Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Læknar í verk­fall, ellefu fram­boð og hrekkjavaka í Vestur­bæ

Félagar í Læknafélagi Ísalands hafa að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Verkfallsaðgerðir hefjast að óbreyttu 18. nóvember og verða aðra hverja viku fram að áramótum. Í janúar verða verkföll í hverri viku. Formaður Læknafélagsins fer yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kennaraverkföll og göng til Eyja

Verkföll kennara í níu skólum hófust í dag. Kennarasambandið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið Skagafjörð um tilraun til verkfallsbrota. Við ræðum við foreldra, sem eru uggandi yfir stöðunni, í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Heim­sókn Úkraínuforseta og kennaraverkföll

Volodimír Selenskí forseti Úkraínu fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra á Þingvöllum síðdegis. Þakklæti var honum efst í huga og sagðist hann þakklátur íslensku þjóðinni. Farið verður yfir daginn í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Einkaskilaboð for­manns Sam­fylkingarinnar í dreifingu

Forseti Alþingis gefur ekki kost á sér í komandi kosningum. Við förum yfir kurr vegna veru Dags á lista Samfylkingarinnar, en einkaskilaboð frá formanni flokksins eru í dreifingu á netinu þar sem hún segir Dag einungis í aukahlutverki á lista þrátt fyrir að verma annað sætið.

Innlent
Fréttamynd

Metfjöldi manndrápsmála, æsi­spennandi kosningar og tón­list í beinni

Maður sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát móður sinnar hefur áður hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn foreldrum sínum. Aldrei hafa fleiri manndrápsmál komið upp á einu ári. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við afbrotafræðing sem segir þróunina uggvænlega og tilefni til að styðja betur við fólk sem stendur höllum fæti í samfélaginu. Þá mætir formaður Afstöðu í sett en hann viðrað áhyggjur af stöðu gerandans og gagnrýnir úrræðaleysi.

Innlent
Fréttamynd

Sviptingar hjá Pírötum, sárir kennarar og ó­venju­leg verð­hækkun

Línur eru farnar að skýrast í framboðsmálum flokkanna fyrir kosningar og brátt fer að verða ljóst hverjir munu berjast um sæti á Alþingi Íslendinga. Sviptingar eru á lista Pírata sem kynntu niðurstöður prófkjörs síðdegis í dag. Við verðum í beinni frá prófkjörsfögnuði Pírata og heyrum frambjóðendum.

Innlent
Fréttamynd

Ný könnun, frægir á þing og Ís­lands­met í aug­sýn

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vill þjóðin sjá formenn flokka sem ekki voru í síðustu ríkisstjórn leiða þá næstu. Við förum yfir glænýja könnun í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við þau sem flestir vilja sjá í embættinu – og fæstir.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­laus ras­ismi og spenna í Kraganum

Leigubílstjóri, innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann er hræddur fyrir hverja vakt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.  

Innlent
Fréttamynd

Hinsti fundur ríkis­stjórnar og upp­stokkun hjá Play

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna fundaði í síðasta skipti nú síðdegis, þar sem tilkynnt var að forsætisráðherra og fjármálaráðherra taki við ráðuneytum fráfarandi ráðherra Vinstri grænna. Við förum yfir vendingar dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Hver er fram­tíð ríkis­stjórnarinnar?

Engin niðurstaða fékkst á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins sem boðað var til í skyndi í dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við yfir nýjustu vendingar í beinni útsendingu og spáum í stöðu og framtíð ríkisstjórnarinnar, sem er þrungin óvissu. Við ræðum við formann Sjálfstæðisflokksins og fáum Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðing í myndver.

Innlent
Fréttamynd

Kvíðin í að­draganda ham­fara og spenna í þing­heimi

Óttast er að fellibylurinn Milton, sem skellur á Flórída af fullum þunga í nótt, verði mannskæður og hafi katastrófískar afleiðingar víða í ríkinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Íslending á hættusvæði sem segir biðina eftir hamförum kvíðvænlega.

Innlent
Fréttamynd

Leynd yfir að­gerðum kennara og í beinni frá höllinni

Skæruverkföll eru fram undan í átta skólum samþykki kennarar verkfall í atkvæðagreiðslu sem er hafin. Ekki hefur verið gefið upp í hvaða skólum kennarar hyggjast leggja niður störf en formaður Kennarasambands Íslands mætir í myndver og segir frá fyrirhuguðum aðgerðum og stöðu deilunnar í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent