Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd

Einhvers konar bilun olli því að truflanir urðu á greiðsluhirðingu hjá Rapyd síðdegis. Vísi bárist ábendingar um að fólk gæti ekki greitt í greiðsluposum fyrirtækisins. Atvikið er nú yfirstaðið.

„Nei, hættu nú al­veg Jóhann Páll!“

Varaformaður Vinstri grænna og Ung vinstri græn fordæma ákvörðun umhverfisráðherra um að falla frá ráðstöfun 600 milljóna króna af fjárheimildum ársins 2025. Ráðuneyti hans hafi lengi verið fjársvelt og einsýnt sé að mikilvæg mál muni sitja á hakanum vegna ákvörðunar hans.

Keyptu ó­nýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs

Hjón sem keyptu einbýlishús í Kópavogi árið 2017 fá engar skaðabætur úr hendi seljenda, þrátt fyrir að húsið hafi verið svo gott sem myglað í gegn. Ástæðan er einföld, krafa þeirra um bætur var allt of seint fram komin í málinu, rúmum fimm árum eftir afhendingu fasteignarinnar.

Sindri og Ísi­dór sýknaðir í hryðjuverkamálinu

Sakborningar í Hryðjuverkamálinu svokallaða hafa verið sýknaðir af ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Þeir voru aftur á móti sakfelldir fyrir vopnalagabrot. Sindri Snær Birgisson, 27 ára, hlaut 18 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson, 26 ára, hlaut 15 mánaða fangelsisdóm.

Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á al­manna­færi

Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot, með því að fróa sér í bifreið fyrir utan heimili konu sem sá hann út um gluggann. Fyrir dómi sagðist hann vera nýskilinn og búa í herbergi þar sem næði væri lítið. Því hefði hann ákveðið að fróa sér í bíl sínum.

Skip­verji brotnaði og mót­töku frestað

Móttöku nýs hafrannsóknaskips, Þórunnar Þórðardóttur HF 300, hefur verið frestað um tæpa viku. Ástæðan er sú að koma þurfti handleggsbrotnum áhafnarmeðlimi undir læknishendur. 

Sjá meira