Stefnir í metfjölda nema við Háskóla Íslands Tvöfalt fleiri hafa sótt um framhaldsnám við Háskóla Íslands en á sama tíma í fyrra og allt bendir til að nemendum fjölgi um fimmtung á vorönn. 6.11.2020 12:22
Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda Dæmi eru um að börn fái sjálfsvígshuganir eftir að nektarmynd af þeim fer í dreifingu á netinu. Verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins segir nokkuð algengt að börn í slíkri stöðu hafi samband. 5.11.2020 20:30
„Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4.11.2020 09:00
Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3.11.2020 12:45
Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. 28.10.2020 13:05
„Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27.10.2020 08:00
Íslensk börn hafa áhyggjur af kynferðislegri misnotkun á netinu Kynferðisleg misnotkun á netinu og skortur á kynfræðslu eru þau málefni sem brenna helst á íslenskum börnum og ungmennum. Barnaskýrsla um stöðu mannréttinda á Íslandi var kynnt fyrir Barnaréttanefnd Sameinuðu þjóðanna í dag og tekin þar fyrir í fyrsta sinn. 30.9.2020 18:27
Verndari óskilamuna fær skjaldarmerki Móðir tveggja barna í Laugarnesskóla hefur fengið sérhannað skjaldarmerki fyrir að vera verndari óskilamuna 23.9.2020 10:16
Tugir milljóna til Barnahúss til að vinna niður margra mánaða biðlista Tugir milljóna verða settir í starfsemi Barnahúss svo hægt sé að vinna niður allt að fimm mánaða biðlista eftir viðtali. Mikil fjölgun mála vegna alvarlegs líkamlegs ofbeldis gegn börnum á kórónuveirutímum er ástæða langra biðlista. 14.9.2020 13:53