framleiðendum. Stöð 2 16. janúar 2008 09:26
Kompás í Rússlandi Rússneskar herflugvélar hafa sveimað yfir Íslandi á síðustu mánuðum. Er nýtt kalt stríð í uppsiglingu í íslenskri lofthelgi? Kompás lagði land undir fót og hélt til Rússlands til fundar við rússneska flugherinn. Kompás er á dagskrá á þriðjudögum kl. 21:50 á Stöð 2. Stöð 2 9. janúar 2008 16:38
Skuggahliðar samfélagsins Við horfum tilbaka á viðburðarríkt ár í sögu þáttarins. Kompás vann í annað sinn til Edduverðlauna og við fengum verðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku. Fjölmörg mál voru skoðuð ofan í kjölinn, mál sem urðu tilefni umræðu í samfélaginu. Við vorum á faraldsfæti og heimsóttum fjarlæg lönd og stríðshrjáð. Við skoðuðum fjölmörg mál ofan í kjölinn, mál sem urðu tilefni umræðu í samfélaginu. Stöð 2 9. janúar 2008 09:55
Krufin til mergjar Fréttir Kompáss um átakalínur í stjórnmálum, kvótamálum, trúmálum, vatnsbætt kjöt og efnahagsstjórn landsins vöktu allar mikla athygli á árinu. Stöð 2 9. janúar 2008 09:47
Á faraldsfæti Írak, Ekvador, Kenýa, Japan og Mongólía voru meðal þeirra landa sem Kompás flutti fréttir frá á árinu. Þarna voru sögur af fólki sem tengjast Íslandi á einn eða annan hátt. Stöð 2 9. janúar 2008 09:42
Utan alfaraleiðar Það voru ekki bara dekkri hliðar mannlífsins sem Kompás kannaði. Veggjalús, munkar og meintir milljarðamæringar komu líka við sögu. Stöð 2 9. janúar 2008 09:25
Brot af því besta Við horfum tilbaka á viðburðarríkt ár í sögu þáttarins. Kompás vann í annað sinn til Edduverðlauna og við fengum verðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku. Fjölmörg mál voru skoðuð ofan í kjölinn, mál sem urðu tilefni umræðu í samfélaginu. Stöð 2 4. janúar 2008 10:26
Leynihvelfing á Kili Leynileg skilaboð, dulkóðaðir lyklar í listaverkaperlum DaVinci, Botticelli og annara meistara hafa orðið mörgum mönnum yrkisefni í skáldverkum og er þeirra þekktast líklegast bók Dan Brown, Da Vinci lykillinn. En aðrir hafa á sama tíma nálgast þetta efni á forsendum fræðimennsku og talið sig geta með þeim hætti opnað dyr að nýrri þekkingu. Við segjum frá hópi manna, með Ítala í broddi fylkingar sem árum saman hefur unnið að rannsóknum sem eiga að leiða í ljós að meistarar miðalda duldu í verkum sínum frásögu um leyniför og falda helgidóma í leynihvelfingu á íslensku miðhálendi. Stöð 2 19. desember 2007 09:53
Helgidómar á hálendinu Á sumri komanda er vonast til að hægt verði að bora leið fyrir myndavél í hvelfingu musterisriddarana á Kili. Sveitarstjórn Gnúpverjahrepps hefur veitt sitt leyfi fyrir framkvæmdum á staðnum. Kirkjan eru spennt fyrir öllu því nýja sem vísindamenn hafa grafið upp á síðstu árum. Þetta varpi dýpra ljósi á inntak kristninnar. Stöð 2 19. desember 2007 09:47
Hestur guðanna Hesturinn Hrímnir frá Hrafnagili var felldur í haust á 32 öðru aldursári. Þessi drifhvíti höfðingi ber nú bein sín við húsvegginn að Varmalæk í Skagafirði en goðsögnin um Hrímnir lifir áfram. Meðal hestafólks ríkir ákveðinn söknuður enda flestir eru sammála um að enginn viðlíka hestur hafi sést hvorki fyrr né síðar. Stöð 2 19. desember 2007 09:45
Hinn heilagi gral á Íslandi? Ítalinn Giancarlo Gianazza hefur legið yfir leyndardómum miðaldamálaranna Botticelli og Leonardo DaVinci í tíu ár. Þar fann hann leyndar vísbendingar sem bentu til Íslands og einnar helstu perlu bókmenntanna hinn Guðdómlega gleðileik eftir Dante. Þrotlaust starf fullvissaði hann um að í þessum verkum fólust skilaboð um að leyndardómum, ef til vill frá frumkristni, hefði verið komið fyrir á Íslandi á tólftu öld. Stöð 2 14. desember 2007 11:02
Arfur Sonju Þegar heimskonan Sonja Benjamínsson de Zorilla lést fyrir fimm árum var boðað að allar hennar eigur rynnu í minningarsjóð til styrktar málefnum barna. Jafnvel var talið að eigur hennar hefðu numið hátt í tíu milljörðum króna. En hvað varð um milljarðana - eða voru þeir yfirhöfuð til? Stöð 2 12. desember 2007 09:43
Ekkert einkamál Ekkert af sautján styrktarfélögum langveikra barna kannast við stuðning úr Zorrilla sjóðnum. Sjóðsstjórar gefa til kynna að höfuðstóll sjóðsins sé í besta falli tvö til þrjúhunduð milljónir króna - en það er óravegur frá þeim milljörðum sem Sonja var talin eiga. Það fæst ekki skýrt hvað varð um verðmætt listaverkasafn hennar til dæmis Picasso verk, sem var henni kært, en hangir nú uppi á einkaheimili í Reykjavík Stöð 2 12. desember 2007 09:40
Lífstíðardómur Í mars fjallaði Kompás ítarlega um morðið á Íslendingnum Gísla Þorkelssyni í Suður-Afríku. Honum var ráðinn bani vorið 2005 og lík hans steypt í ruslatunnu. Vinur Gísla, Willi Theron, var sakfelldur fyrir morðið í síðasta mánuði og í síðstu viku hlaut hann lífstíðardóm fyrir ódæðið. Stöð 2 12. desember 2007 09:35
Sjóður Sonju Zorrillu Lítið hefur farið fyrir minningasjóði hinnar litríku Sonju Benjamínsson Zorillu. Þegar hún lést fyrir rúmum fimm árum var talið að eigur Sonju, uppá milljarða króna, - jafnvel hátt í tíu milljarða, myndu renna í sjóðinn. Hann átti að styrkja íslensk og bandarísk börn til menntunar og heilbrigðis. Forsvarsmenn sjóðsins segja að málefni hans séu einkamál og almenningur eigi engan kröfurétt á upplýsingum. Vinir og ættingjar Sonju eru eru undrandi á því hversu lítið fari fyrir þessum sjóði og telja það ekki í anda þessarar heimskonu að hljótt fari um sjóðinn. Þeir telja nauðsynlegt að sjóðurinn starfi fyrir opnum dyrum. Stöð 2 7. desember 2007 15:08
Áfallið Á hverjum degi fá rúmlega tveir Íslendingar slag sem er yfirheiti yfir heilablóðföll og heilablæðingar. Við kynnumst tveimur ungum stúlkum sem fengu heilablæðingu og urðu mjög alvarlega veikar. Í dag hafa þær báðar náð ótrúlegum bata. Það að fá heilablæðingu eða heilablóðfall er grafalvarlegt mál og það skiptir miklu máli að fólk þekki einkennin að undanfara slíkra blæðinga. Með réttum forvörnum er hægt að minnka líkurnar á því að fá slag um helming. Reikna má með að einn af hverjum sjö Íslendingum fái slag á lífsleiðinni. Stöð 2 5. desember 2007 09:36
Bætt meðferð Skurðaðgerð á heila vegna heilablæðingar getur tekið allt að átta klukkustundir. Með aukinni tækni er hægt að staðsetja blæðingar í heila og hugsanlega koma í veg fyrir alvarleg áföll. Endurhæfing slagsjúklinga getur tekið mörg ár og þeir eru lengi að jafna sig. Sumir ná fullum bata - aðrir ekki. Stöð 2 5. desember 2007 09:33