Sprengisandur

Fréttamynd

Flutningurinn góður fyrir Fram­sókn en slæmur fyrir Sjálf­stæðis­flokk

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðaherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir það afar stór tíðindi á hægri væng stjórnmála að Sigríður Andersen fyrrverandi ráðherra sé gengið til liðs við Miðflokkinn. Þó svo að Sigríður segist ekki vera að flýja Sjálfstæðisflokkinn þá sé hún að gera það.

Innlent
Fréttamynd

Úti­loka ekki sam­starf en segja mál­efnin skipta mestu máli

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson útiloka ekki að starfa saman í tveggja flokka stjórn. Þau segja samt málefnin alltaf skipta mestu máli. Kristrún segir mögulega styttra á milli Miðflokks og Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og annarra flokka. Kristrún og Sigmundur fóru yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­málin á Sprengi­sandi í dag

Stjórnmálin verða rædd í þaula í Sprengisandi í dag. Páll Magnússon stýrir þættinum í dag. Fyrst mæta til hans Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Báðir þessi flokkar mælast með mikið fylgi í könnunum.

Innlent
Fréttamynd

Minnkandi virðing fyrir heil­brigðis­starfs­fólki á Gasa

Ljósmóðir sem vann á sjúkrahúsi á Gasa í sumar og hefur í þrjátíu ár starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins víða um heim segir aðstæðurnar á Gasa að mörgu leyti þær hættulegustu sem hún hefur starfað í. Hún upplifi minni virðingu fyrir störfum heilbrigðisstarfsfólks en áður fyrr. 

Erlent
Fréttamynd

„Ég vil auð­vitað klára kjör­tíma­bilið“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir að kjörtímabil sé fjögur ár, og hún vilji klára tímabilið áður en gengið verði til kosninga. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir að pólitísk óvissa ríki á meðan sitjandi ríkisstjórn er við völd og vill kosningar fyrir áramót. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna gefur engin skýr svör um það hvort hún vilji halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu, eða þá hversu lengi.

Innlent
Fréttamynd

Samgöngusáttmálinn, Yazan og loftlagsmál á Sprengi­sandi

Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Meðal þess sem verður til umræðu í dag er saga kommúnista á Íslandi, samgöngusáttmálin, mál Yazans Tamimi og loftlagsmál.

Innlent
Fréttamynd

Odd­viti segist ekki geta gengið gegn á­kvörðun Al­þingis

Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, segir sveitarfélagið ekki geta gengið gegn ákvörðun Alþingis um að setja Búrfellslund í orkuvirkjanakost. Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða segir málið ekki svo einfalt. Ákvörðun Alþingis sé ekki endanleg. Eggert og Snæbjörn ræddu orkumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Frétta­maðurinn hafi vart getað varist hlátri

Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis fer um víðan völl í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann ræðir grundvallarréttindi borgaranna og spyr hvort viðhorf stjórnvalda hafi breyst eftir tíma heimsfaraldurs og eldsumbrota. Fréttamaður Ríkisútvarpsins hafi vart getað varist hlátri fyrir tveimur árum við lestur fréttar um að umboðsmaður hefði sett spurningarmerki við samkomutakmarkanir. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp ný­sköpun“

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekkert óeðlilegt við að ráðherrar tali fyrir og ryðji brautina fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Fjölmörg dæmi séu um að mikill ávinningur hafi náðst fyrir samfélagið allt með tilkomu slíkra fyrirtækja. 

Innlent
Fréttamynd

Hefur á­hyggjur af við­horfi Við­skipta­ráðs

Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir neyðarástand ríkja í grunnskólakerfinu enda hafi námsárangur barna hrunið hér á landi. Leynd um námsárangur í grunnskólum gangi ekki. Formaður skólastjórnarfélags Íslands segir málflutning ráðsins ekki á rökum reistan.

Innlent
Fréttamynd

Veð­mála­starf­semi, Carbfix og stefnu­leysi stjórn­valda

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Innlent
Fréttamynd

Segir öldrun þjóðarinnar eitt helsta á­hyggju­efnið

„Það er nánast ekki tekið tillit til þessa. Þegar ég hef verið að lesa gögnin þá kemur verulega á óvart hvað þetta fær litla umfjöllun og lítið vægi og á nokkrum stöðum hef ég fundið umfjöllun um það að þetta breyti ekki miklu til skamms tíma en þetta er bara að gerast núna.“

Innlent