Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk „Það er alltaf erfitt að vera frá vegna meiðsla. Hvort sem það er einn leikur eða tíu, maður getur ekki beðið eftir að snúa aftur. Ég kom inn í leikinn með það hugarfar að ég ætlaði að gera gæfumuninn,“ sagði James Maddison, markaskorari Tottenham Hotspur í 1-0 sigrinum á Manchester United. 16.2.2025 22:32
Juventus í Meistaradeildarsæti Juventus vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Inter í síðasta leik dagsins í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans. Sigurinn þýðir að Juventus er komið í Meistaradeildarsæti á meðan Inter mistókst að komast á topp deildarinnar. 16.2.2025 21:45
Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Njarðvík lagði Val með tveggja stiga mun í æsispennandi leik að Hlíðarenda þegar liðin mættust í Bónus deild kvenna í körfubolta, lokatölur 76-78. 16.2.2025 21:17
Man City fór létt með Liverpool Manchester City vann 4-0 stórsigur á Liverpool í efstu deild enska kvennafótboltans nú í kvöld. Um var að ræða síðasta leik dagsins. 16.2.2025 21:02
„Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ „Þeir skoruðu en ekki við. Það var munurinn á leiknum í dag,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, eftir að lið hans tapaði 1-0 fyrir Tottenham Hotspur í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. 16.2.2025 19:30
Elías Rafn mætti aftur í markið og Midtjylland tyllti sér á toppinn Danmerkurmeistarar Midtjylland eru komnir á topp efstu deildar karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur í Íslendingaslagnum gegn Lyngby. 16.2.2025 19:00
Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Dagný Brynjarsdóttir kom inn í blálokin á mikilvægum 3-1 sigri West Ham United á Brighton & Hove Albion í efstu deild enska fótboltans í dag. Hlín Eiríksdóttir spilaði þá rúmlega klukkustund í 3-0 sigri Leicester City á Aston Villa. 16.2.2025 17:20
Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Samkvæmt heimildum Vísis var lið Víkings á vellinum þegar Sverrir Ingi Ingason skoraði í 2-1 sigri Panathinaikos á Hirti Hermannssyni og félögum í Volos. 16.2.2025 16:59
Maddison tryggði langþráðan heimasigur Tottenham Hotspur vann Manchester United 1-0 í uppgjöri tveggja liða sem ætluðu sér mikið í upphafi tímabils en hafa lítið sem ekkert getað til þessa í ensku úrvalsdeildinni. 16.2.2025 16:02
Armstrong til Man United frá PSG Marc Armstrong mun á næstu vikum ganga til liðs við Manchester United sem viðskiptafulltrúi enska knattspyrnufélagsins. Hann kemur frá París Saint-Germain þar sem hann var í svipuðu hlutverki. 16.2.2025 08:02