Halla forseti rokkar svart og hvítt Halla Tómasdóttir forseti Íslands mætti í stílhreinum fatnaði á þingsetninguna í dag. Hún valdi hvítan rúllukragabol við hvítan jakka sem er algjörlega í anda Höllu og má segja að hún hafi klætt sig í stíl við snjókomuna. 4.2.2025 13:33
Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Starfsmenn Sundlauga Reykjavíkur skemmtu sér með stæl á nýársfögnuði sem haldinn var í Þróttaraheimilinu. Margt var um manninn og gleðin var við völd. 4.2.2025 11:32
Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum „Við uppgötvuðum listina svolítið saman,“ segja listakonurnar Karen Ösp og Petra. Þær eru æskuvinkonur frá því þær voru saman í Austurbæjarskóla og hafa báðar lagt land undir fót og sint listinni í Bandaríkjunum og víða um Evrópu. Um helgina opnuðu stöllurnar svo samsýninguna „Fornar slóðir“ í SÍM gallerí í Reykjavík. 3.2.2025 16:01
Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. 3.2.2025 12:04
Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Ömurlegt veður, gular, appelsínugular og rauðar veðurviðvaranir settu svo sannarlega ekki strik í reikninginn í síðustu viku hjá stjörnum landsins. Hvort sem það voru utanlandsferðir á fjarlægari slóðum eða kósý heima, þá var allt að gerast í vikunni sem leið. 3.2.2025 09:36
Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára „Það er algjör vítamínsprauta að fara í „illuð“ föt,“ segir rapparinn Árni Páll Árnason betur þekktur sem Herra Hnetusmjör. Hann er viðmælandi í fyrsta þætti af Tískutali þar sem hann fer yfir klæðaburðinn, eftirminnileg tískumóment, hverju hann klæddist á fyrsta gigginu, ógleymanleg kaup sem hann gerði tíu ára gamall í Flórída, hvernig stíllinn hans hefur þróast samhliða föðurhlutverkinu og margt fleira. 2.2.2025 07:02
Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt „Það þarf mikinn kjark til að fóta sig ein í borginni og það tók verulega á,“ segir kvikmyndagerðakonan Katla Sólnes. Það vantar ekki ævintýrin í líf Kötlu. Hún hefur verið búsett í New York síðastliðin ár, er að útskrifast úr meistaranámi við virta háskólann Columbia og var valin í tólf manna hóp af þúsundum umsækjenda í prógram hjá einni stærstu kvikmyndahátíð í heimi, Sundance. Blaðamaður ræddi við Kötlu um þetta og margt fleira. 30.1.2025 07:03
Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ljósmyndarar landsins flykktust á Listasafn Íslands síðastliðna helgi þar sem sýningin Nánd hversdagsins opnaði við mikið lof gesta. Það var fullt út úr dyrum og mikil stemning. 29.1.2025 11:31
„Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ „Þegar ég skrifa lögin þá hugsa ég alltaf: Ó, get ég deilt þessu? Á ég að sleppa því að deila þessu? Ég held að flestir lagahöfundar fari í gegnum það,“ segir stórstjarnan, listagyðjan og tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir. Blaðamaður ræddi við Björk um nýjasta risaverkefni hennar, tónlistarkvikmyndina Cornucopiu, ferilinn, listina, tækninýjungar og margt fleira. 29.1.2025 07:01
Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt „Það var ekkert annað í boði en að læra að lifa. Til heiðurs honum þá vil ég lifa hamingjusömu og fallegu lífi,“ segir Lilja Eivor Gunnarsdóttir Cederborg. Lilja býr yfir meiri seiglu heldur en flestir þurfa á ævinni að sýna af sér. Vorið 2023 lést fjögurra ára gamall sonur hennar skyndilega og í langan tíma segist hún hafa verið skelin af sjálfri sér. 25.1.2025 07:02