Fínt að vera vanmetinn Alex McLeish, stjóri Glasgow Rangers, segist fagna því að mótherjar liðsins í Meistaradeildinni skuli vera sigurvissir fyrir leikinn í kvöld, en liðsmenn spænska liðsins Villareal fögnuðu ákaft þegar ljóst varð að þeir fengju skosku meistarana sem mótherja í 16-liða úrslitunum. Sport 22. febrúar 2006 16:30
Sissoko alvarlega meiddur Meiðsli Mohamed Sissoko hjá Liverpool, sem fékk spark í andlitið í leiknum gegn Benfica í gær eru nokkuð alvarleg eins og óttast var, en eftir læknisskoðun í dag kom í ljós að hann er með skaddaða augnhimnu. Ekki er enn vitað hvort hann nær sér að fullu, eða hvenær hann getur þá snúið aftur á knattspyrnuvöllinn. Sport 22. febrúar 2006 16:15
Mourinho yrði sáttur við markalaust jafntefli Jose Mourinho segir að hann yrði sáttur ef lið hans Chelsea gerði markalaust jafntefli við Barcelona á Stamford Bridge í kvöld, en bætir við að hann sjái ekki að Barcelona standi betur að vígi þó liðið spili seinni leikinn á heimavelli sínum. Sport 22. febrúar 2006 15:05
Mikið sálfræðistríð á Stamford Bridge Leikmenn Barcelona voru í dag reknir af æfingu sinni í Stamford Bridge, þar sem þeir mæta Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld, en leikmennirnir höfðu farið fram á að æfa lengur en þann klukkutíma sem þeim var fenginn til að æfa við þau lélegu vallarskilyrði sem þar eru nú eftir miklar rigningar í London. Sport 22. febrúar 2006 14:37
Vissi að við mundum tapa David Beckham var alls ekki sáttur við leik sinna manna í Real Madrid á heimavelli gegn Arsenal í Meistaradeildinni í gær, en Real tapaði leiknum 1-0 og á erfitt verkefni fyrir höndum á Englandi. "Þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum, vissi ég að við mundum tapa," sagði Beckham. "Við börðumst ekki nógu vel og hefðum getað tapað stærra." Sport 22. febrúar 2006 14:00
Miður sín vegna augnameiðsla Sissoko Mohamed Sissoko er ennþá á spítala í Lisbon eftir að hafa fengið spark í augað í leik Liverpool og Benfica í Meistaradeildinni í gær. Beto, leikmaðurinn sem sparkaði í Sissoko, er miður sín vegna atvikisins. Sport 22. febrúar 2006 11:45
Arsenal lagði Real Madrid Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið. Arsenal gerði sér lítið fyrir og skellti Real Madrid á útivelli 1-0. Það var Thierry Henry sem skoraði sigurmark enska liðsins með glæsilegu einstaklingsframtaki í upphafi síðari hálfleiks. Liverpool tapaði 1-0 fyrir Benfica. Sport 21. febrúar 2006 21:43
Ballack með eina mark kvöldsins Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu og það er miðjumaðurinn sterki Michael Ballack hjá Bayern Munchen sem á þann vafasama heiður að vera eini leikmaðurinn sem er búinn að skora mark það sem af er. Ballack kom sínum mönnum í Bayern yfir gegn AC Milan á 23. mínútu með stórglæsilegu skoti. Sport 21. febrúar 2006 20:36
Gerrard á varamannabekk Liverpool Steven Gerrard fyrirliði Liverpool er á varamannabekk liðsins í kvöld þegar það sækir Benfica heim í Meistaradeildinni, en hann á við smávægileg meiðsli að stríða. Þeir Alexander Hleb og Jose Antonio Reyes koma hinsvegar inn í lið Arsenal sem sækir Real Madrid heim í sjónvarpsleiknum á Sýn sem hefst nú innan tíðar. Sport 21. febrúar 2006 19:23
Benitez varar við bjartsýni Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur varað stuðningsmenn félagsins við of mikilli bjartsýni fyrir leikina gegn portúgalska liðinu Benfica í Meistaradeildinni, en liðin mætast í Portúgal í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:35. Sport 21. febrúar 2006 15:54
Real er betra nú en áður Thomas Gravesen, leikmaður Real Madrid, líkar lífið mun betur á Bernabeu eftir að Wanderlei Luxemburgo hætti sem þjálfari liðsins og segir lið Arsenal ekki eiga von á góðu í viðureign liðanna í kvöld. Sport 21. febrúar 2006 15:41
Við erum fullir sjálfstrausts Felix Magath, stjóri Bayern Munchen, segir sína menn fulla sjálfstrausts fyrir leikinn gegn AC Milan í Meistaradeildinni annað kvöld, en Bayern hefur unnið alla 15 leiki sína á nýja heimavellinum sem tekinn var í notkun í sumar. Sport 20. febrúar 2006 20:57
Mourinho er besti leikmaður Chelsea Portúgalski miðjumaðurinn Deco, sem áður lék undir stjórn Mourinho hjá Porto þegar liðið vann Meistaradeildina á sínum tíma, segir að Mourinho sé besti leikmaður Chelsea. Sport 20. febrúar 2006 20:30
Villareal hefur ekki áhyggjur af Rangers Leikmenn Villareal hafa ekki miklar áhyggjur af andstæðingum sínum Glasgow Rangers í Meistaradeildinni og segja varnarmenn liðsins seina og luralega. Leikstjórnandinn knái Juan Roman Riquelme verður til í slaginn eftir rúmlega tveggja vikna fjarveru vegna meiðsla. Sport 20. febrúar 2006 19:26
Bayern Munchen er sigurstranglegast Fabio Capello, stjóri ítölsku meistaranna í Juventus, segir að Bayern Munchen sé sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni af þeirri einföldu ástæðu að liðið hafi notið þess að fá langt vetrarfrí öfugt við liðin á Ítalíu, Spáni og Englandi. Sport 20. febrúar 2006 19:05
Völlurinn er ekki svo slæmur Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur boðið liði Barcelona að æfa á æfingasvæði Chelsea fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni í stað þess að æfa á Stamford Bridge, því eins og áhorfendur Sýnar sáu um helgina, er völlurinn eitt moldarflag eftir miklar rigningar. Sport 20. febrúar 2006 17:57
Beckham hlakkar til að mæta Arsenal David Beckham, leikmaður Real Madrid, segist hlakka mikið til að mæta loks ensku liði í Meistaradeildinni, en lið hans leikur við Arsenal annað kvöld. Hann segist þó heldur hafa viljað mæta sínum gömlu félögum í Manchester United í keppninni. Sport 20. febrúar 2006 15:30
Bergkamp gefur kost á sér í leikinn á Spáni Hinn flughræddi framherji Arsenal, Dennis Bergkamp, segist ætla að gefa kost á sér í fyrri leik Arsenal gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í næstu viku, en hann fer sjaldan í keppnisferðalög með liðinu í Meistaradeildinni því hann neitar að fljúga. Sport 17. febrúar 2006 13:19
Dæmdur í eins leiks bann Vængmaðurinn knái, Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, var í dag dæmdur til að greiða sekt og taka út eins leiks bann í Meistaradeild Evrópu fyrir að senda stuðningsmönnum Benfica í heimalandi hans fingurinn í leik liðanna í Meistaradeildinni í haust. Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins greindi frá þessu í dag og hefur leikmaðurinn frest fram yfir helgi til að svara dómnum. Sport 3. febrúar 2006 17:45
Ronaldo á yfir höfði sér bann Gary Neville er ekki eini leikmaður Manchester United sem hefur verið tekinn fyrir vegna ósæmilegrar framkomu á leikvellinum í dag, því nú hefur evrópska knattspyrnusambandið kært Cristiano Ronaldo fyrir að storka áhorfendum Benfica í leik í Portúgal í Meistaradeildinni þegar United féll úr keppni. Sport 26. janúar 2006 16:46
Vona að Chelsea og Barcelona hafi þroskast Forráðamenn UEFA segjast vona að ekki sjóði uppúr í aðdraganda viðureignar Barcelona og Chelsea í þetta sinn, en mikið fjaðrafok varð í kring um rimmu liðanna í vor sem endaði með leikbönnum og sektum. "Ég ætla að vona að menn hafi lært af mistökum sínum í fyrra og einbeiti sér að því að leysa málin á knattspyrnuvellinum í þetta sinn," sagði William Gaillard hjá UEFA. Sport 16. desember 2005 19:45
Ronaldinho spáir öðru klassísku einvígi Framherjinn Ronaldinho hjá Barcelona, sem flestir hallast að því að sé besti knattspyrnumaður í heimi, spáir því að viðureign Chelsea og Barcelona í 16-úrslitum meistaradeildarinnar í ár fari á spjöld sögunnar sem klassísk viðureign, rétt eins og rimma þeirra í fyrra sem var sannarlega ógleymanleg. Sport 16. desember 2005 18:30
Hélt að eldingar kæmu ekki niður á sama stað tvisvar Peter Kenyon sagðist allt eins hafa búist við því að lið hans Chelsea mundi dragast á móti stórliði í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag og hlakkar til að endurtaka leikinn frá í fyrra. Sport 16. desember 2005 15:45
Sáttur við að mæta Benfica Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir á heimasíðu félagsins í dag að hann sé sáttur við að mæta Benfica í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar og segir að þó Benfica verði erfiðir mótherjar, hefði Liverpool geta verið óheppnara með andstæðinga á þessu stigi keppninnar. Sport 16. desember 2005 15:15
Chelsea og Barcelona mætast aftur Nú áðan varð ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Eiður Smári og félagar í Chelsea fá það erfiða verkefni að mæta Barcelona, en þessi lið háðu eftirminnilegt einvígi í keppninni í fyrra. Arsenal mætir Real Madrid og Liverpool mætir portúgalska liðinu Benfica. Sport 16. desember 2005 11:35
Fær tveggja leikja bann Miðjumaðurinn harðskeytti hjá Chelsea, Michael Essien, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd UEFA fyrir ljóta tæklingu hans á Dietmar Hamann hjá Liverpool í leik liðanna í Meistaradeildinni á dögunum. Essien missir því af báðum leikjum Chelsea í 16-liða úrslitum keppninnar. Sport 15. desember 2005 17:15
Fótbolti er karlmannsíþrótt Michael Essien, miðjumaður Chelsea segist í viðtali við People í dag ekki vera grófur leikmaður en hann liggur þessa dagana undir harðri gagnrýni vegna ljótrar tæklingar á Dietmar Hamann í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni. Sport 11. desember 2005 18:45
Sýndi áhorfendum fingurinn Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United gæti átt yfir höfði sér refsingu frá UEFA eftir að hann sýndi löndum sínum í fingurinn þegar hann gekk af velli í tapinu gegn Benfica í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn Benfica bauluðu á hann í hvert skipti sem hann snerti boltann í leiknum, en Ronaldo lék áður með erkifjendum Benfica í Sporting Lissabon. Sport 9. desember 2005 16:09
Kærður fyrir tæklinguna á Hamann Miðjumaðurinn Michael Essien hefur verið kærður af aganefnd UEFA fyrir grófa tæklingu sína á Dietmar Hamann í viðureign Chelsea og Liverpool á þriðjudaginn, en Þjóðverjinn sagðist eftir leikinn hafa verið fullviss um að hann væri fótbrotinn eftir árás Ganamannsins. Sport 8. desember 2005 19:45
Jafnt hjá Chelsea og Liverpool Chelsea og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í tíðindalausum og hörðum leik á Stamford Bridge í kvöld og því hélt Liverpool toppsætinu í riðlinum. Rangers náðu að tryggja sér áframhaldandi þáttöku með jafntefli við Inter, en það nægði Skotunum eftir að Artmedia og Porto skyldu jöfn í leik sem hefði aldrei átt að fara fram, svo skelfilegar voru vallaraðstæður. Sport 6. desember 2005 22:00