Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hafði betur í máli sínu gegn spænsku deildinni og tveir lykilleikmenn liðsins mega því klára tímabilið með liðinu. Barcelona á enn möguleika á að vinna þrennuna í ár. 3.4.2025 21:31
Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Hamar/Þór og KR unnu bæði stórsigra í fyrsta leiknum í einvígum liðanna í úrslitakeppninni um eitt laust sæti í Bónus deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. 3.4.2025 21:27
Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Valur, Haukar, Fram og ÍR fögnuðu sigri í leikjum lokaumferðar Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld en eftir hana er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni og að Grótta er fallið úr deildinni. 3.4.2025 21:12
Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Chelsea komst í kvöld upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Tottenham í nágrannaslag á Brúnni. 3.4.2025 21:03
Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Íslenski landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason er kominn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í handbolta með liði sínu. 3.4.2025 20:23
FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Sýrlenski varnarmaðurinn Ahmad Faqa spilar með FH í Bestu deild karla í fótbolta í sumar en leikmaðurinn samdi við Hafnarfjarðarfélagið rétt fyrir mót. 3.4.2025 20:01
Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Skanderborg AGF tapaði dýrmætu stigi í toppbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld þegar liðið gerði jafntefli á heimavelli í Íslendingaslag á móti Ribe-Esbjerg. 3.4.2025 19:40
Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sävehof hafði betur í Íslendingaslag á móti Karlskrona í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en þurfti framlengingu til að landa sigri. 3.4.2025 19:02
Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Ármenningum dreymir um sæti í úrvalsdeild karla í fyrsta sinn í 44 ár en þeir urðu fyrir miklu áfalli í miðri úrslitakeppninni. 3.4.2025 18:00
Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Skautafélag Reykjavíkur hafði sigur fyrir Áfrýjunardómstóli ÍSÍ og missir því ekki að úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí í ár. 3.4.2025 17:26