Fluttur á sjúkrahús eftir að ekið var á Útlendingastofnun Bíl var ekið á húsnæði Útlendingastofnunnar í dag. Slökkviliðið var kallað út vegna málsins, vegna vatnsleka, en svo virðist sem lögn hafi rofnað við áreksturinn. Innlent 23. apríl 2024 16:36
Freista þess að halda veitingamanninum bak við lás og slá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að fara fram á það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að Davíð Viðarsson, áður Quang Le, sæti áfram gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið í varðhaldi í sjö vikur ásamt barnsmóður sinni og bróður. Innlent 23. apríl 2024 12:24
„Það er ástæða fyrir því að farið er í að rannsaka þetta andlát“ Tæknideild lögreglu hefur að mestu lokið vettvangsrannsókn vegna manndráps í fjölbýlishúsi á Akureyri í gær. Karlmaður var síðdegis úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að hafa banað konu. Tæknideild er enn að störfum vegna manndráps í Kiðjabergi um helgina. Innlent 23. apríl 2024 11:30
Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. Innlent 23. apríl 2024 10:20
Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. Innlent 23. apríl 2024 08:53
Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á Akureyri Karlmaður hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Talið er að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 22. apríl 2024 20:41
Tveimur sleppt úr haldi á Suðurlandi Forsvarsmenn Lögreglunnar á Suðurlandi hafa aflétt gæsluvarðhaldi yfir tveimur af þeim fjórum mönnum sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær, vegna manndráps í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. Innlent 22. apríl 2024 17:39
Íbúar sváfu vært meðan á öllu gekk á jarðhæðinni Íbúar í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri þar sem kona fannst látin á fimmta tímanum í nótt virðast flestir hafa sofið á sínu græna eyra í nótt og ekki tekið eftir neinu. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á vettvangi vegna málsins. Innlent 22. apríl 2024 15:57
Þjófnaðurinn áfall fyrir reynslumikla öryggisverði Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir í Hamraborg brunuðu í burtu með sjö peningatöskur og þar til upp komst um þjófnaðinn. Þjófavarnakerfi í bíl Öryggismiðstöðvarinnar fór ekki í gang og engin melding barst fyrirtækinu um þjófnaðinn. Það var ekki fyrr en öryggisverðirnir komu að bílnum að upp komst um glæpinn. Þeir eru reynslumiklir og í áfalli að sögn framkvæmdastjóra. Innlent 22. apríl 2024 14:26
Voru að byggja annan bústað Mennirnir sem eru í haldi lögreglu í tengslum við andlát manns í sumarhúsi í Kiðjabergi voru að smíða annan bústað í sumarhúsabyggðinni. Innlent 22. apríl 2024 14:05
Grunur um manndráp á Akureyri Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins. Innlent 22. apríl 2024 12:20
Lögregla heldur spilunum þétt að sér Lögreglan á Suðurlandi gefur ekkert upp að svo stöddu um manndráp í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. Rannsókn málsins er í fullum gangi. Innlent 22. apríl 2024 10:05
Einn með exi á lofti og þrír handteknir vegna líkamsárásar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynningí gærkvöldi eða nótt um einstakling með „exi á lofti“ í miðborginni. Málið var afgreitt af lögreglu, segir í yfirliti yfir verkefni næturinnar. Innlent 22. apríl 2024 06:14
Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir fjórum sakborningum sem handteknir voru vegna rannsóknar á meintu manndrápi í uppsveitum Árnessýslu í gær. Innlent 21. apríl 2024 17:27
Allir frá Litháen en tengsl liggja ekki fyrir Lögreglan á Suðurlandi fer fram á gæsluvarðhald fram í næstu viku yfir mönnunum fjórum sem handteknir voru í gær í tengslum við andlát í sumarbústaðahverfinu Kiðjabergi. Yfirlögregluþjónn segir tengsl milli mannanna fjögurra og hins látna ekki liggja fyrir að svo stöddu. Innlent 21. apríl 2024 16:05
Vilja fjóra karlmenn í gæsluvarðhald Lögreglan á Suðurlandi óskaði í dag eftir því að fjórir karlmenn yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti manns á fertugsaldri í sumarbústaðabyggð í Árnessýslu. Úrskurðar Héraðsdóms Suðurlands er að vænta síðar í dag. Innlent 21. apríl 2024 12:35
Rannsókn á andlátinu enn á frumstigi Rannsókn á andláti manns á fertugsaldri í sumarhúsi í Árnessýslu er enn á algjöru frumstigi. Greint var frá því síðdegis í fær að fjórir hefði verið handteknir vegna andlátsins sem er rannsakað sem manndráp. Innlent 21. apríl 2024 09:38
Fíknefnaviðskipti beint fyrir framan nef lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að slysadeild vegna einstaklings sem lét öllum illum látum í gærkvöldi eða nótt. Einstaklingurinn var að sögn lögreglu ölvaður og gerði tilraun til að ráðast á öryggisverði og lögreglu. Hann hefur verið vistaður í fangaklefa þangað til hann verður viðræðuhæfur. Innlent 21. apríl 2024 07:44
Dæmi um burðardýr með tvö hundruð pakkningar innvortis Lögregla hefur lagt magn á helmingi meira magn kókaíns það sem af er ári, samanborið við árið 2023. Dæmi er um að burðardýr hafi haft yfir tvö hundruð pakkningar innvortis. Í sumum tilfellum er þörf á skurðaðgerð til að fjarlægja efnin. Innlent 20. apríl 2024 20:00
Maður á fertugsaldri talinn hafa verið myrtur í sumarhúsi Grunur er um manndráp í sumarhúsi í Árnessýslu. Fjórir hafa verið handteknir á grundvelli rannsóknarhagsmuna að sögn lögreglunnar. Rannsókn málsins er á frumstigi og segir lögreglan að því verði ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. Innlent 20. apríl 2024 18:01
Ók á vegg eftir stutta eftirför Ökumaður klessti á vegg eftir stutta eftirför lögreglu. Hann er óslasaður en grunur er á um að hann hafi verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var tekinn höndum og færður á lögreglustöð þar sem tekin verður skýrsla af honum þegar runnið hefur af honum. Innlent 20. apríl 2024 17:55
Fluttir á sjúkrahús eftir hópslagsmál í miðborginni Tveir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar eftir hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur sem áttu sér stað í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en þar segir að málið sé í rannsókn. Innlent 20. apríl 2024 07:25
Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. Innlent 19. apríl 2024 18:59
Taska stútfull af milljónum króna enn ófundin Ein af töskunum sjö sem þjófarnir í Hamraborg höfðu á brott með sér úr sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir tæpum fjórum vikum er ófundin. Sú var stúfull af peningum. Innlent 19. apríl 2024 11:45
Kæra bónda eftir að 29 naut fundust dauð Matvælastofnun hefur kært til lögreglu alvarlega vanrækslu á nautgripum á lögbýli á Norðurlandi vestra eftir að 29 dauðir nautgripir fundust í gripahúsi við eftirlit sem framkvæmt var með aðstoð lögreglu. Innlent 19. apríl 2024 08:57
Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. Innlent 18. apríl 2024 19:15
Myndband af þjófunum í Hamraborg í fréttum Stöðvar 2 24 dagar eru liðnir síðan tveir grímuklæddir menn virtust hafa afskaplega lítið fyrir því að framkvæma líklega mesta þjófnað á reiðufé í sögu landsins. Myndbandsupptaka sem fréttastofa hefur undir höndum af þjófnaðinum verður sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 18. apríl 2024 15:51
Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. Innlent 18. apríl 2024 13:51
Fjölgun ofbeldisbrota gegn lögreglu og öðrum opinberum starfsmönnum Alls voru 57 hótanir um ofbeldi gegn lögreglu skráðar í lögreglukerfið LÖKE í fyrra og 28 hótanir gegn öðrum opinberum starfsmönnum. Þá voru 121 ofbeldisbrot gegn lögreglu skráð í kerfið og 50 brot gegn öðrum opinberum starfsmönnum. Innlent 18. apríl 2024 06:34
Reiðin kraumaði við ofsaakstur á Reykjanesbraut Ökumaður skapaði mikla hættu á Reykjanesbrautinni í hádeginu á mánudaginn þegar hann skautaði á milli bíla á hraðferð í átt að höfuðborgarsvæðinu. Myndband náðist af ofsaakstrinum. Innlent 17. apríl 2024 16:33