Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Einvígi Inter og Barcelona verður lengi í minnum haft en að lokum var það Inter sem eftir framlengingu tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr einvíginu má sjá á Vísi. 7.5.2025 08:33
Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Indiana Pacers eru komnir í 2-0 í einvíginu við Cleveland Cavaliers sem enduðu á toppi austurdeildar NBA-deildarinnar, eftir þriggja stiga sigurkörfu Tyrese Haliburton. Golden State Warriors misstu Stephen Curry meiddan af velli í sigri á Minnesota Timberwolves. 7.5.2025 07:32
Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Elsti sonur portúgalska knattspyrnugoðsins Cristiano Ronaldo var í dag valinn í U15-landslið Portúgals í fótbolta. Ronaldo vakti athygli á þessu á Instagram og kvaðst stoltur af stráknum sínum. 6.5.2025 14:46
Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Anthony Stolarz, markvörður Toronto Maple Leafs, kastaði upp og varð að yfirgefa svellið eftir tvö slæm höfuðhögg í leik gegn Florida Panthers í NHL-deildinni í íshokkí í gær. 6.5.2025 13:01
Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur svo sannarlega slegið í gegn með Inter á sinni fyrstu leiktíð í ítölsku A-deildinni í fótbolta og útlit er fyrir að hún verði áfram í deildinni. 6.5.2025 12:01
„Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Ég er í alvörunni þakklátur fyrir að fá að vera 42 ára og geta átt sæmilegan leik,“ sagði Hlynur Bæringsson, gamli landsliðsfyrirliðinn sem enn lætur til sín taka á körfuboltavellinum og er kominn í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. 6.5.2025 10:02
Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Breiðablik og KR skildu jöfn, 3-3, í stórkostlegum leik í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Víkinga í 3-2 sigri á Fram og nýliðar Aftureldingar skelltu Stjörnunni, 3-0. Öll mörkin má nú sjá á Vísi. 6.5.2025 09:02
Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes „Mér finnst Valsliðið svo ólíkt sér,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, eftir 1-0 tap Valskvenna gegn Stjörnunni í 4. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. 5.5.2025 15:01
Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Íþrótta- og ólympíusamband Íslands opnaði í dag Afreksmiðstöð Íslands. Miðstöðinni er ætlað að hjálpa íslensku afreksfólki að ná betri árangri í íþróttum og efla faglega umgjörð afreksstarfsins hér á landi. 5.5.2025 13:07
Bjarki kallaður inn í landsliðið Bjarki Már Elísson hefur verið kallaður inn í landsliðið fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni EM í handbolta. 5.5.2025 11:47