Lög og regla

Fréttamynd

Slökkvitækjum stolið úr göngum

Maður stal slökkvitækjum úr Vestfjarðagöngum um sexleytið í gær og komst undan. Vegfarandi, sem sá til hans á grænum fólksbíl, lét lögregluna vita og er þjófsins nú leitað. Lögreglan lítur þetta mjög alvarlegum augum þar sem slökkvitæki í jarðgöngum geta skipt sköpum ef eldur kviknar í bíl því það getur valdið snöggri hitamyndun og súrefnisskorti.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn með hass í Svíþjóð

24 ára Íslendingur var tekinn með tvö kíló af hassi í Malmö í Svíþjóð á þriðjudaginn í síðustu viku. Hann var að koma frá Danmörku þegar hann var tekinn með hassið falið í bíl sínum. Í kjölfarið var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og er hann enn í haldi sænsku lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Þrír teknir með 160 grömm af hassi

Þrír menn voru handteknir með 160 grömm af hassi og nokkur grömm af amfetamíni við Hvalfjarðargöngin um tvöleytið aðfaranótt miðvikudags. Að sögn lögreglunnar á Akranesi þótti lögreglumönnum ástæða til að stöðva bílinn þegar hann kom úr göngunum og við leit í honum fundust fíkniefnin en talið er að þau hafi verið ætluð til sölu.

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldismenn yfirgefi heimilið

Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, lagði fram frumvarp til laga á Alþingi um að auka heimildir lögreglu til að vísa manni af heimili sínu ef hann beitir eða hótar öðru heimilisfólki ofbeldi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Fólk ætti að fá að brugga

Leyfa verður fólki að framleiða léttvín og líkjöra, sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, á þingfundi Alþingis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Handtekin fyrir bílainnbrot

Lögreglumenn handtóku tvær unglingsstúlkur og einn pilt í Bakkahverfi í Reykjavík í nótt, grunuð um innbrot í bíla. Í fórum þeirra fundust meðal annars fimm farsímar og þrír geislaspilarar úr bílum. Við nánari athugun kom í ljós að þau höfðu brotist inn í fjóra bíla og látið greipar sópa.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið sýknað af kröfu Ástþórs

Íslenska ríkið var sýknað af tveggja milljóna króna skaðabótakröfu Ástþórs Magnússonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ástþór höfðaði málið vegna handtöku árið 2002. Hann var handtekinn vegna töluvpósts sem sendur var víða í nafni Friðar 2000 en þar sagði frá rökstuddum grun um að ráðist yrði gegn íslenskri flugvél.

Innlent
Fréttamynd

Grafið undan embætti umboðsmanns

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að stjórnvöld og sérstaklega dómsmálaráðherra hafi með ummælum sínum grafið undan embætti Umboðsmanns Alþingis og virðingu þess.

Innlent
Fréttamynd

Býður nýbúa velkomna

Mjóafjarðarhreppur ætlar að slást í hóp með þeim sem fjölga vilja íbúum í fjórðungnum í kjölfar stóriðju- og virkjunarframkvæmda.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á lokastigi

Rannsókn á einu umfangsmesta fíkniefnamáli síðustu ára, sem staðið hefur yfir síðan í mars á síðasta ári, er á lokastigi að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Stal bók og geisladiskum

Maður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir þjófnað og skjalafals. Maðurinn stal tveimur geisladiskum og einni bók úr verslunum auk þess sem hann framvísaði fölsuðum lyfseðli.

Innlent
Fréttamynd

Dómur fyrir kannabisræktun

Fertugur karlmaður var í dag dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að rækta og hafa í sinni vörslu um 180 kannabisplöntur í kartöflugeymslu í Ártúnsbrekku. Á heimili mannsins fundust tólf plöntur til viðbótar, fræ og lauf.

Innlent
Fréttamynd

Fékk sjö mánaða skilorð

Skipstjórinn í ferð Hauks ÍS til Þýskalands þar sem tveir skipverjanna voru handteknir fyrir tilraun til fíkniefnasmygls var dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ræktun kannabisplantna.

Innlent
Fréttamynd

Braut gegn valdstjórninni

Maður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá lögreglumann hnefahöggi í andlitið á Kaffi Austurstræti í mars í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglurannsókn dauðsfalls í bið

Lögreglan í Reykjavík bíður nú formlegrar álitsgerðar frá Landlæknisembættinu um dauðsfall aldraðs manns á Hrafnistu, áður en tekin verður afstaða til þess hvort lögreglurannsókn fer fram, að sögn Egils Stephensen saksóknara hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Þingið ítrekað samþykkt gölluð lög

Eftirlaunafrumvarpið er ekki eina lagasetningin sem hefur verið samþykkt á Alþingi og reynst gölluð eftir á. Ríkisstjórnin hefur tapað þó nokkrum fjölda mála fyrir dómstólum er varða nýsamþykkt lög. Stjórnarþingmaður segir að Alþingi verði að vanda sig betur.

Innlent
Fréttamynd

Máttum giftast en ekki búa saman

Ásthildur Albertsdóttir, eiginkona Said Hasan, 23ja ára Jórdaníumanns, hefur kært ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa Hasan úr landi og banna honum að koma aftur hingað, bæði til Útlendingaeftirlitsins og dómsmálaráðuneytisins. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

80 kílómetrum yfir hámarkshraða

Lögreglan í Grindavík stöðvaði í gærkvöldi ökumann eftir að hann hafði mælst á hundrað og þrjátíu kílómetra hraða á Víkurbraut þar sem hámarkshraði er aðeins fimmtíu kílómetrar. Hann var því vel yfir tvöföldum hámarkshraða og mun að líkindum missa ökuréttindi og fá háa sekt.

Innlent
Fréttamynd

Tók myndir inni á kvennasalerni

Ungur maður á yfir höfði sér sektir fyrir brot á blygðunarsemi en hann var staðinn að því að taka myndir af konu á kvennasalerni á skemmtistað í bænum aðfararnótt sunnudags. Konan varð hans vör og kallaði á lögreglu sem handtók hann á staðnum og lagði hald á minniskubb úr stafrænni myndavél sem hann notaði til verksins.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglufréttir

Partí á sunnudegi Tvö útköll bárust lögreglunni í Keflavík á næturvaktinni aðfaranótt mánudags vegna hávaða í partíum í heimahúsum, annað í Keflavík og hitt í Sandgerði.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í vél

Eldur kom upp við húsnæði Ísafoldarprentsmiðjunnar í gær. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, sem er með slökkvistöð í grennd við prentsmiðjuna, náði að slökkva eldinn áður en hann breiddist út.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglufréttir

Innbrot í Fossvogi Brotist var inn í hús í Fossvogi snemma á mánudagsmorgni. Eldhúsgluggi var spenntur upp og lyfjum, skólatösku, áfengi, sundpoka og peningum stolið.

Innlent
Fréttamynd

Lögbann á fyrrum starfsmenn SÍF

Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur sett lögbann á fjóra fyrrverandi starfsmenn SÍF sem sögðu upp störfum og stofnuðu fisksölufyrirtæki í beinni samkeppni við SÍF. Bannið gildir til júníloka. Í millitíðinni verður skorið úr um málið fyrir dómstólum.

Innlent
Fréttamynd

Lögbann á starfsmenn

Fjórum af fimm fyrrverandi starfsmönnum SÍF sem sögðu upp störfum fyrir áramót og stofnuðu eigið fisksölufyrirtæki hefur verið meinað að starfa fyrir nýja félagið eða taka á nokkurn annan hátt í starfsemi félagsins til 30. júní.

Innlent
Fréttamynd

Vélsleða enn leitað

Lögreglan á Selfossi leitar enn tveggja vélsleða sem hurfu frá Litlu kaffistofunni í Svínahrauni í fyrrinótt. Þeir voru af Ski Doo gerð og tilheyra vélsleðaleigu. Nokkrir vélsleðar voru einnig geymdir við Skíðaskálann í Hveradölum um helgina en þeir voru ekki hreyfðir.

Innlent
Fréttamynd

Gripinn við þjófnað á næturklúbb

Tæplega fertugur maður var staðinn að verki þegar hann reyndi að hnupla úr peningakassa á næturklúbbnum Casino í Keflavík í nótt. Að sögn lögreglu kom starfsfólk að manninum fyrir innan barborð og var hann þá búinn að opna peningakassa og taka úr honum 4500 krónur. Maðurinn var tekinn til yfirheyrslu hjá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Óku fram á sofandi mann

Lögreglan í Keflavík ók í nótt fram á mann sem lá steinsofandi úti á götu. Maðurinn lá sofandi á Kirkjuvegi í Keflavík og var orðinn kaldur. Þegar reynt var að vekja hann kom í ljós að hann var ofurölvi og gat vart mælt sökum ölvunar. Lögregla hlúði að honum og flutti hann í hlýja fangageymslu þar sem hans beið mýkri svefnstaður.

Innlent
Fréttamynd

Ekki alvarlegt athæfi

Tilkynnt var um þjófnað á næturklúbbnum Casino í Keflavík klukkan 04.38 aðfaranótt gærdagsins. Klúbburinn var enn þá opinn, en hann er með frjálsan opnunartíma, þegar starfsfólk kom að manni fyrir innan barborðið. Maðurinn var þá búinn að opna peningakassa staðarins og taka úr honum 4.500 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Brunagildran reist án leyfis

Ef húsið þar sem eldur varð laus á athafnasvæði Hringrásar hefði verið byggt eftir venjulegum leiðum hefði ekki þurft að fara eins og fór, segir brunamálastjóri. Lyftarahleðsla hefði verið í sérstöku brunahólfi. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Tveimur vélsleðum stolið

Tveimur vélsleðum var stolið frá Litlu kaffistofunni aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar á Selfossi liggur ekki fyrir hvernig sleðunum var stolið eða hver hafi gert það en málið er í rannsókn.

Innlent