
Kosningar 2016

Ferðasaga nýs þingmanns á Bessastaði: Forsetinn „góður gestgjafi og eðalnörd“
Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður Vinstri grænna, birti myndir úr veislunni á Bessastöðum á Twitter-síðu sinni í kvöld.

Allt sem er raunhæft verið reynt
Miðju- og vinstriflokkarnir fimm freista þess aftur að mynda ríkisstjórn. Á þeim þrjátíu og þremur dögum sem liðnir eru frá alþingiskosningum hafa nær allir raunhæfir valkostir við stjórnarmyndun verið reyndir. Í dag slitnaði upp úr óformlegum viðræðum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna meðal annars vegna ágreinings um skattamál.

Guðni boðar flokksformenn á sinn fund á morgun
Forseti Íslands mun fyrst hitta formann Sjálfstæðisflokksins klukkan 10.

Formaður Viðreisnar: Stjórnmálaflokkarnir verið of fljótir á sér í stjórnarmyndunarviðræðunum
„Á svona stundum er nú kannski best að segja sem fæst og snúa sér sem hægast,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í samtali við Vísi aðspurður um það hvort að flokkurinn hans og Björt framtíð snúi sér nú til vinstri eða hægri eftir að það slitnaði upp úr óformlegum viðræðum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka.

Gefur ekki afslátt af stefnu þrátt fyrir veikan þingstyrk
Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn muni halda sínum stefnumálum til streitu og ekki gefa þau eftir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum við VG og Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn sé með lítinn þingstyrk.

Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk
Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára

Bjarni: Spurning hvort hægt sé að gera vopnahlé um ýmis mál
Bjarni og Katrín munu ræða saman aftur í kvöld eftir fundarhöld í dag.

VG hörð á því að Samfylkingin verði hluti af samstarfinu
Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar.

Katrín og Bjarni funda
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks komu saman til fundar á öðrum tímanum í dag til þess að fara yfir mögulegt stjórnarsamstarf flokkanna tveggja.

Funduðu frameftir og halda viðræðum áfram í dag
„Við erum ennþá að ræða stóru línurnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður VG.

Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“
Bjarni Benediktsson hafði samband við Benedikt Jóhannesson í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann.

Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn
Katrín Jakobsdóttir er ekki stressuð yfir því að ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, rúmum mánuði eftir kosningar.

Forseti Íslands upplýstur um viðræður VG og Sjálfstæðisflokks
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er upplýstur um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum.

Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar
Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina.

Ekkert samkomulag um sjávarútvegsmál
Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar segja enn óljóst hvort fundir þeirra með formanni Sjálfstæðisflokks um myndun nýrrar ríkisstjórnar muni skila árangri. Ekkert samkomulag liggur fyrir um sjávarútvegsmál.

Varaformaður Viðreisnar segir ekkert fast í hendi með þriggja flokka stjórn
Jóna Sólveig Elínardóttir segir að ekkert sé fast í hendi og að þreifingar séu á milli allra flokka eins og forsetinn hafi lagt til.

Þingmaður Viðreisnar segir stjórn A, C og D æskilegasta kostinn
Búist er við að formenn flokkanna muni hittast eftir hádegi í dag en engin ákvörðun hefur verið tekin um formlegar stjórnarmyndunarviðræður.

Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“
Formaður Viðreisnar segir menn vera að ræða saman þvert á flokka og að meira sé í gangi en fólk haldi.

Reyna hvað þeir geta til að ná sátt um sjávarútveg
Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar héldu áfram að ræða mögulegt stjórnarsamtstarf flokkanna um helgina.

Ræddu málamiðlunartillögur Bjarna
Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum.


Þingmenn Viðreisnar hittast og meina fjölmiðlum um aðgang að Alþingi
Þingmenn Viðreisnar komu saman til fundar í Alþingishúsinu á fimmta tímanum.

Líkur á samstarfi aukast
Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður.

Þingmaður Vinstri grænna: Ríkisstjórn VG, Pírata og Sjálfstæðisflokks spennandi kostur
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að skoða þurfi myndun ríkisstjórnar með Vinstri grænum ef aðrir möguleikar eru ekki í stöðunni.

Katrín reyndi við Sjálfstæðismenn
Stjórnmálamenn eru dasaðir eftir að síðustu stjórnarmyndunarviðræður runnu út í sandinn. Enginn fer með stjórnarmyndunarumboðið. Forseti Íslands segir að nú verði stjórnmálamenn að rísa til ábyrgðar.

Vill ekki ríkisstjórn með bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokki
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir það ekki vera vænlegan kost að mynda ríkisstjórn með bæði Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Hann telur þó mikilvægt að fara mynda starfhæfa ríkisstjórn í landinu.

Þorsteinn: Málefnaleg samstaða mikilvægari en sterkur meirihluti
Segir að viðræður þar sem stór hluti hins pólitíska litrófs komi saman verði til þess að allir þurfi að gefa of mikið eftir af sínum stefnumálum.

„Forsetinn getur ekkert barið þá saman“
Sagnfræðingur telur það klókt af forseta Íslands að veita engum stjórnarmyndunarumboð. Það gæti haft þveröfugáhrif ef hann myndi skipta sér of mikið af.