Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Frú for­seti, klúta­veisla og undrandi bændur

Halla Tómasdóttir er orðin sjöundi forseti íslenska lýðveldisins. Í ræðu sinni í þingsal lagði Halla meðal annars áherslu á mannréttindi, samvinnu, frið, hlýju og jafnrétti. Hún sagði þjóðina smáa en knáa, sagði Íslendinga kjarkmikla þjóð, sem hefði visku og metnað til að velja mýkri leiðir í hörðum heimi.

Innlent
Fréttamynd

Guðni kveður og skemmdar­verk á grunn­skóla

Embættistíð Guðna Th. Jóhanessonar, sjötta forseta lýðveldisins, lýkur í dag og á morgun tekur Halla Tómasdóttir við lyklavöldum á Bessastöðum. Í kvöldfréttum verður rætt við Guðna um þau átta ár sem hann hefur setið á forsetastóli, í hans síðasta sjónvarpsviðtali sem forseti. Við kynnum okkur einnig dagskrá innsetningarathafnar nýs forseta.

Innlent
Fréttamynd

Um­deild um­mæli, líkur á gosi og truflandi skilti

Vararíkissaksóknari telur sig ekki hafa farið yfir strikið þegar hann ræddi um dóm yfir brotamanni sem hafði átt í hótunum við hann. Ríkissaksóknari hefur vísað máli hans til ráðherra. Hann gefur lítið fyrir áminningu sem hann fékk fyrir önnur ummæli.

Innlent
Fréttamynd

Taum­laus græðgi, hlaup og um­deild bíla­kaup

Formaður VR hyggst boða til mótmælaaðgerða með haustinu og krefjast þess að boðað verði til kosninga. Hann segir stjórnmálin, bankakerfið og fyrirtækin hafa brugðist fólkinu í landinu. Verðhækkanir séu til marks um taumlausa græðgi og ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus fram að endurskoðun kjarasamninga.

Innlent
Fréttamynd

Vatnsflaumur og vísinda­rann­sóknir í Hval­firði

Jökulhlaupið úr Mýrdalsjökli er í rénum. Enn er hlaupvatn í ánni Skálm þó vatnshæðin hafi lækkað. Ástandið hefur bitnað helst á ferðamönnum á svæðinu. Við ræðum við jarðeðlisfræðing í beinni útsendingu í myndveri.

Innlent
Fréttamynd

Óvissustig vegna jökulhlaups og Druslugangan

Óvissustig er í gildi vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Vatn flæðir yfir þjóðveginn og mikil hætta á gasmengun. Óvíst er hvort brúin við Skálm sé í hættu. Við ræðum við sérfræðing á Veðurstofunni í myndveri og lögreglustjórann á Suðurlandi í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Fíkni­efni á samfélagsmiðlum og bíla­kaup verðandi for­seta

Sífellt fleiri fíkniefnasalar selja eiturlyf fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum og bjóðast jafnvel til að keyra efnin heim til fólks. Fimm eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að nota slíkar söluaðferðir. Yfirlögregluþjónn segir málið umfangsmikið en næstum tuttugu kíló af efnum fundust við húsleit.

Innlent
Fréttamynd

Milljarðs tap Play og götu­list í Hafnar­firði

Forstjóri Play segir stöðu flugfélagsins trausta þrátt fyrir tap upp á rúman milljarð á öðrum ársfjórðungi. Hann gefur lítið fyrir vangaveltur um mögulega sameiningu Play og Icelandair og segir engar meiriháttar uppsagnir í uppsiglingu.

Innlent
Fréttamynd

Skip­brot í skóla­kerfinu og af­hjúpun í Hafnar­firði

Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. Við fjöllum um skólamálin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30. 

Innlent
Fréttamynd

Slæm hegðun fanga, veiran skæða og sundballett

Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir slæma hegðun fanga færast í aukana. Fangelsin séu vel í stakk búin til að takast á við vandann eins og sakir standa en haldi sama þróun áfram geti skapast vandamál. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Dæmi um meintan hagsmunaárekstur við mat á sak­hæfi

Dæmi eru um að sömu geðlæknar leggi mat á sakhæfi einstaklinga fyrir dómstólum og sem sinna myndu þeim á réttargeðdeild. Þetta skapar óeðlilegan hagsmunaárekstur að mati formanns Afstöðu. Alvarlegt ástand ríki í geðheilbrigðismálum fanga.

Innlent
Fréttamynd

Biden hrósar Ís­lendingum og lit­laus bílafloti

Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Við fjöllum um fundinn í fréttatímanum.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­legt bíl­slys á Holta­vörðu­heiði

Framkvæmdastjóri NATO segir Rússa hafa hert á skemmdarverkum og árásum á innviði aðildarríkja bandalagsins. Atlantshafsbandalagið bregðist við með því að auka varnir sínar og styrkja hernaðarmátt Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Allra augu á Biden og bein út­sending úr loft­belg

Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 

Innlent
Fréttamynd

Al­var­leg van­skil aukast og hryllingur í Úkraínu

Merki eru um að vanskil heimila og fyrirtækja fari vaxandi. Alvarleg vanskil fyrirtækja hafa aukist á þessu ári samkvæmt gögnum frá innheimtufyrirtækinu Motus. Þróunin er möguleg vísbending um að víðtækari fjárhagsvandi sé framundan í efnahagslífinu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Viðsnúningur í frönsku þing­kosningunum

Bandalag vinstri flokka leiðir samkvæmt útgönguspám í Frakklandi og Þjóðfylking Marine Le Pen er þriðji stærsti flokkurinn. Metþátttaka var í síðari umferð þingkosninganna. Sérfræðingur spáir í spilin í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Aukið of­beldi gegen heilbrigðisstarfsfólki og kosningar í Bret­landi

Ofbeldi gegn heilbrigðisstarfsfólki hefur aukist og hótunum fjölgað. Starfsfólk heilsugæslu, þar sem ráðist var á lækni í vikunni, upplifir aukið óöryggi í vinnunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við framkvæmdastjóra lækninga hjá heilsugæslunni og formann Félags heimilislækna.

Innlent
Fréttamynd

Akranesbær í sárum eftir gjald­þrot eins stærsta vinnu­staðarins

Stálsmiður hjá Skaganum 3X á Akranesi segir þrot fyrirtækisins hafa legið í loftinu en nú sé óljóst hvað taki við. Yfir hundrað manns urðu atvinnulausir á einu bretti í bænum í dag. Bæjarstjóri segir það mikið áfall að missa svo stóran vinnustað. Við förum upp á Skaga í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent