„Fokking aumingjar“ Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, þurfti að horfa upp á áttunda tapið í röð þegar liðið tók á móti Þór Akureyri í kvöld. Hann segir sínar konur aumingja, þær skorti karakter og þess vegna tapi liðið. Sjálfur ber hann af sér alla sök á taphrinunni og telur enga þörf á breytingum í sinni nálgun. 28.1.2025 23:59
Þórskonur eiga von á nýjum leikmanni: „Til að hjálpa okkur að halda þessari sigurgöngu áfram“ Amandine Toi varð stigahæst í öruggum sigri gegn Aþenu í sextándu umferð Bónus deildar kvenna. Þór Akureyri hefur nú unnið tíu leiki í röð og jafnað toppliðið að stigum. Sem stendur er leikmannahópur liðsins fremur þunnskipaður en Amandine vonast til að bæta leikmönnum við áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. 28.1.2025 22:40
Uppgjörið: Aþena - Þór Ak. 85-95 | Tíundi deildarsigur Þórs í röð Þór Akureyri hélt sigurgöngu sinni í Bónus deild kvenna áfram í kvöld og vann tíunda leikinn í röð gegn Aþenu, neðsta liði deildarinnar sem hefur nú tapað síðustu átta leikjum. Lokatölur í Breiðholtinu 85-95. 28.1.2025 21:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Ísland er úr leik á heimsmeistaramótinu í handbolta og er þar með fyrsta liðið frá upphafi sem kemst ekki áfram úr milliriðli með átta stig. Það varð ljóst eftir 29-26 sigur Króatíu gegn Slóveníu í kvöld. Króatar enda því í efsta sæti milliriðilsins og mæta Ungverjalandi í átta liða úrslitum. Egyptaland endar í öðru sæti og mætir Frakklandi næst. 26.1.2025 21:00
Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ „Ég er ennþá drullufúll út af stöðunni sem við erum í. Hann er búinn að sitja í okkur, þessi Króataleikur, við sýndum það klárlega fyrstu fimmtán, tuttugu mínúturnar en Snorri tók leikhlé og sparkaði aðeins í rassgatið á okkur. Það virkaði fínt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson eftir sigurinn gegn Argentínu. 26.1.2025 16:43
Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ „Gerðum allt sem við þurftum að gera, jú smá bras í byrjun en við kláruðum þetta síðan sannfærandi og nú tekur bara biðin við,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, línumaður landsliðsins eftir sigur gegn Argentínu. 26.1.2025 16:28
Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Portúgal vann 46-28 stórsigur gegn Síle og tryggði sér efsta sætið í þriðja milliriðlinum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Síle endar stigalaust í neðsta sætinu. Portúgal mun mæta Þýskalandi, lærisveinum Alfreðs Gíslasonar, í átta liða úrslitum. 26.1.2025 16:09
Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Eftir sjö tapleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni vann Leicester 2-1 á útivelli gegn Tottenham. Brentford sótti 2-1 sigur á sama tíma gegn Crystal Palace á Selhurst Park. 26.1.2025 16:00
Jón Axel og félagar spila til úrslita Jón Axel Guðmundsson og félagar í San Pablo Burgos munu spila úrslitaleik á morgun í bikarkeppni neðri deilda Spánar. Það varð ljóst eftir 101-79 útisigur í undanúrslitum gegn Odilo Cartagena í kvöld. 24.1.2025 22:21
Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Landsliðsmenn Íslands voru verðlaunaðir með McDonald‘s hamborgurum eftir sigurinn í síðasta leik. Þeir eiga engar hamingjumáltíðir skilið í kvöld ef marka má Íslendinga sem tjáðu sig á samfélagsmiðlum um tapið slæma gegn Króatíu. 24.1.2025 22:13