Íslenski körfuboltinn

Fréttamynd

Ragnheiður komst ekki áfram

Ragnheiður Ragnarsdóttir var langt frá sínu besta í 100 metra skriðsundi í undanrásum á Ólympíuleikunum í Aþenu í morgun og komst ekki áfram í úrslit. Hún varð í 40. sæti af fimmtíu keppendum. Ragnheiður var langt frá Íslandsmeti sínu sem er 56,77 sekúndur og synti á 58,47 sekúndum.

Sport
Fréttamynd

Unnu Slóvena með fimm mörkum

Íslenska landsliðið í handknattleik vann frækinn sigur á Slóvenum, 30-25, á Ólympíuleikunum í morgun. Þetta var fyrsti sigur liðsins eftir tvo tapleiki. Staðan var 10-10 í leikhléi. Landsliðið sýndi mikinn sigurvilja í síðari hálfleik og tryggði sér sigurinn með frábærum lokakafla.

Sport
Fréttamynd

Stefán og Gunnar á sínum fyrstu ÓL

Þeir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson hafa borið höfuð og herðar yfir aðra handknattleiksdómara á Íslandi undanfarin ár. Frammistaða þeirra á alþjóðavettvangi hefur heldur ekki verið til að draga úr góðu orðspori þeirra. Þeir hafa loksins náð toppnum og eru komnir á Ólympíuleika í fyrsta skipti.

Sport
Fréttamynd

Ísinn brotinn

Það var hrein unun að fylgjast með "strákunum okkar" á gólfi Pavilion-hallarinnar í Aþenu í gær.

Sport
Fréttamynd

Leikurinn kennslubókardæmi

"Okkur finnst við hafa gefið allt í fyrstu tvo leikina. Það er í eðli okkar Íslendinga að þurfa að hafa meira fyrir hlutunum en margar aðrar þjóðir.

Sport
Fréttamynd

Nýt þess að keppa

KR-ingurinn Hjörtur Már Reynisson er ekki bara afburðasundmaður heldur einnig sleipur stærðfræðingur en hann stundar nám við háskólann í Reykjavík í stærðfræði.

Sport
Fréttamynd

Hef ekki verið sérstaklega góður

"Loksins sigruðum við," sagði Jaliesky Garcia Padron hlæjandi eftir leikinn. "Ég held að menn hafi verið svolítið stressaðir í fyrstu leikjunum en mönnum mun líða betur eftir þennan sigur.

Sport
Fréttamynd

Rúmlega helmingur miða seldur

Skipuleggjendur og forráðamenn Ólympíuleikanna í Aþenu tilkynntu í gær að rúmlega helmingur aðgöngumiða á leikana væri seldur, eða rétt rúmlega 3 milljónir af þeim 5,3 milljónum sem í boði voru.

Sport
Fréttamynd

Phelps enginn Spitz

Sundkappinn Michael Phelps mun ekki ná að slá met Mark Spitz, sem vann til sjö gullverðlauna á Ólympíuleikum, eftir að hann varð þriðji í 200 metra skriðsundi í fyrradag.

Sport
Fréttamynd

Megum ekki detta í þunglyndi

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var ekki upplitsdjarfur rétt eftir leik en eftir að hafa melt leikinn í nokkrar mínútur náðum við tali af honum.

Sport
Fréttamynd

Megum ekki detta í þunglyndi

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var ekki upplitsdjarfur rétt eftir leik en eftir að hafa melt leikinn í nokkrar mínútur náðum við tali af honum.

Sport
Fréttamynd

Hrun hjá íslenska liðinu í lokin

Íslendingar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Spánverja í gær á Ólympíuleikunum í Aþenu. Algjört hrun á lokakaflanum orsakaði átta marka tap eftir jafnræði lengstum þar sem Spánverjar höfðu reyndar ávallt nokkuð frumkvæði.

Sport
Fréttamynd

Nenni ekki að lemja mig í hausinn

Lára Hrund Bjargardóttir var tiltölulega sátt þótt hún hefði verið nokkuð frá sínu besta í lauginni í Aþenu í gær. Lára Hrund tók þátt í 200 metra fjórsundi og kom í mark á tímanum 2:22,00 mínútum en Íslandsmet hennar er 2:20,35 mínútur.

Sport
Fréttamynd

Leikur okkar hrundi í lokin

Guðmundur Hrafnkelsson markvörður fann sig engann veginn í fyrsta leiknum á móti Króötum en hann var heldur betur vaknaður í gær. Varði eins og berserkur og hélt íslenska liðinu inni í leiknum á köflum. Alls varði Guðmundur 21 skot, 20 fleiri skot en hann varði í fyrsta leiknum. Því miður dugði þessi stórleikur Guðmundar ekki til sigurs.

Sport
Fréttamynd

Íris Edda komst ekki áfram

Íris Edda Heimisdóttir hafnaði í 40. sæti af 48 keppendum í undanrásum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Aþenu í morgun. Íris Edda kom í mark á 1.15.23 sekúndum og var langt frá sínu besta.

Sport
Fréttamynd

Aþena draumur hryðjuverkamannsins

Blaðamaður breska blaðsins The Sunday Mirror segir Ólympíuleikana í Aþenu vera „draum hryðjuverkamannsins“ eftir að hafa stundað smá tilraunamennsku í þeim efnum undanfarið.

Sport
Fréttamynd

Neitaði að keppa vegna stríðs

Íranskur júdókappi neitaði að keppa við ísraelskan andstæðing sinn á Ólympíuleikunum í Aþenu í dag sökum stríðsins á milli Ísraela og Palestínumanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Íraninn, Arash Miresmaelii að nafni, sagði - eftir að dregið hafði verið um hverjir ættu að mætast í fyrstu umferð og í ljós kom hver andstæðingur hans væri - að hann myndi ekki keppa við Ísraelsmanninn vegna samúðar sinnar og stuðnings við Palestínumenn.

Sport
Fréttamynd

Keppt um Ólympíuleikana 2012

Á meðan heimsbyggðin fylgist með afrekum íþróttamanna á Ólympíuleikunum í Aþenu bíða íbúar nokkurra stærstu borga heims eftir úrslitum í annarri keppni, sem þó tengist leikunum. New York, París, Lundúnir, Moskva og Madríd keppast nefnilega um að fá að halda Ólympíuleikana árið 2012.

Sport
Fréttamynd

Heimsmet í 400 m fjórsundi

Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps vann gullverðlaun og setti heimsmet í 400 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í Aþenu í gær á 4 mínútum, 8,26 sekúndum. Ástralinn Ian Thorpe vann gullverðlaun í 400 metra skriðsundi. Hann kom í mark á 3 mínútum, 43,10 sekúndum. Þá sigraði sveit Ástralíu og setti heimsmet í 4x100 metra skriðsundi.

Sport
Fréttamynd

Djurgarden býður í Kára

Djurgarden frá Svíþjóð hefur gert Víkingum tilboð í Kára Árnason sem nýlega var valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu. Víkingar eru að skoða tilboðið en gert er ráð fyrir að Kári klári tímabilið með Víkingum í Landsbankadeildinni.

Sport
Fréttamynd

Baráttuglatt íslenskt lið tapaði

Íslenska handboltalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Aþenu með fjórum mörkum, 30-34, gegn heimsmeisturum Króata í gær. Íslenska liðið gafst aldrei upp í leiknum þótt Króatar virtust nokkrum sinnum vera að stinga af og barátta íslensku strákanna hélt þeim inni í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Setti Íslandsmet í undanrásum

Jakob Jóhann Sveinsson setti Íslandsmet í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Aþenu í morgun þegar hann vann sigur í sínum riðli í undanrásum á 1.02.97 sekúndum. Jakob Jóhann bætti eigið met um 14/100 úr sekúndu og hafnaði í 23. sæti af sextíu keppendum og komst ekki áfram.

Sport
Fréttamynd

Opnunarhátíðin tókst vel

Tuttugustu og áttundu Ólympíuleikarnir voru settir í Aþenu í gærkvöldi. Opnunarhátíðin þótti takast sérstaklega vel en Björk Guðmundsdóttir fór með stórt hlutverk. Skuggi lyfjahneykslis hvílir yfir grísku þjóðinni en tvær helstu vonarstjörnur Grikkja í frjálsum íþróttum liggja undir grun um að misnota ólögleg efni.

Sport
Fréttamynd

Kína fékk fyrsta gullið

Kíverjar unnu í morgun fyrstu gullverðlaun Ólympíuleikanna í Aþenu þegar Li Du sigraði í skotfimi kvenna með loftriffli af 10 metra færi. Lioubov Galkina frá Rússlandi varð önnur og hin tékkneska Katerina Kurkova hirti bronsið. 

Sport
Fréttamynd

Ísland 4 mörkum undir

Það lítur ekki gæfulega út hjá íslenska liðinu í handknattleik eftir fyrri hálfleikinn gegn Krötum á Ólympíuleikunum í Aþenu. Staðan í hálfleik er 16-12, Króötum í vil. Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Jaliesky Garcia eru markahæstir, hafa allir skorað þrjú mörk.

Sport
Fréttamynd

Ísland - Króatía í dag

Í dag klukkan hálf fimm mætir íslenska landsliðið í handknattleik Króötum en handknattleikskeppni leikanna hófst í morgun. Spánverjar unnu nauman sigur á Suður-Kóreu , 31-30, en Spánverjar höfðu fimm marka forystu í hálfleik, 17-12. 

Sport
Fréttamynd

Rússar unnu Slóvena

Tveimur leikjum er lokið í A-riðli handboltakeppninnar á Ólympíuleikunum í Aþenu en það er riðill okkar Íslendinga. Rússar unnu Slóvena 28-25 og Spánverjar báru sigurorð af Suður-Kóreumönnum, 31-30, eftir að hafa haft fimm marka forystu í hálfleik, 17-12. Íslendingar spila við heimsmeistara Króata eftir tæpan klukkutíma, eða klukkan 16:30.

Sport