Viðskipti

Fréttamynd

Varað við erlendum fyrirtækjaskrám

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) varar atvinnurekendur við fulltrúum erlendra fyrirtækjaskráa sem hafa sett sig í samband við íslensk fyrirtæki og leita eftir staðfestingu á upplýsingum um viðkomandi fyrirtæki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Edda sögð vera til sölu

Edda útgáfa mun vera til sölu fyrir rétt verð eins og oft er sagt og telja sumir að alltaf hafi staðið til að losa fyrirtækið sem er í eigu Úlfarsfells, félags Björgólfs Guðmundssonar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Virgin leyfir fartölvur

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur gefið farþegum sínum grænt ljós á að nota fartölvur frá Dell og Apple í millilandaflugi gegn ákveðnum skilyrðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ísland færist upp um tvö sæti

Ísland er fjórtánda samkeppnishæfasta land í heimi og færist upp um tvö sæti frá því í fyrra samkvæmt nýjustu úttekt skýrslu World Economic Forum. Bandaríkin, sem voru í fyrsta sæti, eru fallin í það sjötta, en Sviss komið í þeirra stað efst á listanum sem samkeppnishæfasta hagkerfi heimsins. Sviss var áður í fjórða sæti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjármálastjóri Enron í steininn

Andrew Fastow, fyrrum fjármálastjóri bandaríska orkurisans Enron, hlaut sex ára fangelsisdóm vegna aðildar sinnar að fjár- og bókhaldssvikum, sem leiddu til gjaldþrots fyrirtæksins í lok árs 2001, í Houston í Texas í Bandaríkjunum í gær.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ýtti undir áhuga á viðskiptum

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, komst í fyrstu bók Michaels E. Porter um samkeppniskraftagreininguna frá 1980 í kringum 1988 þegar hann var við nám í MIT í Boston í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jarðboranir tryggja sér nýjan liðsauka

Jarðboranir hafa gengið frá samningum um kaup á nýjum hátæknibor sem verður afhentur næsta sumar. Verður hann sá öflugasti í tækjaflota félagsins og fær um að bora niður á allt að rúmlega fimm kílómetra dýpi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Braut blað í stefnumótunarfræðum

Runólfur Smári Stein­þórsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir að sterk staða Michaels E. Porter á sviði stefnumótunar og fyrirtækjarekstrar sé ótvíræð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sameiningin í hnotskurn

Í kjölfar fyrirhugaðra kaupa á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi verður OMX móðurfélag samstæðunnar. OMX er þegar skráð félag í kauphöllunum í Stokkhólmi, Helsinki og Kaupmannahöfn og þegar gengið hefur verið frá kaupunum hyggst félagið sækja um skráningu í Kauphöll Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baugur ræður lögfræðing

Stuart Hanbury lögfræðingur hefur verið ráðinn til starfa hjá Baugi í Bretlandi. Hanbury starfar hjá lögfræðistofunni Allen & Overy sem hefur aðsetur í City, fjármálahverfi Lundúnaborgar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skoða breytt landslag

Sparisjóðir gætu þurft að losa um bréf í Existu vegna lækkunar eiginfjárhlutfalla og markaðsáhættu. Sumir sparisjóðanna skoða sölu bréfa í samráði við aðra eigendur Existu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flestir eru að gera það gott

Hagvöxtur undanfarinna tveggja ára á Íslandi hefur verið með eindæmum mikill, vel á áttunda prósent hvort ár, ef miðað er við aukningu vergrar landsframleiðslu. Jafnvel þótt tekið sé tillit til fólksfjölgunar var vöxturinn mikill, ríflega 6% aukning á mann hvort ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leiðarvísir að fyrirmyndarfyrirtæki

Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dags­brúnar, segir Michael E. Porter ótrúlega flinkan fræðimann. Samkeppnis­kraftagreining hans um mikilvægi þess að fyrirtæki greini markaðinn og setji sér skýra stefnu sé í fullu gildi, að hennar sögn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjörfiskur

Um helgina sem leið bauð Pickenpack Hussman & Hahn, dótturfélag Icelandic Group, til mikillar veislu í leikfangaborginni Luneburg í nágrenni Hamborgar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forstjóri í steininn

Bernard Ebbers, stofnandi og fyrrum forstjóri bandaríska fjarskiptafélagsins WorldCom, fór í fangelsi í Bandaríkjunum í gær til að afplána dóm sem hann hlaut í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lufthansa kaupir ekki í SAS

Thomas Jachnow, talsmaður þýska flugfélagsins Lufthansa, og talsmaður SAS í Svíþjóð, vísuðu báðir þeim orðrómi á bug í byrjun vikunnar að Lufthansa ætlaði að kaupa allt að helmingshlut í norræna flugfélaginu og hugsanlega gera yfirtökutilboð í það.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tölvuþrjótar herja á heimilitölvur

Tölvuþrjótar herja í auknum mæli á heimilistölvur með það fyrir augum að komast yfir bankaupplýsingar almennings. Þetta segir bandaríska vírusbanafyrirtækið Symanstec, sem kannaði nýlega stöðu mála.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Efasemdir um enn víðtækari samruna

Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hygðist taka yfir OMX. Á þeim tíma sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starfsmannastjóri Ford segir upp

Steven Hamp, starfsmannastjóri bandaríska bílaframleiðandans Ford og næstráðandi Alan Mulally forstjóra, ætlar að láta af störfum hjá fyrirtækinu öðru hvoru megin við næstu áramót.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Glitnir mælir með Atorku

Mælt er með kaupum í Atorku Group í nýlegri greiningu Glitnis. Verðmatsgengi á Atorku er 7,3 krónur á hlut samanborið við markaðsgengið 6,35 en markgengi, þar sem Glitnir sér gengi Atorku standa í eftir sex mánuði, er sjö krónur á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip á áætlun

Eimskip skilaði rekstrarhagnaði fyrir afskriftir (EBITDA) upp á 1,4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi og 3,3 milljörðum króna fyrir fyrstu níu mánuði reikningsársins. Hlutfall EBITDA af veltu nam fjórtán prósentum. Tekjur Eimskipa á fjórðungnum námu tíu milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Handbók athafnamannsins komin út

Stjórnendur og aðrir þeir sem koma að rekstri fyrirtækja, eða hyggjast stofna fyrirtæki, geta nú brosað breiðara og andað léttar. Í samstarfi við SPRON hefur Páll Kr. Pálsson gefið út bókina Handbók athafnamannsins.

Viðskipti innlent