Ástin á götunni Lampard vill Crouch í landsliðið Leikur Liverpool og Chelsea í Meistaradeildinni í gær var nokkuð stíft leikinn og mikið var um hörð návígi. Frank Lampard, miðjumaður Chelsea og lykilmaður í enska landsliðinu, gaf sér þó tíma til að hrósa landa sínum leggjalanga, Peter Crouch, og telur að hann ætti að eiga fast sæti í landsliði Englendinga. Sport 23.10.2005 15:00 Chelsea er hrætt við okkur Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Chelsea-liðið sé líklega hrætt við Liverpool og segir að dómarinn hafi sleppt þremur augljósum vítaspyrnum í leik liðanna í Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi. Sport 23.10.2005 15:00 Everton úr leik Everton er fallið úr leik í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, þrátt fyrir að hafa sigrað rúmenska liðið Dinamo Búkarest 1-0 í kvöld, með marki frá Tim Cahill. Dinamo vann fyrri leikinn í Rúmeníu 5-1 og samanlagt 5-2. Þetta er enn eitt áfallið fyrir Everton, sem hefur byrjað leiktíðina skelfilega í ár, eftir gott gengi á síðustu leiktíð. Sport 23.10.2005 15:00 Tromsö sló út Galatasaray Norska liðið Tromsö gerði sér lítið fyrir og sló tyrkneska liðið Galatasaray út í Evrópukeppni félagsliða nú í kvöld. Norska liðið vann fyrri leikinn í Tromsö 1-0, og náði svo jafntefli í Tyrklandi í kvöld 1-1. Sport 23.10.2005 15:00 Fer Keane frá United? Roy Keane, fyrirliði Manchester United segist ekki eiga von á öðru en hann muni yfirgefa félagið næsta sumar þegar samningur hans rennur út. Sport 23.10.2005 15:00 Gunnar skoraði - Halmstad áfram Markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson var enn eina ferðina á skotskónum fyrir lið sitt Halmstad í Svíþjóð, þegar það gerði sér lítið fyrir og sló Sporting frá Lissabon út úr Evrópukeppni félagsliða í Portúgal í kvöld. Sport 23.10.2005 15:00 Grétar og félagar áfram Grétar Rafn Steinsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar unnu góðan sigur á rússneska liðinu Krylya Sovietiov í Evrópukeppni félagsliða nú áðan 3-1, eftir að hafa tapað fyrri leiknum 5-3 og eru því komnir áfram í keppninni. Grétar Rafn fékk að spila síðustu mínúturnar í leiknum eftir að hafa komið inná sem varamaður. Sport 23.10.2005 15:00 Wembley verður klár Enska knattspyrnusambandið segir að það hafi fengið staðfestingu á því frá verktökum um að bygging hins nýja þjóðarleikvangs verði tilbúin á tilsettum tíma fyrir bikarúrslitaleikinn í ensku knattspyrnunni þann 13. maí á næsta ári. Sport 23.10.2005 15:00 Uefa-bikarinn í kvöld Fjölmargir leikir fara fram í Evrópukeppni félagsliða í dag og í kvöld, en tveimur þeirra er þegar lokið. Stuttgart tryggði sig áfram í riðlakeppnina nú áðan, þrátt fyrir tapi gegn NK Domzale 1-0, en þýska liðið vann fyrri leikinn 2-0. Landar þeirra í Leverkusen voru ekki jafn heppnir og féllu úr keppni fyrir CSKA Sofia, samanlagt 2-0. Sport 23.10.2005 15:00 Jafnt hjá Liverpool og Chelsea Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Enn er markalaust á Anfield þar sem Liverpool tekur á móti Chelsea í stórleik kvöldsins. Sport 23.10.2005 15:00 Messi vakti athygli Argentínska ungstirnið Lionel Messi hjá Barcelona átti stórleik fyrir lið sitt í gærkvöldi, þegar spænska liðið vann auðveldan 4-1 sigur á Udinese frá Ítalíu. Þó svo að Brasilíumaðurinn Ronaldinho hafi skoraði þrennu í leiknum og verið í fyrirsögnum blaða á Spáni, var það frammistaða unglingsins sem var á allra vörum í gær. Sport 23.10.2005 15:00 Logi lenti í hörðum árekstri Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, lenti í gær í alvarlegum árekstri við 17 tonna malarflutningabíl fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ. Bíll Loga er líklega ónýtur en betur fór en á horfðist því hann slapp með minniháttar meiðsli. Sport 23.10.2005 15:00 Ásgeir og Logi völdu einn nýliða Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa valið íslenska landsliðshópinn sem mætir Pólverjum og Svíum í byrjun næsta mánaðar. Eiður Smári og Hermann Hreiðarsson eru ekki í hópnum vegna leikbanns, en Sölvi Geir Ottesen hjá Djurgarden er eini nýliðinn í hópnum.> Sport 23.10.2005 17:31 Við erum betri núna Rafael Benitez telur að Liverpool sé með betra lið nú en í fyrra og segir að það muni ráða úrslitum í annars jafnri viðureign liðsins við Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld, rétt eins og í slag liðanna í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Sport 23.10.2005 15:00 Íslenska landsliðið sektað Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur fengið sekt frá Alþjóða knattspyrnusambandinu fyrir fjölda gulra spjalda sem liðið fékk í leikjunum tveimur gegn Króatíu og Búlgaríu í undankeppni HM í byrjun mánaðarins. Sport 23.10.2005 15:00 Kewell að ná sér Ástralski miðjumaðurinn Harry Kewell hjá Liverpool, er nú byrjaður að æfa með liðinu í fyrsta sinn síðan í úrslitaleiknum gegn AC Milan í Meistaradeildinni í vor, en hann hefur þurft að gangast undir tvær aðgerðir tengdar kviðsliti. Sport 23.10.2005 15:00 Íslendingar undir smásjánni Það verður vel fylgst með leikmönnum ungmennalandsliðs Íslands í knattspyrnu þegar það mætir Svíum, en leikurinn fer fram hinn 11. október í Svíþjóð. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns nokkurra leikmanna liðsins, má búast við því að forráðamenn flestra félaganna í Svíþjóð muni fylgjast með leiknum. Sport 23.10.2005 15:00 Leikjum lokið í Meistaradeid Leikjunum átta í Meistaradeild Evrópu í kvöld er nú lokið. Liverpool og Chelsea gerðu markalaust jafntefli á Anfield eins raunar margir reiknuðu með. Leikurinn var mjög harður, en hvorugt lið gaf nokkurt færi á sér eða tók áhættu í sóknarleiknum. Sport 23.10.2005 15:00 Liverpool - Chelsea að byrja á Sýn Leikur Liverpool og Chelsea í Meistaradeild Evrópu er nú að hefjast og verður hann sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Eiður Smári er á varamannabekknum hjá Chelsea, sem vilja eflaust hefna ófaranna frá í fyrra, þegar þeir duttu út úr meistaradeildinni á Anfield. Sport 23.10.2005 15:00 Mourinho hugsar enn um "markið" Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur nú enn vakið athygli á þeirri ósk sinni að tekinn verði upp búnaður til að ákvarða hvort boltinn fer inn fyrir línuna í leikjum á Englandi og í Meistaradeildinni, eftir að lið hans féll úr Meistaradeildinni í fyrra á vafasömu marki á Anfield. Sport 23.10.2005 15:00 Óvíst með Árna Gaut Óvíst er hvort Árni Gautur Arason landsliðsmarkvörður geti leikið gegn Pólverjum og/eða Svíum 7. og 12. október næstkomandi þar sem sambýliskona hans á von á barni og er skrifuð á fæðingardeildina daginn eftir Svíaleikinn. Sport 23.10.2005 15:00 LuaLua með malaríu Kongómaðurinn Lomana LuaLua hjá Portsmouth hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna veikinda, sem talið er að sé malaría, og gæti orðið frá keppni í allt að sex vikur. Sport 23.10.2005 15:00 Meistaradeildin á Sýn í kvöld Það verður mikið um dýrðir í Meistaradeild Evrópu í kvöld og áskrifendur Sýnar fá að sjá leiki Ajax og Arsenal í beinni útsendingu klukkan 18:30, og síðar í kvöld verður sýndur leikur Manchester United og Benfica, en sá leikur er raunar í beinni útsendingu á Sýn Extra. Sport 23.10.2005 15:00 Sænska landsliðið tilkynnt Í dag var tilkynnt hvaða leikmenn skipa sænska landsliðshópinn sem mætir Króötum og Íslendingum í undankeppni HM dagana 8. og 12. október næstkomandi. Sport 23.10.2005 15:00 Leikið gegn Pólverjum 7. október Pólverjar mæta Íslendingum í vináttulandsleik í knattspyrnu 7. október og Englendingum í undankeppni HM fimm dögum síðar. Landsliðsþjálfari Pólverja er búinn að velja 23 leikmenn fyrir þessa leiki. Leikmennirnir spila í 11 löndum. Leikur Pólverja og Íslendinga 7. október verður sýndur beint á Sýn. Sport 23.10.2005 15:00 Þjálfari Lecce rekinn Ítalska fótboltaliðið Lecce rak í morgun knattspyrnustjórann sinn, Angelo Grugucci. Gregucci var ráðinn til félagsins í sumar þegar hann tók við af Tékkanum Zdenek Zeman. Undir stjórn Gregucci lék Lecce fimm leiki og tapaði fjórum þeirra. Sport 23.10.2005 15:00 Góður sigur hjá íslensku stelpunum Íslenska U19 ára stúlknalandsliðið burstaði Georgíu 7-0 í undankeppni HM sem fram fer í Bosníu-Hersegóvínu. Katrín Ómarsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir skoruðu tvö mörk hvor og María Kristjánsdóttir, Elísa Pálsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir sitt markið hver. Ísland mætir gestgjöfunum, Bosníu-Hersegóvínu, á morgun sem töpuðu fyrir Rússum í fyrsta leik, 6-0. Sport 23.10.2005 15:00 Enska fyrsta deildin í kvöld Íslendingarnir í enska boltanum riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum í enska boltanum í kvöld, en leikið nokkrir leikir voru á dagskrá í fyrstu deildinni og þá töpuðu Guðjón Þórðarson og félagar í Notts County nokkuð illa í kvöld. Sport 23.10.2005 15:00 Hlynur leggur skóna á hilluna Hlynur Birgisson, sem leikið hefur knattspyrnu með Þór á Akureyri undanfarin ár, er hættur að leika knattspyrnu eftir langan feril. Hlynur var um tíma atvinnumaður hjá Örebro í Svíþjóð og spilaði tólf landsleiki fyrir Íslands hönd, auk fjölda leikja fyrir yngri landsliðin. Sport 23.10.2005 15:00 Leikjum lokið í Meistaradeildinni Manchester United tryggði sér nauman sigur á Benfica á elleftu stundu í Meistaradeildinni nú áðan. Það var Ryan Giggs sem kom heimamönnum yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, en gestirnir jöfnuðu metin á 59. mínútu. Það var svo markahrókurinn Ruud van Nistelrooy sem tryggði liði United sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok, en sigur enska liðsins var ekki mjög sannfærandi. Sport 23.10.2005 15:00 « ‹ 293 294 295 296 297 298 299 300 301 … 334 ›
Lampard vill Crouch í landsliðið Leikur Liverpool og Chelsea í Meistaradeildinni í gær var nokkuð stíft leikinn og mikið var um hörð návígi. Frank Lampard, miðjumaður Chelsea og lykilmaður í enska landsliðinu, gaf sér þó tíma til að hrósa landa sínum leggjalanga, Peter Crouch, og telur að hann ætti að eiga fast sæti í landsliði Englendinga. Sport 23.10.2005 15:00
Chelsea er hrætt við okkur Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Chelsea-liðið sé líklega hrætt við Liverpool og segir að dómarinn hafi sleppt þremur augljósum vítaspyrnum í leik liðanna í Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi. Sport 23.10.2005 15:00
Everton úr leik Everton er fallið úr leik í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, þrátt fyrir að hafa sigrað rúmenska liðið Dinamo Búkarest 1-0 í kvöld, með marki frá Tim Cahill. Dinamo vann fyrri leikinn í Rúmeníu 5-1 og samanlagt 5-2. Þetta er enn eitt áfallið fyrir Everton, sem hefur byrjað leiktíðina skelfilega í ár, eftir gott gengi á síðustu leiktíð. Sport 23.10.2005 15:00
Tromsö sló út Galatasaray Norska liðið Tromsö gerði sér lítið fyrir og sló tyrkneska liðið Galatasaray út í Evrópukeppni félagsliða nú í kvöld. Norska liðið vann fyrri leikinn í Tromsö 1-0, og náði svo jafntefli í Tyrklandi í kvöld 1-1. Sport 23.10.2005 15:00
Fer Keane frá United? Roy Keane, fyrirliði Manchester United segist ekki eiga von á öðru en hann muni yfirgefa félagið næsta sumar þegar samningur hans rennur út. Sport 23.10.2005 15:00
Gunnar skoraði - Halmstad áfram Markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson var enn eina ferðina á skotskónum fyrir lið sitt Halmstad í Svíþjóð, þegar það gerði sér lítið fyrir og sló Sporting frá Lissabon út úr Evrópukeppni félagsliða í Portúgal í kvöld. Sport 23.10.2005 15:00
Grétar og félagar áfram Grétar Rafn Steinsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar unnu góðan sigur á rússneska liðinu Krylya Sovietiov í Evrópukeppni félagsliða nú áðan 3-1, eftir að hafa tapað fyrri leiknum 5-3 og eru því komnir áfram í keppninni. Grétar Rafn fékk að spila síðustu mínúturnar í leiknum eftir að hafa komið inná sem varamaður. Sport 23.10.2005 15:00
Wembley verður klár Enska knattspyrnusambandið segir að það hafi fengið staðfestingu á því frá verktökum um að bygging hins nýja þjóðarleikvangs verði tilbúin á tilsettum tíma fyrir bikarúrslitaleikinn í ensku knattspyrnunni þann 13. maí á næsta ári. Sport 23.10.2005 15:00
Uefa-bikarinn í kvöld Fjölmargir leikir fara fram í Evrópukeppni félagsliða í dag og í kvöld, en tveimur þeirra er þegar lokið. Stuttgart tryggði sig áfram í riðlakeppnina nú áðan, þrátt fyrir tapi gegn NK Domzale 1-0, en þýska liðið vann fyrri leikinn 2-0. Landar þeirra í Leverkusen voru ekki jafn heppnir og féllu úr keppni fyrir CSKA Sofia, samanlagt 2-0. Sport 23.10.2005 15:00
Jafnt hjá Liverpool og Chelsea Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Enn er markalaust á Anfield þar sem Liverpool tekur á móti Chelsea í stórleik kvöldsins. Sport 23.10.2005 15:00
Messi vakti athygli Argentínska ungstirnið Lionel Messi hjá Barcelona átti stórleik fyrir lið sitt í gærkvöldi, þegar spænska liðið vann auðveldan 4-1 sigur á Udinese frá Ítalíu. Þó svo að Brasilíumaðurinn Ronaldinho hafi skoraði þrennu í leiknum og verið í fyrirsögnum blaða á Spáni, var það frammistaða unglingsins sem var á allra vörum í gær. Sport 23.10.2005 15:00
Logi lenti í hörðum árekstri Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, lenti í gær í alvarlegum árekstri við 17 tonna malarflutningabíl fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ. Bíll Loga er líklega ónýtur en betur fór en á horfðist því hann slapp með minniháttar meiðsli. Sport 23.10.2005 15:00
Ásgeir og Logi völdu einn nýliða Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa valið íslenska landsliðshópinn sem mætir Pólverjum og Svíum í byrjun næsta mánaðar. Eiður Smári og Hermann Hreiðarsson eru ekki í hópnum vegna leikbanns, en Sölvi Geir Ottesen hjá Djurgarden er eini nýliðinn í hópnum.> Sport 23.10.2005 17:31
Við erum betri núna Rafael Benitez telur að Liverpool sé með betra lið nú en í fyrra og segir að það muni ráða úrslitum í annars jafnri viðureign liðsins við Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld, rétt eins og í slag liðanna í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Sport 23.10.2005 15:00
Íslenska landsliðið sektað Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur fengið sekt frá Alþjóða knattspyrnusambandinu fyrir fjölda gulra spjalda sem liðið fékk í leikjunum tveimur gegn Króatíu og Búlgaríu í undankeppni HM í byrjun mánaðarins. Sport 23.10.2005 15:00
Kewell að ná sér Ástralski miðjumaðurinn Harry Kewell hjá Liverpool, er nú byrjaður að æfa með liðinu í fyrsta sinn síðan í úrslitaleiknum gegn AC Milan í Meistaradeildinni í vor, en hann hefur þurft að gangast undir tvær aðgerðir tengdar kviðsliti. Sport 23.10.2005 15:00
Íslendingar undir smásjánni Það verður vel fylgst með leikmönnum ungmennalandsliðs Íslands í knattspyrnu þegar það mætir Svíum, en leikurinn fer fram hinn 11. október í Svíþjóð. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns nokkurra leikmanna liðsins, má búast við því að forráðamenn flestra félaganna í Svíþjóð muni fylgjast með leiknum. Sport 23.10.2005 15:00
Leikjum lokið í Meistaradeid Leikjunum átta í Meistaradeild Evrópu í kvöld er nú lokið. Liverpool og Chelsea gerðu markalaust jafntefli á Anfield eins raunar margir reiknuðu með. Leikurinn var mjög harður, en hvorugt lið gaf nokkurt færi á sér eða tók áhættu í sóknarleiknum. Sport 23.10.2005 15:00
Liverpool - Chelsea að byrja á Sýn Leikur Liverpool og Chelsea í Meistaradeild Evrópu er nú að hefjast og verður hann sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Eiður Smári er á varamannabekknum hjá Chelsea, sem vilja eflaust hefna ófaranna frá í fyrra, þegar þeir duttu út úr meistaradeildinni á Anfield. Sport 23.10.2005 15:00
Mourinho hugsar enn um "markið" Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur nú enn vakið athygli á þeirri ósk sinni að tekinn verði upp búnaður til að ákvarða hvort boltinn fer inn fyrir línuna í leikjum á Englandi og í Meistaradeildinni, eftir að lið hans féll úr Meistaradeildinni í fyrra á vafasömu marki á Anfield. Sport 23.10.2005 15:00
Óvíst með Árna Gaut Óvíst er hvort Árni Gautur Arason landsliðsmarkvörður geti leikið gegn Pólverjum og/eða Svíum 7. og 12. október næstkomandi þar sem sambýliskona hans á von á barni og er skrifuð á fæðingardeildina daginn eftir Svíaleikinn. Sport 23.10.2005 15:00
LuaLua með malaríu Kongómaðurinn Lomana LuaLua hjá Portsmouth hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna veikinda, sem talið er að sé malaría, og gæti orðið frá keppni í allt að sex vikur. Sport 23.10.2005 15:00
Meistaradeildin á Sýn í kvöld Það verður mikið um dýrðir í Meistaradeild Evrópu í kvöld og áskrifendur Sýnar fá að sjá leiki Ajax og Arsenal í beinni útsendingu klukkan 18:30, og síðar í kvöld verður sýndur leikur Manchester United og Benfica, en sá leikur er raunar í beinni útsendingu á Sýn Extra. Sport 23.10.2005 15:00
Sænska landsliðið tilkynnt Í dag var tilkynnt hvaða leikmenn skipa sænska landsliðshópinn sem mætir Króötum og Íslendingum í undankeppni HM dagana 8. og 12. október næstkomandi. Sport 23.10.2005 15:00
Leikið gegn Pólverjum 7. október Pólverjar mæta Íslendingum í vináttulandsleik í knattspyrnu 7. október og Englendingum í undankeppni HM fimm dögum síðar. Landsliðsþjálfari Pólverja er búinn að velja 23 leikmenn fyrir þessa leiki. Leikmennirnir spila í 11 löndum. Leikur Pólverja og Íslendinga 7. október verður sýndur beint á Sýn. Sport 23.10.2005 15:00
Þjálfari Lecce rekinn Ítalska fótboltaliðið Lecce rak í morgun knattspyrnustjórann sinn, Angelo Grugucci. Gregucci var ráðinn til félagsins í sumar þegar hann tók við af Tékkanum Zdenek Zeman. Undir stjórn Gregucci lék Lecce fimm leiki og tapaði fjórum þeirra. Sport 23.10.2005 15:00
Góður sigur hjá íslensku stelpunum Íslenska U19 ára stúlknalandsliðið burstaði Georgíu 7-0 í undankeppni HM sem fram fer í Bosníu-Hersegóvínu. Katrín Ómarsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir skoruðu tvö mörk hvor og María Kristjánsdóttir, Elísa Pálsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir sitt markið hver. Ísland mætir gestgjöfunum, Bosníu-Hersegóvínu, á morgun sem töpuðu fyrir Rússum í fyrsta leik, 6-0. Sport 23.10.2005 15:00
Enska fyrsta deildin í kvöld Íslendingarnir í enska boltanum riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum í enska boltanum í kvöld, en leikið nokkrir leikir voru á dagskrá í fyrstu deildinni og þá töpuðu Guðjón Þórðarson og félagar í Notts County nokkuð illa í kvöld. Sport 23.10.2005 15:00
Hlynur leggur skóna á hilluna Hlynur Birgisson, sem leikið hefur knattspyrnu með Þór á Akureyri undanfarin ár, er hættur að leika knattspyrnu eftir langan feril. Hlynur var um tíma atvinnumaður hjá Örebro í Svíþjóð og spilaði tólf landsleiki fyrir Íslands hönd, auk fjölda leikja fyrir yngri landsliðin. Sport 23.10.2005 15:00
Leikjum lokið í Meistaradeildinni Manchester United tryggði sér nauman sigur á Benfica á elleftu stundu í Meistaradeildinni nú áðan. Það var Ryan Giggs sem kom heimamönnum yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, en gestirnir jöfnuðu metin á 59. mínútu. Það var svo markahrókurinn Ruud van Nistelrooy sem tryggði liði United sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok, en sigur enska liðsins var ekki mjög sannfærandi. Sport 23.10.2005 15:00