
Samgönguslys

Hvalfjarðargöngum lokað tvisvar með stuttu millibili vegna umferðaróhappa
Hvalfjarðargöngum var lokað tvisvar síðdegis með stuttu millibili vegna umferðaróhappa. Í fyrra skiptið voru þau lokuð í yfir klukkustund en í það seinna í 40 mínútur. Ökumenn fóru út úr bílum sínum til að kaupa ís af ísbílnum sem sat einnig fastur.

Flaug í mjög lítilli hæð áður en hún hafnaði í vatninu
Í nýrri bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið í Þingvallavatni í febrúar kemur fram að Neyðarlínunni hafi borist stutt símtal frá einum farþeganna. Á myndum úr skýrslunni má sjá að flugvélin virðist fljúga í mjög lítilli hæð yfir Þingvallavatni í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í vatninu.

Erlendur ferðamaður lést í slysinu við Vík
Ökumaður fólksbifreiðar, erlendur karlmaður á sjötugsaldri, lést í bílslysinu sem varð austan við Vík í Mýrdal í dag. Eiginkona hans var flutt alvarlega slösuð með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann.

Einn fluttur með þyrlu Gæslunnar á Landspítalann
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann með mann sem slasaðist í alvarlegu umferðarslysi austan við Vík í Mýrdal nú um klukkan 18:00. Bifreiðar úr gangstæðri átt skullu saman á þjóðvegi 1 við Kúðafljót.

Alvarlegt umferðarslys austur af Vík
Alvarlegt umferðarslys varð á Þjóðvegi 1 við Kúðafljót austur af Vík um klukkan 15:50 í dag þar sem bifreiðar úr gagnstæðum áttum rákust saman.

„Vagnstjórinn hefði ekki getað brugðist við á annan hátt“
„Myndbandsupptaka úr strætisvagninum bendir til að vagnstjórinn hefði ekki getað brugðist við á annan hátt.“

Ekjubrú Herjólfs skemmdist í árekstri í Eyjum
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er á eftir áætlun eftir óhapp sem laskaði ekjubrú skipsins í kvöld. Bílar sem ætluðu í land í Vestmannaeyjum sátu fastir um borð í um klukkustund vegna óhappsins.

Ekið á gangandi, hjólandi og á rafhlaupahjóli
Bifreiðum var ekið á gangandi vegfaranda, hjólreiðamann og manneskju á rafhlaupahjóli í Reykjavík í dag. Þá var bíl ekið á lamb í austurborginni.

Strætisvagn ók á gangandi vegfaranda
Ökumaður strætisvagns ók á gangandi vegfaranda á Sæbraut í Reykjavík fyrr í dag. Að sögn slökkviliðs hlaut vegfarandinn tvo skurði á höfði og var fluttur á slysadeild. Hann hafi að öðru leyti borið sig vel.

Tvö umferðarslys á Miklubraut í morgun
Tilkynnt var um tvö umferðarslys á Miklubraut í Reykjavík í morgun, annað til móts við Skeifuna og hinn við Stakkahlíð á leið vestur.

Styttist í bráðabirgðaniðurstöður vegna flugslyssins á Þingvallavatni
Rannsókn á flugslysinu á Þingvallavatni í febrúarmánuði er enn í fullum gangi.

Banaslysið í Skötufirði: Sofnaði líklegast undir stýri eftir næturflug
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaður bíls, sem missti stjórn á bíl þannig að hann snerist, rann út af veginum og valt niður í sjó á Djúpvegi í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi í janúar 2021, hafi sofnað undir stýri eftir að hafa verið á ferðalagi í fimmtán klukkustundir. Tveir farþegar – 29 ára kona og eins árs drengur – létust í slysinu.

„Áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig“
Á leið niður Laugaveginn á hjóli á laugardagskvöld lenti Margeir Steinar Ingólfsson í því að ökumaður ók aftan á hann með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjól hans kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjól Margeirs, brunaði niður göngugötu og flúði af vettvangi.

Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Landspítalann í Fossvogi
Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi á níunda tímanum í kvöld eftir að tveggja bíla árekstur varð við gatnamót Bústaðavegar og Háaleitisbrautar.

Fluttur á Landspítala eftir vélsleðaslys
Þyrla Landhelgisgæslunnar var í dag kölluð út að sækja mann sem hafði slasast á vélsleða á Geldingafelli við Langjökul. Ekki er vitað um alvarleika slyssins.

Þriggja bíla árekstur á Vesturlandsvegi en enginn alvarlega slasaður
Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi fyrir ofan Ártúnsbrekku rétt upp úr klukkan sex. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.

Fjögurra bíla árekstur við Leifsstöð
Árekstur varð við Leifsstöð nú á fjórða tímanum. Fjórir bílar eru nokkuð skemmdir, lítil rúta og þrír fólksbílar.

Sökk vegna fannfergis í miklu snjóveðri
Talið er að báturinn Sigursæll KÓ 8 hafi sokkið í Hafnarfjarðarhöfn í febrúar vegna mikils fannfergis.

Farþegi rifbeinsbrotnaði á landgöngubrú Hríseyjarferjunnar
Farþegi í Hríseyjarferjunni Sævari rifbeinsbrotnaði á landgöngubrú ferjunnar eftir að hnykkur kom á hana þegar verið var að hífa fiskikör í land í höfninni á Árskógssandi.

Leigubílstjórinn undrast upptöku fimmtíu ára gamals máls
Skýrslur voru ekki teknar af ökumanni og farþega í bíl, sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 með þeim afleiðingum að annar farþeginn lést, fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Þetta kemur fram í gögnum lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Bílstjórinn segir það ekki standast, ekki hafi liðið nema nokkrir dagar þar til skýrsla hafi verið tekin af honum.

Fækkum slysum á rafmagnshlaupahjólum
Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður.

Rúta fór út af við Efstadal
Rúta fór út af veginum við Efstadal austur af Laugarvatni upp úr klukkan eitt eftir hádegi í dag. Hópur fólks var í bílnum en allir sluppu óhultir og bílstjórinn var einn fluttur til læknisskoðunar.

Rúta fór út af við Ártúnsbrekku
Rúta hafnaði utan vegar við Ártúnsbrekku nú í kvöld.

Fjórir slösuðust í hörðum árekstri á Miklubraut
Fjórir slösuðust þegar harður árekstur varð á mótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar á öðrum tímanum í nótt.

Fluttur á slysadeild eftir mótorhjólaslys
Mótorhjólaslys átti sér stað í Mosfellsbæ um áttaleytið í kvöld og var einn fluttur á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins féll ökumaðurinn af hjóli sínu.

Mótorhjólaslys í Laugardal
Minnst einn slasaðist í mótorhjólaslysi nærri Pylsuvagninum í Laugardal upp úr klukkan sex í kvöld.

Þjóðvegur 1 lokaður eftir bílslys undir Eyjafjöllum
Þjóðvegur 1 er nú lokaður undir Eyjafjöllum eftir að fólksbíll hafnaði utan vegar skammt vestan Efra Bakkakots. Verið er að flytja ökumanninn á sjúkrahús.

Umferðartafir vegna bílveltu í Mosfellsbæ
Bílvelta átti sér stað í Mosfellsbæ á þriðja tímanum í dag og olli atvikið nokkrum umferðartöfum.

„Tíminn læknar ekkert öll sár. Og það er allt í lagi“
Mikill harmleikur átti sér stað 9. júní 2019 þegar lítil einkaflugvél hrapaði við Múlakot í Fljótshlíð. Um borð var fjölskylda Idu Bjargar Wessman; báðir foreldrar hennar, tveir bræður og kærasta annars bróðurins.

Fluttur á slysadeild eftir margra bíla árekstur á Miklubraut
Einn var fluttur á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Miklubraut við Rauðagerði á þriðja tímanum í dag. Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafði ekki upplýsingar um líðan þess sem slasaðist.