Bandaríski fótboltinn

Fréttamynd

Fékk sömu með­ferð og Ron­aldo

Landon Donovan, einn besti knattspyrnumaður í sögu Bandaríkjanna, fékk styttu sér til heiðurs fyrir utan heimavöll LA Galaxy en hann lék með liðinu frá 2015 til 2014. Styttan minnir um margt á fræga styttu sem gerð var til heiðurs Cristiano Ronaldo.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór kom inn á í sigri | Guðmundur og félagar töpuðu

Leikið var í bandarísku MLS deildinni í knattspyrnu í nótt. Arnór Ingvi Traustason og félagar hans í New England Revolution eru enn langefstir í austur deildinni eftir 2-1 sigur gegn Orlando City en Guðmundi Þórarinssyni og félögum hans í New York City FC mistókst að styrkja stöðu sína í þriðja sætinu þegar þeir töpuðu 1-0 gegn nágrönnum sínum í New York Red Bulls.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðmundur Þórarinsson lagði upp í sigri

Guðmundur Þórarinsson og félagar hans í New York City FC unnu góðan 2-1 sigur gegn FC Cincinnati í bandarísku MLS deildinni í knattspynu í nótt. Guðmundur lagði upp jöfnunarmark leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór Ingvi lagði upp sigurmarkið og fauk út af

Arnór Ingvi Traustason fékk að líta rauða spjaldið í 1-0 sigri liðs hans New England Revolution á Philadelphia Union í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Hann fékk að líta tvö gul spjöld með skömmu millibili.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór Ingvi í liði vikunnar vestanhafs

Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason var valinn í lið vikunnar í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta eftir góða frammistöðu í 5-0 sigri liðs hans New England Revolution á Inter Miami á miðvikudagskvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Lið Beckhams bæði það dýrasta og slakasta vestanhafs

Ævintýri fyrrum knattspyrnuhetjunnar David Beckham með lið sitt Inter frá Miami í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta hefur ekki gengið að óskum enn sem komið er. Liðinu er stýrt af félaga Beckhams, Phil Neville, fyrrum liðsfélaga hans hjá Manchester United, og gengið verið vægast sagt brösugt þrátt fyrir rándýran leikmannahóp liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Misstu niður tveggja marka forskot

New England Revolution, lið Arnórs Ingva Traustasonar, gerði 2-2 jafntefli við Columbus Crew á útivelli í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Mon­t­réal stað­festir komu Róberts Orra

CF Montréal hefur staðfest kaup félagsins á Róberti Orra Þorkelssyni, varnarmanni Breiðabliks og íslenska U-21 árs landsliðsins. Hann skrifar undir tveggja og hálfs árs samning við félagið sem spilar í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Tap hjá Guðmundi og New York í fyrsta leik

MLS deildin í Bandaríkjunum er farin af stað og Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði New York City FC sem heimsótti DC United í nótt. Guðmundur og félagar þurftu að sætta sig við 2-1 tap í fyrsta leik tímabilsins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þeir vilja halda mér í landsliðinu“

„Þetta er allt saman mjög spennandi og þeir seldu mér þetta strax,“ segir Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í fótbolta, um vistaskiptin til New England Revolution. Arnór flytur til Boston í næsta mánuði og byrjar að spila í MLS-deildinni.

Fótbolti