
Nýja-Sjáland

Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump
Phil Goff, sendiherra Nýja-Sjálands á Bretlandi, hefur verið látinn taka pokann sinn eftir að hann gerði lítið úr sögukunnáttu Donald Trump Bandaríkjaforseta.

„Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“
Rauða regnhlífin segir ný lög í Belgíu bæta stöðu kynlífsverkafólks verulega. Það séu gallar á löggjöfinni en lögin séu fordæmi sem vert sé að fylgjast með. Samtökin telja margt hægt að gera betur á Íslandi fyrir þolendur vændis og fólk í ýmiss konar kynlífsvinnu. Sem dæmi þurfi styrkari fjárhagsaðstoð og betri fræðslu fyrir fagaðila.

Nýsjálendingar þrefalda ferðamannagjaldið
Ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur ákveðið að þrefalda gjald sem ferðamenn þurfa að greiða við komu til landsins. Gjaldið fer úr 35 nýsjálenskum dölum í hundrað, sem jafngildir um þrjú þúsund íslenskum krónum í tæpar níu þúsund krónur.

Neil Gaiman sakaður um kynferðisofbeldi
Neil Gaiman, heimsfrægur höfundur bóka á borð við The Sandman og Good Omens, hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi af tveimur konum. Konurnar tvær segja hann hafa beitt þær ofbeldi þegar þær voru 20 og 21 árs og í sambandi með honum. Gaiman þvertekur fyrir að hafa nokkuð gert af sér.

Fimmtíu slasaðir eftir að Boeing-vél „féll“ í miðju flugi
Fimmtíu manns þurftu aðhlynningu og þrettán voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að „tæknilegir örðugleikar“ komu upp í flugi Latam Airlines frá Sydney til Auckland sem urðu þess valdandi að flugvélin „féll“ og farþegar hentust úr sætum sínum.

Fimmtán ára rallökumaður lést í keppni
Nýsjálendingar syrgja ungan efnilegan ökumann eftir slys í keppni um helgina en margir velta líka því fyrir sér hvernig rallökumenn geta keppt án þess að vera komnir á bílprófsaldur.

Bæjarstjóri sagði samsæringi að fara í rassgat
Len Slat, bæjarstjóri Thames- Coromandel í Nýja-Sjálandi, segist hafa fundið fyrir mjög jákvæðum viðbrögðum, eftir að hann sagði samsæringi sem sýndi opinberum starfsmönnum ógnandi hegðun að „fara í rassgat“. Það gerði hann í formlegum pósti borgarstjóra eftir að maðurinn hafði beðið um nöfn starfsfólks bæjarstjórnarinnar og heimilisföng þeirra.

Þingmaður segir af sér eftir búðarhnupl
Golriz Ghahraman, þingmaður Græningjaflokksins í Nýja-Sjálandi, hefur sagt af sér eftir að hún var sökuð um að stela klæðnaði úr í það minnsta tveimur tískuverslunum. Hún segir stress tengt starfi hennar hafa orðið til þess að hún fór að hnupla.

Nýja-Sjáland verði ekki reyklaust
Ný ríkisstjórn í Nýja-Sjálandi stefnir á að hætta við áform um að gera landið reyklaust. Er verkefnið eitt af þeim sem á að hverfa til þess að lækka skatta í landinu.

Liðsmenn gengja mögulega skikkaðir til að hylja flúr með farða
Mark Mitchell, einn talsmanna Þjóðarflokksins á Nýja-Sjálandi, sagði í samtali við ríkismiðilinn RNZ í gær að ef boðað bann gegn gengjamerkjum skilaði ekki árangri kæmi til greina að skikka liðsmenn gengjanna til að hylja gengjaflúr með farða.

Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári
Nýir notendur X, áður Twitter, í Nýja Sjálandi og á Filippseyjum, munu þurfa að greiða einn dal á ári fyrir þau forréttindi að nota samfélagsmiðilinn. Þetta er tilraunaverkefni hjá X, sem kallast Not A Bot, eða Ekki þjarki, og á að draga úr fjölda svokallaðra botta.

Hægrisveifla á Nýja-Sjáland og nýr forsætisráðherra
Nýr forsætisráðherra tekur við á Nýja-Sjálandi. Kosningar fóru fram í gær. Þjóðarflokkurinn fékk um 40 prósent atkvæða og Verkamannaflokkurinn aðeins um 25 prósent.

Brutu gegn átján konum á veitingastað og bar föður þeirra
Bræðurnir Danny og Roberto Jaz hafa verið dæmdir í 17 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn samtals átján konum. Málið hefur vakið mikla reiði á Nýja-Sjálandi, þar sem bræðurnir notuðu bar og veitingastað föður síns til að fremja brotin.

Uppskriftaforrit byggt á gervigreind býður upp á klórgas og annað misjafnt
Nýtt uppskriftasmáforrit matvöruverslanakeðju á Nýja-Sjálandi sem byggir á gervigreind hefur stungið upp á heldur nýstárlegum uppskriftum við neytendur, til að mynda drykk sem er í raun klórgas og eitraðar samlokur.

Skotárás fyrir opnunarleik HM í Auckland: „Mótið heldur áfram óhaggað“
Þrír eru látnir eftir skotárás á byggingarsvæði í borginni Auckland í Nýja Sjálandi. Árásarmaðurinn er einn hinna látnu. Að sögn lögreglunnar er fjöldi fólks særður.

Ríkisfjölmiðill áminntur vegna myndskeiðs af kynlífi höfrunga
Fjölmiðlaeftirlitsstofnun Nýja-Sjálands hefur veitt ríkisfjölmiðlinum TVNZ áminningu fyrir að heimila náttúrulífsþátt fyrir alla aldurshópa. Ákvörðunin var tekin eftir að einn áhorfandi kvartaði undan atriði sem sýndi mökun höfrunga.

Vigta farþega áður en þeir stíga um borð
Flugfélag Nýja-Sjálands hyggst vigta alla farþega sem stíga um borð í flugvélar félagsins í júlímánuði. Er það gert til að finna út meðalþyngd farþega.

Gistiheimilisbruninn á Nýja-Sjálandi rannsakaður sem sakamál
Mannskæður bruni á Nýja-Sjálandi í gær, þar sem að minnsta kosti sex létu lífið og allt að tuttugu er mögulega saknað, er nú rannsakaður sem morð. Yfirvöld í Wellington hafa staðfest að um íkveikju var að ræða.

Sex látnir í eldsvoða á gistiheimili í Wellington
Að minnsta kosti sex eru látnir og ellefu er saknað eftir að eldur braust út á gistiheimili í Wellington á Nýja-Sjálandi. Fleiri en 50 var bjargað úr byggingunni.

Keppast við að finna dreng sem týndist í helli áður en flóð verða of mikil
Viðbragðsaðilar á norðureyju Nýja-Sjálands leituðu langt fram á kvöld í gær að barni, sem týndist í helli. Gríðarlegar rigningar og flóð hafa verið á svæðinu og liggur því mikið á að finna barnið.

Tala látinna eftir fellibylinn á Nýja-Sjálandi líkleg til að hækka
Að minnsta kosti átta eru látnir eftir að fellibylurinn Gabríella gekk yfir Nýja-Sjáland í vikunni. Chris Hipkins, forsætisráðherra, segir viðbúið að tala látinna eigi eftir að hækka enn frekar þegar björgunarsveitir ná til hundruð byggða sem eru án sambands við umheiminn.

Átta ára drengur talinn hafa látist eftir að hafa fengið raflost
Átta ára gamall ástralskur drengur er talinn hafa látist eftir að hafa fengið raflost á meðan hann var í fríi með fjölskyldunni sinni á Fídji. Drengurinn fannst meðvitundarlaus í blómabeði á hótelinu og var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi í kjölfarið.

Neyðarástand á Nýja-Sjálandi
Neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir á öllu Nýja Sjálandi vegna fellibylsins Gabriellu sem hefur víða valdið gríðarlegu tjóni.

Hátt í fimmtíu þúsund heimili rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi
Tæplega fimmtíu þúsund heimili eru rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi vegna fellibyljarins Gabríellu sem gengur yfir norðurhluta landsins. Yfirvöld í eyríkinu hafa gefið út viðvaranir vegna vinda og rigninga og hundruð flugferða hafa fallið niður vegna veðursins.

Hipkins orðinn forsætisráðherra
Chris Hipkins sór í morgun embættiseið sinn sem fertugasti og fyrsti forsætisráðhera Nýja Sjálands.

Hipkins tekur við af Ardern
Nýsjálenski þingmaðurinn Chris Hipkins gefur einn kost á sér í formannsstöðu nýsjálenska Verkamannaflokksins og mun því að öllum líkindum taka við sem forsætisráðherra á mánudag af Jacindu Ardern, sem tilkynnti afsögn sína í gær.

Tankurinn tómur og tími kominn til að kveðja
Fráfarandi forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það hafa verið forréttindi að fá að leiða þjóð sína á erfiðum tímum undanfarin tæpu sex ár. Nú væri tankur hennar hins vegar tómur og tími til kominn að kalla til nýjan leiðtoga.

Katrín segir sjónarsvipti að hinni sjarmerandi Ardern
Forsætisráðherra segir að sjónarsviptir verði af Jacinda Ardern sem óvænt sagði af sér embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands og leiðtoga Verkamannaflokksins í gærkvöldi. Sex ára valdatími hennar hafi einkennst af hverju áfallinu á fætur öðru, allt frá náttúruhamförum, fjöldamorðum, covid faraldrinum og nú til efnahagsástandsins vegna stríðsins í Úkraínu.

Ardern segir af sér
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur ákveðið að segja af sér. Hún mun láta af störfum ekki seinna en 7. febrúar og segist hreinlega ekki hafa orku til að sinna starfinu lengur.

Kallaði þingmann hrokafullan fávita
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur beðist afsökunar á því að hafa kallað þingmann stjórnarandstöðunnar hrokafullan fávita á þingi. Ummælin sem látin voru falla á þingi í morgun áttu ekki að heyrast.