
Erlent

Miklar sveiflur á bandarískum fjármálamörkuðum
Gengi hlutabréfa féll talsvert eftir sveiflukenndan dag á bandarískum fjármálamörkuðum í dag.

Gengi Google ekki lægra í þrjú ár
Gengi hlutabréfa í bandaríska netleitarrisanum Google fór niður um 300 bandaríkjadala markið á þarlendum hlutabréfamarkaði í dag en það hefur ekki verið lægra síðan síðla árs 2005.

Talsvert verðfall á Wall Street
Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum féllu verulega á hlutabréfamörkuðum í dag. Fjárfestar þykja afar svartsýnir um horfur í efnahagsmálum auk þess sem ákvörðun stjórnvalda að kaupa ekki verðbréf og aðra vafninga sem hafa brennt stórt gat í efnahagsreikning banka og fjármálafyrirtækja olli miklum vonbrigðum.

Fjárfestar áhyggjufullir í Bandaríkjunum
Gengi hlutabréfa lækkaði á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag eftir nokkuð jákvæða byrjun. Fjármálaskýrendur eru nokkuð sammála um að mikil hækkun á hlutabréfaverði í Asíu og í Evrópu í dag í kjölfar efnahagsaðgerða kínverskra stjórnvalda hafi hleypt mönnum kapp í kinn fyrstu metrana. Þegar á leið og uppgjör bandarískra stórfyrirtækja tók að skila sér í hús gerðust þeir hins vegar á ný uggandi um horfurnar í þarlendu efnahagslífi til skamms tíma litið.

Evrópskir markaðir smitast af uppsveiflu í Asíu
Hlutabréfamarkaðir víða um heim tóku vel við sér í kjölfar ákvörðunar kínverskra stjórnvalda að setja jafnvirði 586 milljarða Bandaríkjadala inn í hagkerfið til að sporna við áhrifum fjármálakreppunnar næst tvö ár. Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og fleiri telja aðgerðirnar geta haft jákvæð áhrif víða um heim.

Fjárfestar kátir í Asíu
Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert í Asíu í nótt eftir að kínversk stjórnvöld ákváðu að dæla fé inn í efnahagslífið með það fyrir augum að blása lífi í hagkerfið.

Obama gladdi bandaríska fjárfesta
Fjárfestar fóru væntanlega margir hverjir glaðir inn í helgina í Bandaríkjunum í dag eftir hækkun á þarlendum hlutabréfamarkaði í kjölfar verðfalls síðustu tvo daga á undan.

Seðlabanki Sviss lækkar stýrivexti
Svissneski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig í dag og fara vextir við það í tvö prósent. Vaxtaákvörðunin er í beinu framhaldi af vaxtalækkun evrópska seðlabankans, að sögn Associated Press-fréttastofunnar.

Englandsbanki lækkar stýrivexti um 1,5 prósent
Englandsbanki lækkaði stýrivexti um 1,5 prósent prósent fyrir stundu og fara vextirnir við það í þrjú prósent. Þetta er talsvert meira en reiknað var með en líkt og greint var frá í morgun spáðu því flestir að vextirnir færu niður um eitt prósent í mesta lagi.

Fall á evrópskum hlutabréfamörkuðum
Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað mikið í evrópskum fjármálamörkuðum í dag. Virðist sem ótti bandarískra fjárfesta og fall vestanhafs í gær um óburðugt alþjóðlegt hagkerfi og hugsanlegt samdráttarskeið víða hafi smitað út frá sér heiminn á enda.

Líkur á mikilli stýrivaxtalækkun í Evrópu
Greinendur og fjármálasérfræðingar reikna flestir með mikilli lækkun stýrivaxta í Evrópu í dag. Vaxtaákvörðunardagur er víðar en hér á landi, svo sem hjá evrópska seðlabankanum og Englandsbanka í Bretlandi.

Kosningagleði á bandarískum hlutabréfamarkaði
Kosningagleði smitaði út frá sér inn á hlutabréfamarkaði víða um heim í dag, ekki síst í Bandaríkjunum, og enduðu vísitölur víðast hvar í góðum plús

Hagnaður Société Générale dregst verulega saman
Hagnaður franska risabankans Société Générale nam 183 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 84 prósenta samdráttur á milli ára.

Þeir ríku verða ríkari …
„Mun þessi vinningur hafa merkjanleg áhrif á líf mitt? Nei,“ sagði Keenan Altunis, 33 ára, þegar hann tók við fyrstu greiðslunni af „Ein milljón á ári“-vinningi ríkishappdrættis New York. Altunis, sem vinnur hjá fjárfestingarbanka í London og er margmilljónamæringur, mun héðan í frá þiggja eina milljón í viðbót, á ári.

Bandarískir fjárfestar hafa ekki séð það svartara í 21 ár
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í plús í Bandaríkjunum í dag. Fjárfestar hafa ekki séð það svartara vestanhafs í einum mánuði í 21 ár, eða síðan í október árið 1987.

Bandaríkjamenn boða frekari stýrivaxtalækkun
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er tilbúinn til að boða frekari lækkun stýrivaxta á næstunni dugi fyrri aðgerðir ekki til að snúa efnahagslífinu til betri vegar.

Kínverjar lækka stýrivexti
Kínverski seðlabankinn lækkaði vexti um 27 punkta í dag til að takast á við þrengingar í efnahagslífinu. Þetta er þriðja vaxtalækkun bankans á einum og hálfum mánuði en vextirnir eru nú í 6,66 prósentum.

Seðlabanki Sviss dælir peningum inn á markaðinn
Seðlabanki Sviss ákvað í dag að dæla peningum inn á fjármálamarkaði til að mæta mikilli eftirspurn eftir svissneskum frönkum næstu þrjá mánuði. Snarpur samdráttur í vaxtamunarviðskiptum hefur þrýst gengi frankans upp gagnvart evru.

Sjaldséð hækkun á bandarískum hlutabréfamörkuðum
Gengi hlutabréfa rauk upp á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjármálaskýrendur eru ekki á einu máli hvað skýri mikil hlutabréfakaup. Sumir segja fjárfesta vænta þess að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti um allt að eitt prósentustig á morgun á meðan aðrir telji hlutabréfaverð einfaldlega mjög lágt um þessar mundir eftir snarpa lækkun upp á síðkastið.

Japanir tapa á Samúræjabréfum Kaupþings
Japanska fjárfestingabankinn Nomura Holdings, tapaði 40 milljörðum jena, jafnvirði 52 milljarða króna, á svokölluðum samúræjabréfum á síðasta ársfjórðungi. Bréfin eru skuldabréf sem bankinn keypti af Kaupþingi á síðastliðnum tveimur árum.

Hlutabréf féllu í Bandaríkjunum
Gengi hlutabréfa féll á bandarískum hlutabréfmörkuðum rétt undir lok viðskiptadagsins á Wall Street í dag. Helsta skýringin á falli dagsins eru veðköll og nauðungarsala á hendur vogunarsjóða og annarra fjárfesta.

Mikið fall á bandarískum hlutabréfamarkaði
Gengi hlutabréfa hríðféll í blóðrauðri byrjun viðskiptadagsins á Wall Street í Bandaríkjunum í dag. Skelfingin stafar fyrst og fremst af sterkum orðrómi um að gjaldþrot sé nú yfirvofandi hjá bandaríska bílaframleiðandanum General Motors (GM). Vart er á bætandi ótta fjárfesta að fjármálavandinn geti valdið efnahagskreppu víða um heim.

Fjárfestar leita besta skjólsins
Gengi hlutabréfa sveiflaðist nokkuð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir talsverða dýfu síðustu tvö viðskiptadaga. Sveiflurnar í dag skýrast að mestu af miklum viðskiptum á markaðnum og skiptust fjárfestar á því að ná sér í bréf á lágu verði og taka inn hagnað með sölu á þeim.

Sony býst við minni hagnaði
Japanski hátækniframleiðandinn Sony reiknar með rúmlega helmingi minni hagnaði á árinu en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Sterkt jen, samdráttur og verðstríð við helstu keppinauta skýra niðurfærsluna.

Mikið fall á bandarískum hlutabréfamarkaði
Mikil lækkun varð á hlutabréfamarkaði strax við upphaf viðskipta í Bandaríkjunum í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem fjárfestar í Vesturheimi horfa fram á skell á markaðnum.

Breska pundið ekki veikara í fimm ár
Breska pundið féll mest um þrjú prósent í dag og hafði um tíma ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadal í fimm ár. Helsta skýringin á fallinu er fullyrðing Mervyn Kings, bankastjóra Englandsbanka, að líkur séu á að Bretar séu að fara inn í fyrsta samdráttarskeiðið í fimm ár.

Hagur Apple vænkast
Bandaríski hátækniframleiðandinn Apple hagnaðist um 1,14 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 126 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi. Hann er sá fjórði bókum félagsins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 904 milljónum dala á sama tíma í fyrra.

Hagnaður Yahoo dregst verulega saman
Hagnaður bandaríska netleitarfyrirtækisins Yahoo drógust saman um 64 prósent á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Fyrirtækið leitar nú leiða til að draga úr rekstrarkostnaði, svo sem með uppsögnum.

Talsvert fall á bandarískum hlutabréfamarkaði
Gengi hlutabréfa féll almennt á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfesta þykja greina fá merki um bata í efnahagslífinu þó sumir reikni með mýkri lendingu en búist var við.

Öfgakenndar sveiflur á Wall Street
Öfgakenndar sveiflur voru á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjármálaskýrendur segja ástæðuna liggja í þeim taugatitringi sem gætir á meðal fjárfesta.