Lög og regla

Fréttamynd

Störf lögreglu verði rannsökuð

Ung hjón hafa krafist rannsóknar á ætlaðri handvömm lögreglunnar í Reykjavík vegna andláts sonar þeirra við fæðingu á Landspítalanum árið 2002.

Innlent
Fréttamynd

Ræddu um ofbeldi á Norðurlöndum

Eru Norðurlöndin griðastaður fyrir ofbeldismenn? Um þetta var spurt á tveggja daga norrænni ráðstefnu sem regnhlífarsamtökin Norrænar konur gegn ofbeldi héldu í Reykjavík um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Slökktu tvo elda í morgun

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálfsjö í morgun vegna bruna í atvinnuhúsnæði við Fiskislóð í Reykjavík. Einnig þurfti að slökkva eld við Melabúðina á þriðja tímanum í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Leit út eins og stórbruni

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálfsjö í morgun vegna bruna í atvinnuhúsnæði við Fiskislóð í Reykjavík. Einnig þurfti að slökkva eld við Melabúðina á þriðja tímanum í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í Melabúðinni

Slökkviliðið hafði í nógu að snúast í nótt því það var kallað út að Melabúðinni í Reykjavík á þriðja tímanum. Þar logaði eldur í lagnaherbergi sem notað er sem geymsla. Vel gekk að slökkva eldinn en nokkur eldur og reykur bárust með lögnum inn í verslunina. Ekki er vitað hversu miklum skemmdum það olli. Rannsókn málsins hefur verið vísað til rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í húsi að Klapparstíg

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út fyrir stundu vegna elds í tveggja hæða húsi að Klapparstíg 30. Þar er til húsa veitingastaðurinn Sirkus. Að sögn slökkviliðsins er eldurinn þó ekki á veitingastaðnum heldur í íbúð á annarri hæð hússins. Unnið er að því að ráða niðurlögum eldsins, sem hefur m.a. læst sig í veggi, en eldsupptök eru ókunn.

Innlent
Fréttamynd

Varð undir hesti sínum í göngum

Björgunarsveitin Dalvík og Björgunarsveitin Tindur Ólafsfirði voru kallaðar út síðdegis í gær vegna slyss í Þverárdal inn af Skíðadal en þar hafði gangnamaður orðið undir hesti sínum og slasast nokkuð. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á staðin frá Dalvík. Hinn slasaði var borinn á móts við sjúkrabíl um 5 kílómetra leið.

Innlent
Fréttamynd

Mikill erill eftir Ljósanótt

Mikill erill var hjá lögreglunni Keflavík í gærkvöld eftir að formlegri dagskrá Ljósanætur lauk í Reykjanesbæ en nokkuð var um unglingadrykkju og ólæti í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Fimm mannræningjar í gæsluvarðhald

Fimm menn á aldrinum 16 til 26 ára voru í gær úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt starfsmanni Bónuss á Seltjarnesi á föstudag. Mennirnir, sem voru flestir undir áhrifum áfengis eða vímuefna, voru handteknir skömmu eftir atburðinn eftir að starfsfólk Bónuss gat gefið lögreglu lýsingar á þeim.

Innlent
Fréttamynd

Hópferðamiðstöð kærir útboð

Hópferðamiðstöðin hefur kært útboð Vegagerðarinnar á sérleyfisleiðum á Íslandi næstu þrjú ár til Samkeppnisstofnunar og kærunefndar útboðsmála.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í blokk við Kleppsveg

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi við Kleppsveg í nótt og þegar að var komið logaði eldur í djúpsteikingarpotti. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Húsráðandi, sem var ölvaður, var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun.

Innlent
Fréttamynd

Var nýkominn úr síbrotagæslu

Fimm karlmenn eru í haldi lögreglunnar grunaðir um mannrán á Seltjarnarnesi í gær. Höfuðpaur ránsins hafði nýverið verið sleppt úr síbrotagæslu vegna þjófnaðarmála.

Innlent
Fréttamynd

Handteknir fyrir mannrán

Fimm karlmenn voru handteknir í gær fyrir að ræna starfsmanni í verslun Bónuss á Seltjarnarnesi. Meintur höfuðpaur í ráninu var leystur úr gæsluvarðhaldi nokkrum klukkustundum fyrir ránið. Mennirnir neyddu manninn með sér út í bíl, settu hann þar í farangursgeymslu og fóru með hann að hraðbanka þar sem hann var neyddur til að taka út 30 þúsund krónur af reikningi sínum.

Innlent
Fréttamynd

Vikugæsluvarðhald vegna mannráns

Fimm karlmenn sem handteknir voru, grunaðir um mannrán á Seltjarnarnesi í gær, voru allir úrskurðaðir í vikugæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fimmeningarnir komu að verslun Bónuss á Seltjarnarnesi og neyddu starfsmann verslunarinnar með sér út í bíl, settu hann í farangursgeymsluna og óku á brott.

Innlent
Fréttamynd

Skemmdarverk unnin á Rimaskóla

Veruleg skemmdarverk voru unnin á Rimaskóla í Grafarvogi í nótt. Stórum grjóthnullungum og járnstöngum var kastað í rúður og voru þrettán brotnar. Lögreglan segist hafa grun um hverjir þarna voru að verki.

Innlent
Fréttamynd

Höfuðpaur nýsloppinn úr varðhaldi

Fimm ungir piltar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag fyrir mannrán á Seltjarnarnesi í gær. Meintur höfuðpaur losnaði úr gæsluvarðhaldi vegna annarra mála í gær.

Innlent
Fréttamynd

Fíknefni í bílhurð

Lögreglan í Borgarnesi handtók aðafaranótt laugardags par sem hafði í fórum sér fimm til tíu grömm af kannabisefnum. Leitað var bæði í húsi og bifreið hinna grunuðu. Efnin fundust með hjálp fíkniefnahunds og voru falin inni í bílhurð.

Innlent
Fréttamynd

Þrír fengu skilorð

Þrír ungir menn um og yfir tvítugt voru í gær dæmdir fyrir innbrot í tölvuverslun þar sem þeir stálu vörum fyrir tæpar 600 þúsund krónur. Sá sem þyngstan dóm hlaut var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar, en hinir tveir í þriggja mánaða fangelsi. Dómarnir voru allir skilorðsbundnir í þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Bólar ekki á ómerktum bílum

Lögreglan á Akranesi hafði í gær ekki enn fengið fyrirmæli um aukið umferðareftirlit á götum bæjarins, en vefmiðillinn Skessuhorn boðaði það í viðtali við Ólaf Þór Hauksson sýslumann í lok síðasta mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Beltin björguðu vörubílstjóra

Bílbelti björguðu ökumanni vörubifreiðar frá meiðslum þegar vegkantur gaf sig undan bílnum þar sem hann var á ferð í Melasveit um klukkan tvö í gærdag.

Innlent
Fréttamynd

Ákært fyrir framleiðslu amfetamíns

Sameinuð voru mál á hendur 34 ára gömlum manni sem setið hefur í gæsluvarðahaldi í rúma fjóra mánuði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn var ákærður fyrir að hóta og svo ráðast á prófessor í réttarlæknisfræði þannig að sá hlaut af nokkur meiðsli í mars á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Ófriður og umferð

Lögreglan í Keflavík fór í eitt útkall vegna heimilisófriðar og ölvunar aðfaranótt föstudags, en sagði föstudagsvaktina að öðru leyti hafa verið tíðindalitla.

Innlent
Fréttamynd

Ungmenni á skilorði

Málum þriggja ungmenna var í gær lokið strax við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Símon Sigvaldason héraðsdómari áminnti 19 ára pilt um að halda sig nú réttu megin laganna á nýju skilorði og ungt par sömuleiðis.

Innlent
Fréttamynd

Lést í slysi á sjó

Banaslys varð um borð í bátnum Hauki EA í gærkvöldi þegar báturinn var staddur um 30 sjómílur vestnorðvestur af Garðaskaga. Maður á fimmtugsaldri klemmdist á milli trollhlera í bátnum og er talið að hann hafi látist samstundis. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi en hún kom með hinn látna til Reykjavíkur klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Fór út af við Þingvallavatn

Ölvaður ökumaður slapp ómeiddur þegar hann ók fólksbíl sínum út af veginum meðfram Þingvallavatni um áttaleytið á fimmtudagskvöld. Að sögn lögreglu á Selfossi fór bíllinn út af við Vatnsvik, en meðfram vatninu er vegurinn nokkuð hlykkjóttur og mishæðóttur.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavíkurvegur lokaður

Búast má við umferðartöfum á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði næsta mánuðinn en þar verður frá og með deginum í dag unnið að gerð nýs hringtorgs við Arnarhraun.

Innlent
Fréttamynd

Slösuðust lítillega í bílveltu

Tveir menn voru fluttir á slysadeild eftir að bíll sem þeir voru í valt við Jónsgeisla við Reynisvatnsveg í Grafarholti á tólfta tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar voru meiðsl mannanna minniháttar, en bifreiðin er mikið skemmd.

Innlent
Fréttamynd

Einbýlishús eyðilagðist í bruna

Tveggja hæða hús eyðilagðist í bruna á Siglufirði í nótt. Slökkviliði Siglufjarðar var tilkynnt um eld í gömlu tveggja hæða steinsteyptu einbýlishúsi að Mjóstræti 1 um klukkan tvö í nótt. Að sögn lögreglunnar á Siglufirði var mikill eldur í húsinu þegar slökkvilið kom á staðinn skömmu síðar og logaði út um glugga á neðri hæð.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í fangelsi sextán ára

Sextán ára gamall piltur var í gær dæmdur í 16 mánaða fangeldi fyrir fjölda innbrota og þjófnaðarmála, en ákæruliðir voru yfir 20 talsins. Dóminn kvað upp Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Innlent