
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu

Sjálfstæðisyfirlýsing Katalóníu breytir engu fyrir ESB
Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið muni áfram einungis skipta við spænsk stjórnvöld í Madríd.

Spánarþing samþykkir að afturkalla sjálfstjórn Katalóníu
Meirihluti þingmanna öldungadeildar Spánaðarþings hefur samþykkt tillögu ríkisstjórnar landsins að afturkalla sjálfstjórn Katalóníuhéraðs.

Katalónska þingið samþykkir að lýsa yfir sjálfstæði
Í leynilegri kosningu á katalónska þinginu greiddu sjötíu þingmenn með tillögunni, tíu gegn og tveir skiluðu auðu. Sambandssinnar á katalónska þinginu sniðgengu atkvæðagreiðsluna.

Hvetur þingmenn til að samþykkja beina stjórn yfir Katalóníu
Forsætisráðherra Spánar segist vilja koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum.

Framtíð forsetans ræðst í dag
Efri deild spænska þingsins ræðir í dag áætlun stjórnvalda í Madríd sem miðar að því að draga úr sjálfsstjórn Katalóna

Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag
Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði.

Ætlar ekki að boða til kosninga
Varaforseti Katalóníu segir að það eina í stöðunni fyrir héraðið vera að lýsa yfir sjálfstæði.

Puigemont hættir við flutning ræðu sinnar
Talsverð ringulreið ríkir í Katalóníu eftir að forseti heimastjórnarinnarinnar ákvað að hætta við ræðu sem hann hugðist flytja í katalónska héraðsþinginu í dag.

Katalónar sagðir ætla að kalla til kosninga
Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, er sagður ætla að kalla til kosninga í héraðinu þann 20. desember.

Puigdemont fer ekki til Madrídar
Öldungadeildarþingmenn Spánar munu greiða atkvæði um það á föstudag hvort beita eigi 155. grein stjórnarskrárinnar og afturkalla sjálfstjórn Katalóníu.

Katalónar munu ekki fylgja skipunum frá Madríd
Katalónsk yfirvöld munu ekki fylgja skipunum frá spænskum stjórnvöldum grípi Spánarstjórn til þess ráðs að afturkalla sjálfsstjórn héraðsins.

Aðskilnaðarsinnar í Katalóníu myndu halda völdum
Könnun El Periódico bendir til að niðurstöður kosninga til katalónska héraðsþingsins yrðu keimlíkar þeim síðustu, yrði gengið til kosninga í dag.

Halda áfram þrátt fyrir hótun stjórnarinnar um fangelsisvist
Stjórnvöld í Madríd á Spáni ætla að afturkalla sjálfstjórn Katalóníu. Katalónar stefna ótrauðir áfram að því að lýsa yfir sjálfstæði. Utanríkisráðherra landsins segir héraðsstjórnina vera að gera tilraun til byltingar.

Munu ekki virða áætlanir stjórnvalda í Madríd
Carles Puigdemont, leiðtogi héraðsstjórnar Katalóníu, segir það ekki koma til greina að virða áætlanir stjórnvalda á Spáni um að svipta Katalóníu sjálfstjórn.

Forsætisráðherra Spánar samþykkir að svipta Katalóníu sjálfsstjórn
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur samþykkt að svipta Katalóníu sjálfsstjórn sinni

Spænska ríkisstjórnin fundar um framtíð Katalóníu
Spænska ríkisstjórnin ætlar að beita 155. gr. stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfsstjórn í dag.

Íbúar Katalóníu vita ekki hvað tekur við
Óvissuástand ríkir í Katalóníu eftir að spænska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að héraðið yrði svipt sjálfsstjórn. Þetta segir Óttar M. Norðfjörð, íslenskur rithöfundur sem búsettur er í Barcelona. Hann segir deilurnar um sjálfstæði hafa rekið fleyg í samband fjölskyldna í Katalóníu og hópar ungmenna sláist með katalónska og spænska fána á bakinu.

Ætla að svipta Katalóníu sjálfsstjórn
Carles Puigdemont, leiðtogi Katalóníu, heldur kröfu sinni um viðræður við stjórnvöld í Madríd um sjálfstæði héraðsins til streitu.

Klukkustund í ögurstund
Nú er að duga eða drepast fyrir leiðtoga Katalóníu.

Tveir þekktir sjálfstæðissinnar handteknir
Dómstóll á Spáni hefur úrskurðað tvo framámenn í sjálfstæðisbaráttu Katalóna í varðhald.

Ríkisstjórnin harmar óskýrmælgi Katalóna
Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur frest fram á fimmtudag til að skýra mál sitt varðandi sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu.

Puigdemont skýrir ekki mál sitt
Forseti sjálfstjórnarhéraðsins Katalóníu á Spáni, hefur sent stjórnvöldum í Madríd bréf, en þar sker hann ekki úr um hvort Katalónía hafi lýst yfir sjálfstæði.

Forseti Katalóníu með óskipta athygli Evrópu
Carles Puigdemont þarf að útskýra mál sitt fyrir stjórnvöldum í Madríd á Spáni fyrir klukkan átta í dag.

Segir Spánverja ekki vilja bæta ástandið
Katalónskir diplómatar gagnrýna afstöðu forsætisráðherra Spánar harðlega. Hann vilji ekki draga úr spennu.

Hótar aðgerðum og biður um skýrmælgi
Ríkisstjórn Spánar hótar enn á ný að svipta Katalóníu sjálfsstjórnarréttindum. Forsætisráðherrann biður forseta Katalóníu um að útskýra áform sín um sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins.

Spánn setur tímapressu á Katalóna og gefur fimm daga frest
Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar hótar að svipta Katalóníu sjálfstjórnarréttindum sínum ef Carles Puigdemont forseti lýsir yfir sjálfstæði héraðsins.

Hefur tekið fyrsta skrefið til að svipta Katalóníu sjálfstjórn
Forsætisráðherra Spánar hefur tilkynnt katalónsku héraðsstjórninni að héraðinu kunni að verða stýrt beint frá höfuðborginni Madríd.

Rajoy biður Puigdemont að tala skýrar
Forsætisráðherra Spánar hefur beðið forseta héraðsstjórnar Katalóníu um að staðfesta hvort hann hafi lýst yfir sjálfstæði Katalóníu eður ei.

Sjálfstæði frestað og gengið til samningaviðræðna við Spán
Þing Katalóníu frestaði því í gær að kljúfa héraðið frá Spáni. Héraðsstjórinn vonast til að fresturinn verði nýttur til viðræðna við Spánverja um skilmála útgöngu í stað einhliða yfirlýsingar.

Forseti Katalóníu frestar sjálfstæðisyfirlýsingu
Carles Puidgemont hélt ræðu á katalónska þinginu rétt í þessu þar sem hann frestaði sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu.