Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þing­flokkarnir funda hver í sínu horni

Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins komu saman til funda hver í sínu horni klukkan 13 í dag. Ráðherrar flokkanna mæta á ríkisstjórnarfund sem boðað hefur verið til klukkan 16 í dag.

Bein útsending: Verður Grinda­vík opnuð fyrir öllum?

Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ boðar til upplýsingafundar í Tollhúsinu við Tryggvagötu klukkan 13:30. Þar verður farið yfir breytt fyrirkomulag varðandi aðgengi að Grindavík. Beint streymi verður frá fundinum á Vísi.

Andrés og Sunna á­fram og borgar­full­trúi undir feldi

Andrés Ingi Jónsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmenn Pírata ætla henda sér í prófkjör Pírata fyrir komandi kosningar til Alþingis. Þetta staðfesta þau við fréttastofu. Flokkarnir þurfa að skila framboðslistum sínum til landskjörstjórnar í síðasta lagi 31. október. Tíminn er því knappur.

Ráð­herrar af dag­skrá

Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins.

„Falsfréttin“ og „þvælan“ sem raungerðist hratt

Aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur formanns Vinstri grænna og innviðaráðherra til dagsins í dag sögðu það falsfrétt og algjöra þvælu að Svandís væri byrjuð að tæma skrifstofu sína í ráðuneytinu upp úr hádegi í dag. Ekkert slíkt lægi fyrir. Síðar um daginn var búið að tæma skrifstofuna.

Á­tök Ás­laugar og Guð­laugs Þórs ekki endur­tekin

Allar líkur eru á því að stillt verði upp á listum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir komandi Alþingiskosningar sem flest bendir til að verði í lok nóvember. Mikill hiti var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þremur árum þar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson börðust af miklum krafti um oddvitasæti flokksins.

Frank Walter Sands er fallinn frá

Frank Walter Sands, at­hafnamaður og stofn­andi veit­ingastaðanna Vega­móta og Reykja­vík Bag­el Comp­any, er lát­inn, aðeins 58 ára gam­all. Frank lést á sjúkra­hús­inu í Avignon 8. októ­ber sl. af völd­um hast­ar­legra of­næmisviðbragða og hjarta­áfalls þar sem hann var stadd­ur í fríi í Suður-Frakklandi.

Sjá meira